Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Dauðinn, uppvakningar og aðrar jólamyndir
    Bíó og TV

    Dauðinn, uppvakningar og aðrar jólamyndir

    Höf. Nörd Norðursins23. desember 2011Uppfært:14. ágúst 20132 athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Að mínu mati eru flestar jólamyndir ólöglega leiðinlegar, illar gerðar með jóla-dramatík á sjöföldum sterum. Notebook og Titanic eru til að mynda með hóflega skammta af dramatík miðað við margar (bandarískar) jólamyndir. Drama á vissulega rétt á sér en þegar 99% af öllum jólamyndum fylgja sömu uppskriftinni er blandan orðin helvíti lúin.

    Hér hef ég tekið saman lista yfir þær myndir sem – að mínu mati – má flokka sem vel heppnaðar jólamyndir og eru flestar þeirra auk þess með einhvers konar nörda ívafi. Vonandi koma þessar myndir ykkur í jólagírinn elsku njérðir!

     

    Hogfather (2006)

    Það eru jól í Discworld, eða Hogwatch ein og þau kallast þar á bæ, og „jólasveinninn“, eða Hogfather, hefur horfið! Og hver er hentugri til að taka hans hlutverk en sjálfur DAUÐINN!?

     

    The Nightmare Before Christmas (1993)

    Brúðu- og söngleikur um konung Hrekkjavökubæjar, Jack Skellington, sem uppgötvar Jólabæinn en skilur ekki aaalveg út á hvað jólin ganga. Dimm og krúttleg mynd.

     

    Rare Exports: A Christmas Tale (2010)

    Djúpt undir fjallsrótum leynist best geyma leyndamál jólanna! Í þessari finnsk-skandinavísku mynd er sjálfur jólasveinninn grafinn upp – og hann er ekki hress!

     

    Black Christmas (1974)

    <kaldhæðni> Það er fátt jólalegra en brjálæður morðingi sem drepur um jólin! </kaldhæðni>

     

    The New Batman Adventure: Fyrsta sería, fyrsti þáttur – Holiday Knights (1997)

    Nana-nana-nana-nana – BATMAN! Þetta er þáttur með jólaþema úr Batman teiknimyndaseríunni.

     

    Gremlins (1984)

    Ungur strákur fær nýtt sætt og loðið gæludýr – svokallaðan Mogwai – sem kemur með ekki-eins-sæt dýr (m.ö.o. kvikindi!) sem gera fátt annað en að valda eyðileggingu og usla.

     

    Örstutt jól / Unholy Night (2007)

    Íslensk 10 mínútna stuttmynd þar sem sagt er frá óhugnanlegir atburðum sem eiga sér stað þegar jólasveinninn Ketkrókur hittir hóp af ungu fólki.

     

    Død Snø / Dead Snow (2009)

    Norsk mynd um nasista uppvakninga! Það er í rauninni afar fátt jólalegt við þessa mynd – nema kannski snjórinn! – en ég bara varð að setja hana á þennan lista – „EIN, ZWEI… DIE!“

     

    Aðrar ekki-eins-nördalega-myndir sem vert er að nefna fyrir jólin:

    Bad Santa, Christmas Vacation, Die Hard 1 og 2, Elf, Home Alone 1 og 2, Scrooged, The Muppets Christmas Carol.

    – BÞJ
    Bjarki Þór Jónsson jólamyndir jólin
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFyrsta stiklan fyrir The Hobbit!
    Næsta færsla SOPA og PIPA: Ritskoðun á Internetinu
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024
    9

    Echoes of Wisdom – Zelda er við stjórnvölinn

    30. september 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024
    8

    Cult of the Lamb – Krúttlegt kaos sem þú munt elska

    22. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.