Leikjarýni

Birt þann 10. maí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Leikjarýni: Fallout 4 – „Frábær leikur, en skortir nýjungar“

Leikjarýni: Fallout 4 – „Frábær leikur, en skortir nýjungar“ Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Leikurinn nær að gera eiginlega allt mjög vel líkt og áður þekktist með Fallout 3. Það sem vantar þó eru einhvers konar nýjungar.

4

Góður, en...


Einkunn lesenda: 3.3 (3 atkvæði)

Mikil spenna ríkti fyrir Fallout 4 þegar hann var gefinn út í nóvember á síðasta ári, enda hafa Fallout leikirnir náð miklum vinsældum í leikjaheiminum með leikjum á borð við Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Líkt og áður er það tölvuleikjafyrirtækið Bethesda sem stendur á bak við nýja Fallout leikinn en undanfarin ár hafa þeir einnig sett mikið púður í The Elder Scrolls leikjaseríuna.

Sögusvið Fallout 4 er Boston árið 2287. Borgin er rústir einar þar sem 210 ár eru liðin frá hræðilegu kjarnorkustríði sem lagði nánast allt í rúst. Spilarinn stjórnar persónu (sem hann fær að búa til) sem lifir hörmungarnar af þar sem hann var staðsettur í neðanjarðarbyrgi á meðan hörmungarnar geisuðu. Líkt og fyrri Fallout leikir byggir Fallout 4 á opnum heimi þar sem spilarinn ræður sinni ferð sjálfur og þarf ekki endilega að fylgja línulegri sögu frekar en hann vill. Stórglæsilegt sögusvið í bland við framúrskarandi bardagakerfi og áhugaverðar persónur er eitthvað sem margir Fallout 3 spilarar tengja við. En hvað er það sem gerir Fallout 4 eftirminnilegan?

Fallout4_01

Í raun má segja að Fallout 4 bæti ekki ýkja miklum nýjungum við Fallout 3. Í grundvallaratriðum er skuggalega lítill munur á leikjunum.

Í raun má segja að Fallout 4 bæti ekki ýkja miklum nýjungum við Fallout 3. Í grundvallaratriðum er skuggalega lítill munur á leikjunum. Bardagakerfið virkar eins, tilfinningin og spilunin í leiknum er nánast óbreytt – en þó með nokkrum „minniháttar“ breytingum, ef svo má segja. Til dæmis er búið að talsetja allt sem persónur leiksins segja, en í eldri leikjum var það ekki gert í jafn miklum mæli og nú og voru samtölin í leikjunum birt fyrst og fremst í textaformi. Grafíkin í leiknum er mun flottari en áður, stökkið er þó ekki eins stórt og margir myndu ímynda sér. Tek það fram að hér er verið að bera saman grafíkina úr Fallout 3 á Xbox 360 og Fallout 4 á PlayStation 4.

Hæfileikakerfinu hefur einnig verið breytt þannig að í stað þess að spilarinn öðlist nokkra hæfileikapunkta þegar hann hækkar um hæfileikaþrep (level) og fær að velja nákvæmlega í hvað hver punktur fer þá velur spilarinn svokölluð „hæfileikahólf“ þar sem spilarinn öðlast ákveðna hæfileika samstundis. Hæfileikahólfin eru mjög mörg og fjölbreytt, til dæmis er hægt að styrkja aðalpersónuna svo hún geti borið fleiri hluti, hægt er að styrkja persónuna í ákveðnum byssutegundum (t.d. að gera 20% meiri skaða með rifflum) o.s.frv.

Eflaust fá þeir sem spiluðu ekki Fallout 3 og Fallout: New Vegas mikið úr leiknum, en eitthvað vantar fyrir lengra komna spilara. Frábær leikur, en skortir nýjungar.

Leikurinn nær að gera eiginlega allt mjög vel líkt og áður þekktist með Fallout 3. Það sem vantar þó eru einhvers konar nýjungar. Fallout 3 og Fallout: New Vegas gerðu góða hluti á sínum tíma, en til að svona stórleikir haldist spennandi verða nýjungar að fylgja með. Eflaust fá þeir sem spiluðu ekki Fallout 3 og Fallout: New Vegas mikið úr leiknum, en eitthvað vantar fyrir lengra komna spilara. Frábær leikur, en skortir nýjungar.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑