Fréttir

Birt þann 8. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hideo Kojima og Rhianna Pratchett á Nordic Game ráðstefnunni 2016

Dagana 18.-20. maí verður hin árlega Nordic Game ráðstefna haldin í Malmö í Svíþjóð. Ráðstefnan fókusar á norræna leikjaiðnaðinn og er góður vettvangur til að kynnast því sem hefur verið að gerast á Norðurlöndum og fá smjörþefinn af því hvað framundan er. Nordic Game ráðstefnan samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum og viðburðum auk þess sem úrslit í Nordic Game Awards verða kynnt.

Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á ráðstefnuna

Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á ráðstefnuna og verður með Q&A þar sem hann mun svara spurningum frá gestum. Gregory Louden og Thomas Puha frá finnska leikjafyrirtækinu Remedy Entertainment hafa einnig boðað komu sína og munu þeir fara yfir gerð leiksins Quantum Break sem er nýkominn út fyrir Xbox One og PC í næstu viku. Sá leikur náði einmitt að fanga augu margra með stiklunni sem sýnd var á Gamescom í fyrra. Nú nýlega var tilkynnt að Rhianna Pratchett, söguhöfundur leikja á borð við Heavenly Sword, Mirror’s Edge og Tomb Raider muni einnig mætia. Staðfestir gestir frá Massive Entertainment, Epic Games, Blizzard Entertainment og fleiri leikjafyrirtækjum verða auk þess á staðnum.

Við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast með ráðstefnunni frá Malmö líkt og í fyrra og verðum á staðnum. Fylgist með á síðunni okkar, Facebook, Twitter og Instagram.

Smelltu hér til að panta miða og skoða miðaverð.

Mynd: Wikimedia Commons

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑