Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Snillingar óskast!
    Fréttir1

    Snillingar óskast!

    Höf. Nörd Norðursins11. ágúst 2011Uppfært:25. maí 2013Ein athugasemd3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nörd Norðursins óskar eftir föstum pennum til að skrifa um tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, borðspil, viðburði og fleira. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri og hafa brennandi áhuga og þekkingu á sínu sviði. Við sýnum íslensku efni ávalt sérstakan áhuga. Umsækjendur verða að hafa góð tök á íslenskri tungu, en við gerum engar kröfur um menntun eða reynslu. Laun eru eftir kja
    rasamningum Super Mario World, eða einn pixlaður gullpeningur per grein.

    Skrifað af nördum fyrir nörda.

    Við óskum enn eftir innsendu efni frá lesendum, en auk þess vonumst við til að finna fasta penna í eftirfarandi sviðum.

     

    Tölvuleikjasnillingur

    Í hverjum mánuði birtum við umfjöllun og gagnrýni á tölvuleikjum. Í flestum tilfellum er um nýja eða nýlega leiki að ræða og þar af leiðandi nauðsynlegt að viðkomandi hafi tök á því að spila leikinn og skrifa um hann. Æskilegt er að umsækjandi eigi, eða hafi aðgang að, einhverjum af helstu leikjatölvunum í dag; PlayStation 3, Xbox 360 og/eða Wii (ekki nauðsynlegt að eiga þær allar).
    Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á tölvuleikjum og góða íslensku kunnáttu.
    Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)nordnordursins.is

    Kvikmyndasnillingur

    Við óskum eftir kvikmyndasnillingi til að sjá um kvikmyndasvæði blaðsins. Viðkomandi myndi tækla kvikmyndir og sjónvarpsefni frá ýmsum tímum og frá ýmsum sjónarhornum í hverjum mánuði. Sérstök áhersla er lögð á fantasíur, hrollvekjur, vísindaskáldskap, ævintýri og heimildarmyndir.
    Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á kvikmyndum og góða íslensku kunnáttu.
    Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)nordnordursins.is

    Spilasnillingur

    Við stefnum að því að birta umfjöllun og dóm á (borð)spilum í öðru hverju blaði – allt frá einföldum ferðaspilum yfir í stærri og flóknari spil. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi aðgang að spilum til að spila og fjalla um.
    Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á spilum og góða íslensku kunnáttu.
    Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)nordnordursins.is

    Tæknisnillingur

    Við óskum eftir tæknigúrúi sem er tilbúin/n að kynna lesendum fyrir ýmis konar tækni í hverjum eða öðru hverjum mánuði. Viðkomandi fengi nokkuð frjálsar hendur til að fjalla um nánast hvað sem er – síma, stýrikerfi, tölvur, netið, samfélagsmiðla, tækniþróun, uppfinningar og fleira.
    Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á tækni og góða íslensku kunnáttu.
    Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)nordnordursins.is

    Snillingur á öðrum sviðum

    Viðkomandi myndi í hverjum mánuði fjalla um aðra þætti, t.d. viðburði, viðtöl, fréttir, greinar og fleira. Ef viðburður á sér stað á Íslandi er æskilegt að viðkomandi geti sótt viðburðina til að ná andrúmsloftinu og jafnvel til að taka ljósmyndir eða taka upp myndskeið.
    Viðkomandi þarf að hafa góða íslensku kunnáttu.
    Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)nordnordursins.is

    Bjarki Þór Jónsson efni pennar skrif snillingar umsókn
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKnús til ykkar!
    Næsta færsla EVE Fanfest 2011
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Out of the Loop fær uppfærslu fyrir jólin

    21. desember 2024

    Dr. Spil og Nörd Norðursins í samstarf

    26. september 2024

    Leikjavarpið #26 – Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran

    13. ágúst 2021

    Ring Fit áskorun í febrúar!

    4. febrúar 2021

    Leikjavarpið #20 – Væntanlegir leikir 2021, Indiana Jones og Star Wars

    19. janúar 2021

    Half Life: Alyx er væntanlegur fyrir VR mars 2020

    21. nóvember 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.