Fréttir1

Birt þann 5. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

RIFF: Óháðir leikir og umræður um tölvuleikjaiðnaðinn

Reykjavík International Film Festival (RIFF) er nú í fullum gangi. Heimildarmyndin Indie Game: The Movie, þar sem fylgst er með sjálfstæðum tölvuleikjahönnuðum, er meðal þeirra mynda sem sýnd er á hátíðinni. Í tilefni þess standa RIFF og tölvuleikjafyrirtækið CCP að umræðum með yfirskriftinni „Vöxtur og umfang tölvuleikjaframleiðslu og möguleikar óháðra framleiðenda til framtíðar.“

Auk leikstjóra myndarinnar, James Swirsky og Lisanne Pajot, mun Torfi Frans Ólafsson, listrænn stjórnandi CCP, Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, Sesselja Vilhjálmsdóttir, leikstjóri Start-Up Kids og Valgerður Halldórsdóttir, leikstjóri Start-Up Kids taka þátt í umræðunni.

Umræðurnar hefjast kl. 12:00 föstudaginn 5. október á Sólon (Bankastræti 7a).

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑