Vafra: Leikjarýni
Allir þeir sem hafa spilað FIFA undanfarin ár munu finna fyrir öllum þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera góða leiki enn betri, það á svo sannarlega við í FIFA 14. Helsti galli FIFA undanfarin ár hefur verið njósnakerfið, klunnalegt og í raun hundleiðinlegt að nota. Nú er töluvert einfaldara að senda njósnara og fylgjast með hvað þeir eru að gera. Stjórnborð leiksins hefur verið tekið í gegn og minnir alveg ótrúlega mikið á stjórnborðið í Xbox leikjavélinni. Það nýtur sín best í Career Mode, það sem var klunnalegt í fyrri leik er núna…
Grand Theft Auto V er fimmti leikurinn í hinni umdeildu Grand Theft Auto (GTA) leikjaseríu frá Rockstar. Margir hafa beðið spenntir eftir leiknum sem er talið að hafi kostað allt að £170 milljónir í framleiðslu (sem gera tæpa 33 milljarða íslenskra króna) sem gerir GTA V að dýrasta tölvuleik sögunnar. Leikurinn hefur slegið eldri sölumet og skilaði inn einum milljarði Bandaríkjadala í kassann á aðeins þremur dögum. Hér á landi héldu Gamestöðin og Elko sérstakar GTA V kvöldopnanir og setti leikurinn Íslandsmet í forsölu. En nóg um það, dembum okkur í leikinn! Verið velkomin til Los Santos! Leikurinn gerist…
Halo er og mun ávallt vera eitt stærsta flaggskipið hjá Xbox vélinni, því var mikið fagnað þegar fyrsti leikurinn var endurgerður og gefinn út í sérstakri afmælisútgáfu. En tímarnir eru aðrir og kröfurnar um góða leiki er kannski aðeins meiri en þegar leikurinn kom fyrst út. Stenst leikurinn væntingarnar eða er þetta bara léleg endurgerð á klassískum leik? Sem betur fer þá er ekki á ferðinni léleg HD útgáfa af leiknum og því fær Halo: CE að njóta sín vel í þessari afmælisútgáfu. Auk þess þá styður leikurinn Kinect , samspili (co-op) var bætt við leikinn sem lítið er hægt…
Hasar- og sæfæleikurinn Remember Me frá Capcom kom í verslanir fyrr í sumar á PC, PS3 og Xbox 360. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk kvenhetjunnar Nilin sem þarf að berjast gegn óvinum sínum í heimi þar sem minningar eru verðmæti og heilaþvottur daglegt brauð. Leikurinn gerist árið 2084 í Neo-Paris (framtíðar útgáfu af Parísarborg) þar sem minningar eru aðgengilegar og hægt er að eyða þeim út, breyta eða bæta nýjum minningum við. Fyrirtækið Memorize hefur sérhæft sig í að breyta minningum fólks til hins betra og með aðstoð þeirra getur þú haldið í góðu minningarnar og hent þeim slæmu…
Magic The Gathering tölvuleikirnir hafa bæst í hóp leikja sem koma út á hverju ári með lítilsháttar breytingum og lagfæringum. Þeir hafa sinn hóp aðdáenda sem verða ekki sviknir og henta mjög vel fyrir spjaldtölvur og snjallsíma enda koma þeir í ár út á Android, iPad ásamt Xbox 360 og PS3 eins og áður. Undirritaður spilaði Magic 2014, eins og hann er almennt kallaður, á PS3. Þetta verður stutt rýni, ég fjallaði almennt um leikinn síðasta ár og ég reikna með að flestir sem eru að spá í hann þekki eitthvað til, annars er hægt að kynna sér reglur Magic…
The Last of Us er nýjasti leikurinn frá Naughty Dog sem færði okkur Uncharted leikjaseríuna. Leikurinn hefur nú þegar hlotið einróma lof gagnrýnenda og á eflaust eftir að fara á marga topplista í lok ársins. Nörd Norðursins slóst með í förina miklu til þess að svala forvitninni. Leikurinn gerist 20 árum í framtíðinni eftir að útbreidd farsótt hefur tröllriðið heiminum. Fólk lifir í einangruðum herbúðum og verst gegn hinum sýktu. Joel er einn af þeim, hann gerir hvað sem er til þess að lifa af og hikar ekki við að drepa ef einhver ógnar honum. Hann fær það verkefni að…
Leikjaheimurinn hefur talað og skilaboðin eru skýr: „Enga spilla, takk!“ Þannig að ég mun lítið sem ekkert tala um söguþráðinn en hann einn og sér er nánast nógu góð ástæða til að grípa leikinn. Bioshock Infinite er þriðji leikurinn í Bioshock seríunni og nú erum við í skýjaborg þ.e.a.s. borg sem gefur Isaac Newton fingurinn. Miklar væntingar hafa verið gerðar til leiksins en Irrational Games standa undir því og vel betur. Bioshock Infinite er hrein og tær snilld og það er erfitt að finna nokkurn veikleika á gripnum. En hver veit, kannski finn ég einhver smáatriði til að tuða yfir.…
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta þriðji leikurinn í Crysis leikjaseríunni. Crysis 3 er framleiddur af Crytek og nýtir Cryengine leikjavélina. Crysis hefur verið þekkt nafn í tölvuleikjaheiminum og þá sérstaklega fyrir að vera með gríðarlega flotta grafík. Þegar fyrsti leikurinn var gefinn út voru sárafáir sem gátu keyrt leikinn með öllum grafík möguleikum í botni og varð leikurinn þvi fljótt alræmdur fyrir að krefjast of mikils af vélbúnaðinum, en sá leikur kom eingöngu út á PC-tölvur. Crysis 2 var hinsvegar mótaður fyrir leikjatölvurnar (XBOX 360 og PS3) en kom einnig út fyrir PC-tölvur. Þrátt fyrir að…
God of War III var einn af uppáhaldsleikjum mínum 2010 og allt var á svo stórum skala að það var ekki hægt annað en að spyrja sig; hvernig á Santa Monica að fylgja þessu eftir? Ég er að berjast við gríska guði forkræingátlád! God of War:Ascension nær ekki álíka flugi og leikurinn olli mér vonbrigðum. Þetta er alls ekki alslæmur leikur og harðir aðdáendur fá áræðanlega talsvert úr honum en þeir þurfa að vera viljugir að líta framhjá göllunum. Sagan Ascension skyggnist inn í fortíð Kratos og gerist fyrir hina God of War leikina eða sex mánuðum eftir þann…
Eftir nokkuð langa bið og mikla eftirvæntingu er nýjasti Tomb Raider leikurinn kominn út. Tomb Raider leikjaserían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 og náði þá miklum vinsældum á skömmum tíma. Undanfarin ár hafa leikirnir aftur á móti ekki verið að gera mjög góða hluti, en hönnuðir nýjasta Tomb Raider leiksins vona að með nýja leiknum verði blásið nýju lífi í annars frekar þreytta leikjaseríu. Mennskari Lara Lara Croft er aðalpersóna Tomb Raider leikjanna og er auk þess ein merkilegast kvenhetja tölvueleikjasögunnar. Hún er einskonar kvenkyns útgáfa af Indiana Jones sem ferðast um heiminn í leit að fornminjum og…