Íslenskt

Birt þann 5. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Icecams 2K11 fyrir WP7

Hvar er sólin? HA! Er umferðarteppa? Er byrjað að snjóa? Hver er að pissa móti vindi?! Hvar er Valli?

Með snjallsímaforritinu Icecams 2K11 er hægt að fylgjast með Íslandi í beinni. Víðsvegar um landið eru myndavélar sem forritið tengist og birtir myndir úr þeirri myndavél sem notandinn velur. Auk þess birtir forritið einfaldar veðurupplýsingar fyrir hvern stað fyrir sig. Hægt er að fylgjast með myndavélunum dag og nótt allan ársins hring.

Forritið er hannað af íslenska fyrirtækinu Open.is sem sérhæfir sig í lausnum fyrir snjallsíma á Windows Phone 7, en Icecams 2K11 er eingöngu fáanlegt í WP7. Open.is hafa selt ýmis forrit fyrir snjallsíma í fjölmörgum löndum víða um heim.

Icecams 2K11 er hægt að sækja í gegnum verslun WP7 símans og kostar aðeins $1.99.
Við mælum klárlega með þessu forriti fyrir næsta ferðalag um Ísland.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑