Vafra: Leikjarýni
Lost Records: Bloom & Rage – Part 1 er fyrri hluti af tveimur í nýjasta sögudrifna leiknum frá Don’t Nod, höfundum Life is Strange. Leikurinn leiðir okkur í gegnum tilfinningahlaðna og persónudrifna sögu um fjórar vinkonur í smábænum Velvet Cove á tíunda áratugnum. Eins og vænta má frá Don’t Nod, er áherslan á sterka persónusköpun, andrúmsloft og tilfinningaleg tengsl frekar en hraðskreiða atburðarás. Spilendur upplifa söguna í gegnum Swann, feimna og vinafáa kvikmyndanörd sem fangar lífið í smábænum á VHS-myndbandsupptökugræju. Hún og vinkonur hennar skapa ógleymanlegar minningar saman en draugar fortíðar, bæði raunverulegir og yfirnáttúrulegir, fara fljótlega að trufla hversdagsleikann.…
Hetjudáðir Indiana Jones hafa verið mjög vinsælar allt frá að fyrsta kvikmyndin, Raiders of the Last Ark, kom á sjónarsviðið árið 1981. Eftir það komu fjórar aðrar kvikmyndir, sú nýjasta er Dial of Destiny sem kom út árið 2023. Indiana Jones kvikmynda serían var búin til af leikstjóranum George Lucas og var hans „ástarbréf“ til stuttra framhaldsmynda sem voru sýndar í kvikmyndahúsum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Góðvinur Lucas, leikstjórinn Steven Spielberg, leikstýrði öllum myndunum nema þeirri nýjustu. Það sem gerði þessar myndir svo skemmtilegar og vinsælar var að þær voru hrein ævintýra-nostalgía. Aðalpersónan var auðvitað hann Indiana…
Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Bjarki Þór og Unnur Sól fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja í fimmtugasta þætti Leikjavarpsins! Í þættinum er kafað í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom og skipst á skoðunum – athugið að umræðan er laus við alla spilla! Unnur Sól gagnrýndi leikinn og gaf leiknum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér á Nörd Norðursins. Einnig er farið yfir valin atriði úr Xbox Partner Preview þar sem Xbox og þeirra samstarfsaðilar kynna væntanlega leiki á Xbox leikjatölvurnar – þar má m.a. nefna Subnautica 2.
Loksins kom að því að Zelda, hin goðsagnakennda prinsessa, fékk réttmætt aðalhlutverk í splunkunýjum leik. Í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom tekur Zelda við kyndlinum frá Link í fyrsta skipti í sögu Zelda seríunnar. Þetta kemur ekki aðeins sem ferskur blær fyrir seríuna heldur er leikurinn sjálfur blanda af gömlu og nýju, þar sem frjálslegt eðli nýrra Zelda leikja sameinast dýflissum og þrautum úr klassísku leikjunum. Það sem kom mér sérstaklega á óvart var að þessi leikur var alls ekki bara aukaleikur – hann er mikilvægur hluti af seríunni, með góðri blöndu af nýsköpun og nostalgíu. Heimurinn í…
Fyrir tæpum tveimur árum kom út leikurinn God of War: Ragnarök á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjavélar Sony. Leikurinn var beint framhald leiksins God of War frá árinu 2018 sem við hjá Nörd Norðursins fjölluðum um á sínum tíma. Leikurinn seldist mjög vel og fékk góða dóma hjá bæði gagnrýnendum og leikjaspilurum. Sá leikur var hálfgerð „endurræsing“ God of War seríunnar, án þess að þurrka út söguna sem hafði verið sögð í eldri leikjunum. Norræn goðafræði kom nú við sögu og Kratos og sonur hans Aterus blönduðust fljótt í baráttu guðanna sem endaði með dauða Guðsins, Baldurs og táknaði…
Í Cult of the Lamb spilarðu sem lamb sem hefur verið bjargað frá dauðanum af dularfullri veru sem fer fram á að þú endurgjaldir lífgjöfina með því að stofna og stjórna eigin sértrúarsöfnuði. Leikurinn er einstök blanda af tveimur ólíkum spilunarstílum: annars vegar stjórnun og uppbyggingu safnaðarins þar sem þú sérð um fylgjendur þína, byggir fyrir þá byggingar og heldur þeim ánægðum og hins vegar dýflissuherferðir þar sem þú ferð inn í hættulegar dýflissur, safnar auðlindum og berst við óvini. Þessi blanda af samfélagsstjórnun og dýflissukönnun heldur spiluninni ferskri og spennandi. Á meðan þú byggir upp þitt eigið smáríki af…
Ekki kaupa NBA2K í ár. Ekki einu sinni ef þú ert tilbúinn að styrkja litla sprotafyrirtækið 2K með því að kaupa VC (virtual coins) til að styrkja spilarann þinn og kaupa pakka því að þú munt samt verða fyrir vonbrigðum. Í ár tókst þeim að vera bæði latari og gráðugri en vanalega sem er ekki auðvelt. Það er ekkert nýtt að leikurinn er „pay-to-win“ að mestu leyti og 2K eru hættir að fela það, sérstaklega hvað varðar MyPlayer og MyTeam. Með hverju ári er erfiðara að vinna sig upp án þess að leggja fram pening og það er engin breyting…
Flestir PlayStation 5 eigendur muna eflaust eftir Astro, litla sæta vélmenninu í Astro’s Playroom sem er ókeypis tölvuleikur sem kynnir spilurum fyrir möguleikum PS5 DualSense fjarstýringarinnar. Nú hefur litla vélmennið snúið aftur í tölvuleiknum Astro Bot sem kom í verslanir þann 6. september og er leikurinn mun stærri og fjölbreyttari en sá fyrri. Geimverur tæta PlayStation í sundur Sagan í leiknum er á þá leið að geimverur komast í PlayStation 5 tölvuna, sem er jafnframt geimskip Astro og félaga, og rífa hana alla í sundur og stela hlutum úr henni. Astro fær það hlutverk í hendurnar að finna tölvupartana aftur…
Það er viss „power fantasía“ að ímynda sér sig sem 2-3 metra háan risa sem er klæddur þykkri brynju sem stoppar flest allt sem í vegi hennar verður. Warhammer 40K heimurinn sem Games Workshop bjó til árið 1987 hefur vaxið gríðarlega síðustu árin með módelum sem hægt er að stilla upp og mála, bókum, borðspilun, tölvuleikjum, teiknimyndum og fleiru. Að segja að það sé flókið að komast inn í Warhammer og Warhammer 40K heiminn er líklega vægt til orða tekið. Ég er sjálfur almennt ókunnugur honum, fyrir utan að hafa spilað þó nokkra tölvuleiki og lesið fáar bækur sem gerast…
Það er búin að vera áhugaverð bið eftir fyrsta Star Wars leiknum sem ekki hefur verið hannaður af EA síðustu 10 árin. Þessi leikur er hluti af verkefni Lucas Films til að opna fyrir Star Wars heiminn meira og leyfa öðrum að spreyta sig. Það eru nokkrir leikir í vinnslu eins og er frá hinum ýmsu framleiðendum. Vonandi ná þeir að koma út en það hafa verið margir leikir síðustu árin sem hafa hætt framleiðslu sem lofuðu góðu eins og Star Wars 1313, Project Ragtag og aðrir. Star Wars: Outlaws er fyrsti Star Wars leikurinn sem gerist í opnum heimi…