Vafra: Leikjarýni
Glímuleikurinn WWE ’13 kom út í lok árs 2012 á PS3, Xbox 360 og Wii. Leikurinn fetar í fótspor fyrirrennara síns, WWE ’12, og býður upp á svipaða möguleika og spilun. Aðdáendur WWE glímunnar munu þó eflaust gleðjast yfir nýjum möguleika sem nefnist „Attitude Era“ þar sem þeir geta spilað sem WWE glímukappar frá því fræga tímabili. Leikur fyrir WWE aðdáendur Leikurinn tekur nokkuð vel á móti spilaranum með valkostum þar sem meðal annars er boðið upp á að spila stakan leik, spilað við aðra leikmenn í fjölspilun, að búa til þinn eigin bardagakappa, að hefja spilun á áðurnefndu „Attitude…
Lollipop Chainsaw leikjagagnrýnin er önnur vídjógagnrýni Nörd Norðursins (sú fyrsta er Call of Duty: Black Ops II). Hingað til höfum við aðallega birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þennan nýjung. Helstu gallar leiksins er að hann getur orðið einhæfur á köflum og borðin gætu verið jafnari í lengd sinni. Þau geta tekið frá hálftíma og uppí klukkutíma, þá er talað um með einstaka pásur og senur sem koma inná milli. En þar…
Sleeping Dogs er leikur í anda Grand Theft Auto og L.A. Noire, þar sem spilarinn getur þvælst um í opinni borg og gert nánast hvað sem honum sýnist. Leikurinn er ótrúlega vel heppnaður og í raun furðulegt hvað lítið hefur farið fyrir honum miðað við hve mikið hann hefur upp á að bjóða… Leynilögga rannsakar undirheimana Glæpaklíkur hafa náð miklu völdum í stórborginni Hong Kong og róttækar lögregluaðgerðir orðnar nauðsynlegar. Í Sleeping Dogs stjórnar spilarinn leynilöggunni Wei Shen sem dulbýr sig sem glæpon í þeim tilgangi að gerast meðlimur í glæpaklíku og koma þannig upplýsingum um klíkurnar áleiðis til lögreglunnar.…
DmC: Devil May Cry er fimmti leikurinn í Devil May Cry leikjaseríunni. Í þessum hjakk- og höggleik stjórnar spilarinn ofur(gúmmí)töffaranum Dante sem er hálfur engill og hálfur djöfull. Þessi blanda gefur Dante einstaka ofurkrafta sem gera honum kleift að ferðast í aðrar víddir og drepa djöfla sem aðrir geta ekki séð. Djöflar stjórna Limbo City Leikurinn gerist í borginni Limbo City sem er stjórnað af djöflum í mannsgervum. Með því að skuldsetja almenning og með stöðugum fjölmiðlaáróðri hafa djöflarnir náð að heilaþvo fólkið sem sér ekki lengur raunverulegt vandamál samfélagsins. Þegar djöflar byrja að ráðasta á Dante býðst Kat til…
Call of Duty: Black Ops II leikjagagnrýnin er fyrsta vídjógagnrýni Nörd Norðursins. Hingað til höfum við eingöngu birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þessa breytingu. Við þetta má bæta að það tekur ekki nema um sjö klukkutíma að klára sögurþráð leiksins, sem er orðið nokkuð algeng lengd á söguþráðum í fyrstu persónu skotleikjum. Í leiknum þarf spilarinn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hvernig leikurinn endar sem eykur líftíma…
Darksiders 2 er þriðju persónu ævintýraleikur í anda God of War leikjaseríunnar sem notast við kerfi sem sjást í hlutverkaleikum. Leikurinn er framleiddur af Vigil Games og gefinn út af THQ og er framhald fyrri leiks með sama nafni. Um leikinn Maður spilar sem Dauðinn, einn af fjórum riddaranna úr Opinberunarbókinni, sem ætlar sér að þurrka út glæpi bróður síns, Stríðs, og endurvekja mannkynið. Framleiðendur leiksins hafa tekið sér bessaleyfi varðandi nöfn riddaranna en þar sem lítið er skrifað um þá í Opinberun Jóhannesar hafa þeir ansi frjálsar hendur hvert þeir vilja fara með þessar persónur og sögu. Um riddarana…
Transformers komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1984 en fyrirtækin Hasbro og Takara Tomy voru á bak við leikföngin. Vinsældirnar leiddu til teiknimynda, tölvuleikja, kvikmynda, nestisboxa, litabóka og alls þar á milli. Fljótlega þekktu flestir krakkar Transformers, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem merkið sló í gegn (en hugmyndin er upprunalega frá Japan). Hálfgerð endurvakning varð á Transformers vörumerkinu þegar Michael Bay hóf að gera stórmyndir sínar (sem margir þola ekki, sjálfur hef ég ekki séð þær) og kannski er þessi leikur hluti af þeirri endurvakningu. Transformers hefur ekki verið jafn gífurlega vinsælt hér á landi og í Bandaríkjunum (við elskum…
Resident Evil: Operation Raccoon City er þriðju-persónu skotleikur sem er framleiddur af Slant Six Games og gefinn út af Capcom. Leikurinn tekur rúmlega 50 MB á harða disknum, það tók mig um það bil hálftíma að ná í allt sem þurfti og setja upp. Ég náði að nýta mér ókeypis netborð með nýjum söguþræði áður en það rann út 4. nóvember síðastliðinn og þá stækkar plássið sem leikurinn tekur í rúmlega 300 MB. Og ég geri ráð fyrir því að hin borðin sem hægt er að kaupa í gegnum PlayStation búðina séu svipað stór (og hvert borð tekur um 30…
FIFA fótboltaleikjaserían er löngu bún að næla sér í þann gæðastimpil sem flesta leikjaútgefendur dreymir um, auk þess sem FIFA leikjasamfélagið er orðið ótrúlega öflugt. Líkt og margir aðrir íþróttaleikir reynir FIFA að bjóða upp á eins raunverulega íþróttaupplifun og hægt er. Við hjá Nörd Norðursins gáfum fyrri leiknum, FIFA 12, 8,8 í lokaeinkunn, og þá er það spurningin hvort nýi leikurinn nær að toppa þann eldri eða ekki. Raunverulegri spilun Það er áberandi munur hvernig leikmenn hreyfa sig og meðhöndla boltann í FIFA 13. Boltinn er mun sjálfstæðari en í FIFA 12, þar sem hann átti það til að…
Hvað næst? Kærleiksbirnirnir? Þegar Blizzard tilkynnti viðbótina Mists of Pandaria voru margir ekki ánægðir. Áherslan var ekki lengur á hluti eins hamfarir og vonda kalla heldur akuryrkju, gæludýraslagi og Kung Fu pöndur. Hvað í helv..!? Við það ákvaðu margir að gefast upp á World of Warcraft. Þetta væri orðið of barnalegt og það á meðan keppinautarnir gerðu flottari og svalari leiki. En Blizzard vita hvað þeir eru að gera enda reyndir í bransanum. Þetta sýna nýlegar sölutölur sem hafa skv. Blizzard ýtt fjölda áskrifenda aftur yfir 10 milljónir (en varðandi sölutölur þá er sumt enn óljóst, t.d. fengum við að…