Vafra: Leikjarýni

The Last of Us er nýjasti leikurinn frá Naughty Dog sem færði okkur Uncharted leikjaseríuna. Leikurinn hefur nú þegar hlotið einróma lof gagnrýnenda og á eflaust eftir að fara á marga topplista í lok ársins. Nörd Norðursins slóst með í förina miklu til þess að svala forvitninni. Leikurinn gerist 20 árum í framtíðinni eftir að útbreidd farsótt hefur tröllriðið heiminum. Fólk lifir í einangruðum herbúðum og verst gegn hinum sýktu. Joel er einn af þeim, hann gerir hvað sem er til þess að lifa af og hikar ekki við að drepa ef einhver ógnar honum. Hann fær það verkefni að…

Lesa meira

Leikjaheimurinn hefur talað og skilaboðin eru skýr: „Enga spilla, takk!“ Þannig að ég mun lítið sem ekkert tala um söguþráðinn en hann einn og sér er nánast nógu góð ástæða til að grípa leikinn. Bioshock Infinite er þriðji leikurinn í Bioshock seríunni og nú erum við í skýjaborg þ.e.a.s. borg sem gefur Isaac Newton fingurinn. Miklar væntingar hafa verið gerðar til leiksins en Irrational Games standa undir því og vel betur. Bioshock Infinite er hrein og tær snilld og það er erfitt að finna nokkurn veikleika á gripnum. En hver veit, kannski finn ég einhver smáatriði til að tuða yfir.…

Lesa meira

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta þriðji leikurinn í Crysis leikjaseríunni. Crysis 3 er framleiddur af Crytek og nýtir Cryengine leikjavélina. Crysis hefur verið þekkt nafn í tölvuleikjaheiminum og þá sérstaklega fyrir að vera með gríðarlega flotta grafík. Þegar fyrsti leikurinn var gefinn út voru sárafáir sem gátu keyrt leikinn með öllum grafík möguleikum í botni og varð leikurinn þvi fljótt alræmdur fyrir að krefjast of mikils af vélbúnaðinum, en sá leikur kom eingöngu út á PC-tölvur. Crysis 2 var hinsvegar mótaður fyrir leikjatölvurnar (XBOX 360 og PS3) en kom einnig út fyrir PC-tölvur. Þrátt fyrir að…

Lesa meira

God of War III var einn af uppáhaldsleikjum mínum 2010 og allt var á svo stórum skala að það var ekki hægt annað en að spyrja sig; hvernig á Santa Monica að fylgja þessu eftir? Ég er að berjast við gríska guði forkræingátlád! God of War:Ascension nær ekki álíka flugi og leikurinn olli mér vonbrigðum. Þetta er alls ekki alslæmur leikur og harðir aðdáendur fá áræðanlega talsvert úr honum en þeir þurfa að vera viljugir að líta framhjá göllunum. Sagan Ascension skyggnist inn í fortíð Kratos og gerist fyrir hina God of War leikina eða sex mánuðum eftir þann…

Lesa meira

Eftir nokkuð langa bið og mikla eftirvæntingu er nýjasti Tomb Raider leikurinn kominn út. Tomb Raider leikjaserían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 og náði þá miklum vinsældum á skömmum tíma. Undanfarin ár hafa leikirnir aftur á móti ekki verið að gera mjög góða hluti, en hönnuðir nýjasta Tomb Raider leiksins vona að með nýja leiknum verði blásið nýju lífi í annars frekar þreytta leikjaseríu. Mennskari Lara Lara Croft er aðalpersóna Tomb Raider leikjanna og er auk þess ein merkilegast kvenhetja tölvueleikjasögunnar. Hún er einskonar kvenkyns útgáfa af Indiana Jones sem ferðast um heiminn í leit að fornminjum og…

Lesa meira

Glímuleikurinn WWE ’13 kom út í lok árs 2012 á PS3, Xbox 360 og Wii. Leikurinn fetar í fótspor fyrirrennara síns, WWE ’12, og býður upp á svipaða möguleika og spilun. Aðdáendur WWE glímunnar munu þó eflaust gleðjast yfir nýjum möguleika sem nefnist „Attitude Era“ þar sem þeir geta spilað sem WWE glímukappar frá því fræga tímabili. Leikur fyrir WWE aðdáendur Leikurinn tekur nokkuð vel á móti spilaranum með valkostum þar sem meðal annars er boðið upp á að spila stakan leik, spilað við aðra leikmenn í fjölspilun, að búa til þinn eigin bardagakappa, að hefja spilun á áðurnefndu „Attitude…

Lesa meira

Lollipop Chainsaw leikjagagnrýnin er önnur vídjógagnrýni Nörd Norðursins (sú fyrsta er Call of Duty: Black Ops II). Hingað til höfum við aðallega birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þennan nýjung. Helstu gallar leiksins er að hann getur orðið einhæfur á köflum og borðin gætu verið jafnari í lengd sinni. Þau geta tekið frá hálftíma og uppí klukkutíma, þá er talað um með einstaka pásur og senur sem koma inná milli. En þar…

Lesa meira

Sleeping Dogs er leikur í anda Grand Theft Auto og L.A. Noire, þar sem spilarinn getur þvælst um í opinni borg og gert nánast hvað sem honum sýnist. Leikurinn er ótrúlega vel heppnaður og í raun furðulegt hvað lítið hefur farið fyrir honum miðað við hve mikið hann hefur upp á að bjóða… Leynilögga rannsakar undirheimana Glæpaklíkur hafa náð miklu völdum í stórborginni Hong Kong og róttækar lögregluaðgerðir orðnar nauðsynlegar. Í Sleeping Dogs stjórnar spilarinn leynilöggunni Wei Shen sem dulbýr sig sem glæpon í þeim tilgangi að gerast meðlimur í glæpaklíku og koma þannig upplýsingum um klíkurnar áleiðis til lögreglunnar.…

Lesa meira

DmC: Devil May Cry er fimmti leikurinn í Devil May Cry leikjaseríunni. Í þessum hjakk- og höggleik stjórnar spilarinn ofur(gúmmí)töffaranum Dante sem er hálfur engill og hálfur djöfull. Þessi blanda gefur Dante einstaka ofurkrafta sem gera honum kleift að ferðast í aðrar víddir og drepa djöfla sem aðrir geta ekki séð. Djöflar stjórna Limbo City Leikurinn gerist í borginni Limbo City sem er stjórnað af djöflum í mannsgervum. Með því að skuldsetja almenning og með stöðugum fjölmiðlaáróðri hafa djöflarnir náð að heilaþvo fólkið sem sér ekki lengur raunverulegt vandamál samfélagsins. Þegar djöflar byrja að ráðasta á Dante býðst Kat til…

Lesa meira

Call of Duty: Black Ops II leikjagagnrýnin er fyrsta vídjógagnrýni Nörd Norðursins. Hingað til höfum við eingöngu birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þessa breytingu. Við þetta má bæta að það tekur ekki nema um sjö klukkutíma að klára sögurþráð leiksins, sem er orðið nokkuð algeng lengd á söguþráðum í fyrstu persónu skotleikjum. Í leiknum þarf spilarinn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hvernig leikurinn endar sem eykur líftíma…

Lesa meira