Vafra: Leikjarýni

Í fyrra heyrði ég mjög góða hluti um hryllingsleikinn Outlast. Hann var þá einungis á PC og þó ég sé aðallega PC spilari þá náði ég ekki að spila hann. Hinsvegar núna snemma í febrúar keypti ég mér PS4 og fékk aðgang að PS+. Fyrir þá sem ekki vita svipar PS+ til Xbox Live í þeim skilningi að það þarf aðgang að þessari þjónustu til að spila á netinu. Ásamt því að spila á netinu fær maður a.m.k einn fríann leik á mánuði og í febrúar var það Outlast. Ég er mjög mikið fyrir hrylling, er algjör kjúklingur en samt…

Lesa meira

Þetta haust er búið að vera mjög spennandi fyrir tölvuleikja nörda því bæði Microsoft og Sony hafa gefið út nýjar leikjatölvur, Xbox One og PS4. Einnig hafa komið út leikir á borð við Assassins Creed Black Flag og CoD Ghosts eins og á hverju ári. Margir eru mjög spenntir fyrir þessum leikjum en útaf þeim hafa nokkrir „minni“ leikir ekki fengið jafn mikla athygli. Einn af þeim er nýjasti leikurinn í Ratchet & Clank seríunni. Ég var persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik þar sem Insomniac ákváðu að nýtast við gömlu R&C formúluna. Leikirnir tveir sem komu á undan All…

Lesa meira

Enn einn Pokémon leikur og enn ein ferð sem spilarar þurfa að leggja í til að verða þeir bestu og ná að fanga öll vasaskrímslin. Núna fær leikjaserían að njóta sín í Nintendo 3DS vélinni og lítur leikurinn alveg ótrúlega vel út. Stóra spurningin er samt hvort þetta sé nóg fyrir seríu sem er búin að vera í gangi í 15 ár. Er leikurinn nógu góður fyrir einstaklinga sem eru að byrja að spila Pokémon í fyrsta sinn og fyrir þá sem hafa spilað frá upphafi? Vissar tegundir leikja geta ekki gert miklar breytingar á þeirri formúlu sem fær leikinn…

Lesa meira

Nú fyrir stuttu kom nýjasti leikurinn í Arkham seríunni út, Batman Arkham Origins. Spurning er hvort leikurinn standi undir væntingum sem skapast hafa útaf fyrri leikjum í seríunni Arkham Asylum og Arkham City. Leikurinn er framleiddur af WB. Games Montreal og gefinn út af WB Interactive Entertainment. Breski framleiðandinn Splash Damage gerði fjölspilunar hluta leiksins. Leikurinn stendur  að hluta til undir væntingum og af ákveðnum ástæðum veldur hann vonbrigðum líka, það gæti verið ruglingslegt en ég get útskýrt það. Sagan í leiknum er frábær og spilunin sú sama og í fyrri leikjum með smá viðbótum sem eru alveg meiriháttar, en…

Lesa meira

Nú hefur GTA Online verið í gangi í u.þ.b 3 vikur, en eftir nokkra tæknilega örðugleika lítur allt út fyrir að vera í góðu lagi. Rockstar hefur meira að segja gefið út að þeir ætli að gefa öllum sem lentu í veseni við innskráningu fystu vikuna 500.000 dollara í leiknum. Hinsvegar er ekki hægt að ná aftur karakterum sem hafa glatast vegna mistakanna. Þegar þú stígur inn í heim GTA Online minnir hann mikið á venjulega heiminn þar sem þú leikur Michael, Trevor og Franklin en eini munurinn fyrst um sinn er að karakterinn þinn talar ekki. Þú hittir Lamar…

Lesa meira

Allir þeir sem hafa spilað FIFA undanfarin ár munu finna fyrir öllum þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera góða leiki enn betri, það á svo sannarlega við í FIFA 14. Helsti galli FIFA undanfarin ár hefur verið njósnakerfið, klunnalegt og í raun hundleiðinlegt að nota. Nú er töluvert einfaldara að senda njósnara og fylgjast með hvað þeir eru að gera. Stjórnborð leiksins hefur verið tekið í gegn og minnir alveg ótrúlega mikið á stjórnborðið í Xbox leikjavélinni. Það nýtur sín best í Career Mode, það sem var klunnalegt í fyrri leik er núna…

Lesa meira

Grand Theft Auto V er fimmti leikurinn í hinni umdeildu Grand Theft Auto (GTA) leikjaseríu frá Rockstar. Margir hafa beðið spenntir eftir leiknum sem er talið að hafi kostað allt að £170 milljónir í framleiðslu (sem gera tæpa 33 milljarða íslenskra króna) sem gerir GTA V að dýrasta tölvuleik sögunnar. Leikurinn hefur slegið eldri sölumet og skilaði inn einum milljarði Bandaríkjadala í kassann á aðeins þremur dögum. Hér á landi héldu Gamestöðin og Elko sérstakar GTA V kvöldopnanir og setti leikurinn Íslandsmet í forsölu. En nóg um það, dembum okkur í leikinn! Verið velkomin til Los Santos! Leikurinn gerist…

Lesa meira

Halo er og mun ávallt vera eitt stærsta flaggskipið hjá Xbox vélinni, því var mikið fagnað þegar fyrsti leikurinn var endurgerður og gefinn út í sérstakri afmælisútgáfu. En tímarnir eru aðrir og kröfurnar um góða leiki er kannski aðeins meiri en þegar leikurinn kom fyrst út. Stenst leikurinn væntingarnar eða er þetta bara léleg endurgerð á klassískum leik? Sem betur fer þá er ekki á ferðinni léleg HD útgáfa af leiknum og því fær Halo: CE að njóta sín vel í þessari afmælisútgáfu. Auk þess þá styður leikurinn Kinect , samspili (co-op) var bætt við leikinn sem lítið er hægt…

Lesa meira

Hasar- og sæfæleikurinn Remember Me frá Capcom kom í verslanir fyrr í sumar á PC, PS3 og Xbox 360. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk kvenhetjunnar Nilin sem þarf að berjast gegn óvinum sínum í heimi þar sem minningar eru verðmæti og heilaþvottur daglegt brauð. Leikurinn gerist árið 2084 í Neo-Paris (framtíðar útgáfu af Parísarborg) þar sem minningar eru aðgengilegar og hægt er að eyða þeim út, breyta eða bæta nýjum minningum við. Fyrirtækið Memorize hefur sérhæft sig í að breyta minningum fólks til hins betra og með aðstoð þeirra getur þú haldið í góðu minningarnar og hent þeim slæmu…

Lesa meira

Magic The Gathering tölvuleikirnir hafa bæst í hóp leikja sem koma út á hverju ári með lítilsháttar breytingum og lagfæringum. Þeir hafa sinn hóp aðdáenda sem verða ekki sviknir og henta mjög vel fyrir spjaldtölvur og snjallsíma enda koma þeir í ár út á Android, iPad ásamt Xbox 360 og PS3 eins og áður. Undirritaður spilaði Magic 2014, eins og hann er almennt kallaður, á PS3. Þetta verður stutt rýni, ég fjallaði almennt um leikinn síðasta ár og ég reikna með að flestir sem eru að spá í hann þekki eitthvað til, annars er hægt að kynna sér reglur Magic…

Lesa meira