Vafra: Leikjarýni

Í Cult of the Lamb spilarðu sem lamb sem hefur verið bjargað frá dauðanum af dularfullri veru sem fer fram á að þú endurgjaldir lífgjöfina með því að stofna og stjórna eigin sértrúarsöfnuði. Leikurinn er einstök blanda af tveimur ólíkum spilunarstílum: annars vegar stjórnun og uppbyggingu safnaðarins þar sem þú sérð um fylgjendur þína, byggir fyrir þá byggingar og heldur þeim ánægðum og hins vegar dýflissuherferðir þar sem þú ferð inn í hættulegar dýflissur, safnar auðlindum og berst við óvini. Þessi blanda af samfélagsstjórnun og dýflissukönnun heldur spiluninni ferskri og spennandi. Á meðan þú byggir upp þitt eigið smáríki af…

Lesa meira

Ekki kaupa NBA2K í ár. Ekki einu sinni ef þú ert tilbúinn að styrkja litla sprotafyrirtækið 2K með því að kaupa VC (virtual coins) til að styrkja spilarann þinn og kaupa pakka því að þú munt samt verða fyrir vonbrigðum. Í ár tókst þeim að vera bæði latari og gráðugri en vanalega sem er ekki auðvelt. Það er ekkert nýtt að leikurinn er „pay-to-win“ að mestu leyti og 2K eru hættir að fela það, sérstaklega hvað varðar MyPlayer og MyTeam. Með hverju ári er erfiðara að vinna sig upp án þess að leggja fram pening og það er engin breyting…

Lesa meira

Flestir PlayStation 5 eigendur muna eflaust eftir Astro, litla sæta vélmenninu í Astro’s Playroom sem er ókeypis tölvuleikur sem kynnir spilurum fyrir möguleikum PS5 DualSense fjarstýringarinnar. Nú hefur litla vélmennið snúið aftur í tölvuleiknum Astro Bot sem kom í verslanir þann 6. september og er leikurinn mun stærri og fjölbreyttari en sá fyrri. Geimverur tæta PlayStation í sundur Sagan í leiknum er á þá leið að geimverur komast í PlayStation 5 tölvuna, sem er jafnframt geimskip Astro og félaga, og rífa hana alla í sundur og stela hlutum úr henni. Astro fær það hlutverk í hendurnar að finna tölvupartana aftur…

Lesa meira

Það er viss „power fantasía“ að ímynda sér sig sem 2-3 metra háan risa sem er klæddur þykkri brynju sem stoppar flest allt sem í vegi hennar verður. Warhammer 40K heimurinn sem Games Workshop bjó til árið 1987 hefur vaxið gríðarlega síðustu árin með módelum sem hægt er að stilla upp og mála, bókum, borðspilun, tölvuleikjum, teiknimyndum og fleiru. Að segja að það sé flókið að komast inn í Warhammer og Warhammer 40K heiminn er líklega vægt til orða tekið. Ég er sjálfur almennt ókunnugur honum, fyrir utan að hafa spilað þó nokkra tölvuleiki og lesið fáar bækur sem gerast…

Lesa meira

Það er búin að vera áhugaverð bið eftir fyrsta Star Wars leiknum sem ekki hefur verið hannaður af EA síðustu 10 árin. Þessi leikur er hluti af verkefni Lucas Films til að opna fyrir Star Wars heiminn meira og leyfa öðrum að spreyta sig. Það eru nokkrir leikir í vinnslu eins og er frá hinum ýmsu framleiðendum. Vonandi ná þeir að koma út en það hafa verið margir leikir síðustu árin sem hafa hætt framleiðslu sem lofuðu góðu eins og Star Wars 1313, Project Ragtag og aðrir.  Star Wars: Outlaws er fyrsti Star Wars leikurinn sem gerist í opnum heimi…

Lesa meira

Landnáma (einnig ritað Landnama) er nýr taktískur indíleikur frá þýska tölvuleikjafyrirtækinu Sonderland. Titill leiksins hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra þar sem leikurinn ber sama heiti og ein elsta heimild um landnám Íslands. Nafnið á vel við þar sem markmiðið í leiknum er einmitt að skipuleggja ferðir landnema um Ísland. Það getur þó reynst erfitt þar sem kaldir og erfiðir vetrarmánuðir geta haft örlagaríkar afleiðingar og geta jafnvel komið í veg fyrir að þú náir að nema land. Og þá er það stóra spurningin – hefur þú það sem þarf til að nafn þitt endi í Landnámu? Fallegt stafrænt borðspil…

Lesa meira

Bethesda og ZeniMax Online Studios hafa gefið út nýja viðbót fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO) sem ber heitið Gold Road. Viðbótin kom út fyrir stuttu á PC ogMac og verður fáanleg fyrir leikjavélar Sony og Microsoft síðar í þessum mánuði. Það verða ný svæði til að kanna í ESO: Gold Road; Hægt er að kanna aðra þekkta staði úr Oblivion eins og Anvil og Kvatch sem margir leikmenn ættu að kannast vel við. Það er nýtt 12 manna prófun (trial), Lucent Citadel þar sem leikmenn þurfa að vinna saman og kanna gleymda Daedric dýflissu innan heims Fargrave…

Lesa meira

Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017 og var þróaður og gefinn út af Ninja Theory. Á þeim tíma þá var Ninja Theory sjálfstætt fyrirtæki og gaf út leikinn sinn á bæði PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og jafnvel Nintendo Switch. Núna eru þeir í eigu Microsoft (sem gerir mann áhyggjufullan um framtíð þeirra í ljósi nýlegra frétta um uppsagnir) þannig að leikurinn kemur bara út á PC og Xbox Series X/S til að byrja með. Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017…

Lesa meira

Eftir nær fjögurra ára bið þá er FFVII Rebirth loks lentur. Saga uppáhalds emo gaursins okkar Cloud með stóra sverðið heldur áfram og núna tekur við hinn stóri heimur utan Midgar. Leikjaheimurinn í Rebirth hoppar því um stærðargráðu eins og við var búist, enda fer hópurinn á marga nýja staði og hittir fullt af nýjum karakterum. Það er magnað að hugsa til þess að þetta er bara annar hluti af þríleik en vonandi verður ekki eins langt á milli leikjanna næst. Strax frá byrjun er greinilegt að það er mikið lagt í þennan leik og FFVII lið Square Enix hefur…

Lesa meira

Árið 1987 kom út blóðug og umdeild hasar- og vísindaskáldsögu mynd sem hét RoboCop og var leikstýrð af Paul Verhoeven. Hann leikstýrði einnig Total Recall, Starship Troopers, Basic Instinct og Black Book. Í fyrstu virkaði þetta bara sem enn ein hasarmyndin sem skyldi lítið eftir sig, með tímanum jukust vinsældir hennar og fólk byrjaði að sjá meira í henni en bara hefðbundna hasarmynd, en dag er RoboCop nafnið vel þekkt. Í myndinni var skoðað hvað það er að vera mennskur, græðgi fyrirtækja á kostnað almennings, spilling, einkavæðing löggæslunnar og ádeila á stefnu Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna, á þeim tíma þar…

Lesa meira