Fréttir1

Birt þann 4. nóvember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

TEDxReykjavík 14. nóvember

TEDxReykjavík verður haldið 14. nóvember 2011 í Hörpu og verður þemað tækni, kennsla og hönnun. TED fyrirlestrar (sem hægt er að nálgast á TED.com) þykja afar góðir og vandaðir en TEDx eru sjálfstætt skipulagðir viðburðir. Staðfestir frummælendur eru Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Ingibjörg Gréta Gunnarsdóttir stofnandi Reykjavik Runway og Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar.
Miðaverð er 3.000 kr. og fer ráðstefnan fram á íslensku og ensku.

Á heimasíðu Hörpu eru eftirfarandi upplýsingar gefnar upp um ráðstefnuna:

TEDxReykjavík verður haldið í annað sinn mánudaginn 14. nóvember í Kaldalóni í Hörpu klukkan 12.30 – 17.00 og síðan léttar veitingar og skemmtilegt spjall. Miðaverð er 3000 krónur. Athugið að ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku.

Hver kannast ekki við TED ráðstefnunar og marga af þeim stórkostlegu fyrirlestrum sem þar hafa verið haldnir og eru aðgengilegir á ted.com? TEDx eru sjálfstætt skipulagðir viðburðir sem haldnir eru út um allan heim.

Til að fá að halda TEDx viðburð þarf að fá leyfi frá TED og fylgja þeim ströngu reglum sem settar eru. Fyrir vikið verða til spennandi, upplífgandi, fræðandi og gefandi fyrirlestrar sem enginn ætti að missa af.

Þema TEDxReykjavík í ár er Technology, Education, Design og opin flokkur x (TEDx). Staðfestir frummælendur: Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Ingibjörg Gréta Gunnarsdóttir stofnandi Reykjavik Runway og Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar.

Frekari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast á fésbókarsíðunnni www.facebook.com/tedxreykjavik.

BÞJ

Myndir: Harpa og Harpa á Facebook

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑