Birt þann 29. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Topp 5 iPhone hrekkjavöku Apps
Vantar þig eitthvað skemmtilegt í iPhone símann þinn fyrir hrekkjavöku? Hér er að finna fimm skemmtileg forrit (apps) sem ættu að koma þér í hrekkjavöku gírinn!
Angry Birds Seasons Ham’O’Ween
Ný borð í Angry Birds sem eru stútfull af graskerum og beinagrindum. Auk þess er nýr fugl kynntur til leiks í þessari hrekkjavöku útgáfu hins sívinsæla Angry Birds leik.
House of Horrors
Horfðu á fjölda klassískra hrollvekja í gegnum House of Horrors í símanum þínum!
Make A Zombie
Í þessu smáforriti getur þú búið til þína eigin uppvakninga. Hægt er að velja á milli ólíkra bakgrunna, líkama, klæðnaðs og líkamsparta. Þú getur svo deilt útkomunni með vinum í gegnum Facebook eða Twitter.
Scene It? Horror Movies 2
Hvað veistu um hrollvekjumyndir? Sjáðu hvað þú endist lengi í spurningaleiknum Scene It? Horror Movies 2.
ZombieBooth
ZombieBooth er í algjöru uppáhaldi! Taktu nýja mynd eða notaðu eldri myndir sem þú hefur þegar tekið á símann þinn og láttu þetta snilldar smáforrit breyta vinum í uppvakninga! Það er hægt að leika sér endalaust með ZombieBooth, og ekki er verra að það er ókeypis!