Vafra: Leikjarýni
Larry ævintýraleikirnir eiga sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1987 þegar leikurinn Leisure Suit Larry – in the Land of the Lounge Lizard kom út. Upprunalegi leikurinn var hannaður af Al Lowe og Mark Crowe og gefinn út af Sierra On-Line fyrir PC og Apple II. Leiknum gekk ekkert sérstaklega vel í fyrstu og hafði fullorðins efniviður leiksins þar mikið um að segja. Búðir voru ekki spenntar fyrir því að selja eða auglýsa leikinn. Þrátt fyrir það, þá seldist leikurinnt mjög vel og skilaði góðum hagnaði í lok árs. Á árunum 1988-1996 komu út fimm Leisure Suit Larry…
Red Dead Redemption 2 er besti opni leikjaheimur sem ég hef spilað í og margt í honum sem hrífur mann. En hann er gallað meistaraverk og því meira sem þú spilar hann því meira koma gallarnir í ljós. Sagan byrjar vel, þú ert hægri hönd Dutch Van der Linde sem leiðir gengi sem minnir meira á stóra fjölskyldu. Nýlega hafði ránstilraun klúðrast og þið eruð á flótta í snjóbyl. Með þrautseigju lifið þið af, komist á hlýjari slóðir og heimurinn opnast. Fljótlega er hægt að gera það sem maður vill í þessum stóra, flotta heimi og halda áfram með söguna…
Red Dead Redemption kom út fyrir 8 árum svo að maður býst við talsverðum framförum í útliti og spilun og Rockstar svíkur ekki þar frekar en fyrri daginn. Þú ert Arthur Morgan (vonandi er þetta tilvísun í Morgan Kane bækurnar sem voru vinsælar hér á landi fyrir langa löngu) og ert hægri hönd Dutch, leiðtoga gengis. Reyndar er þetta ekki dæmigert gengi og minnir frekar á stóra fjölskyldu í leit að betra lífi. RDR2 tekur sinn tíma í að kynna þig fyrir heiminum og þú byrjar á flótta undan réttvísinni í brjáluðum snjóbyl eftir misheppnaða ránstilraun. Í fyrstu minnir þetta…
Þrátt fyrir að hafa gaman af körfuboltaleikjum hafði undirritaður ekkert heyrt um Playgrounds seríuna, sem hófst reyndar bara í fyrra, en núna er Playgrounds 2 kominn og búinn til af Saber Interactive eins og árið áður. Strax og maður sér 2K logoið (en þeir keyptu seríuna í ár) þá hugsar maður um aukagreiðslur innan leiksins en í einfeldni minni þá bjóst ég ekki við því heldur reiknaði með litlum leik þar sem maður gat valið sína leikmenn og farið í gamla “NBA JAM” fílinginn. Því var það frekar skondið að það fyrsta sem maður sér það eru nokkrir ókeypis pakkar…
Rétt um ári eftir útgáfu hins vel heppnaða Assassin’s Creed: Origins er franski útgáfurisinn Ubisoft mættur aftur til leiks, að þessu sinni með Assassin’s Creed: Odyssey þar sem sögusviðið er Grikkland hið forna. Assassin’s Creed: Origins var stórt stökk frá árlegum Assassin’s Creed leikjum árin á undan og skilaði pásan sér vel, en fyrirtækið tók við sér eftir vonbrigði spilara með AC: Unity árið 2014 sem kom frekar illa út og virkaði líkt og hann væri ekki fullkláraður. NÝJU LÍFI BLÁSIÐ Í SERÍUNA AC: Origins var stór breyting á þessari seríu Ubisoft sem spannar nú alls 11 leiki í aðalseríunni…
Haustið er komið og það þýðir auðvitað að við fáum nýjan leik í FIFA seríu EA Sports. Hvað er nýtt þetta árið? Það er algengasta spurningin. Stóri hluturinn þetta árið að mati flesta er að EA Sports er loks komið með leyfin á ný fyrir UEFA Meistaradeildina, Evrópukeppnina og Súper Bikarinn af PES seríu Konami. Þessi viðbót við leikinn þetta árið er mjög áberandi þegar spilað er, hvort sem a í þeim leikstílum sem eru í boði eða í gegnum söguna í The Journey. Tónlistin og grafík er með helstu merki og lógó þegar er spilað í Meistaradeildinni og fá…
Fyrst smá formáli þar sem við lítum yfir síðustu ár greinarhöfunds með NBA2K seríuna. NBA2K16 pirraði mig hrikalega og þar með fjölskyldu mína þegar ég var gargandi á sjónvarpið seint á kvöldin. En ég spilaði hann því að ég hef gaman af körfuboltaleikjum og hann var ekki alslæmur þrátt fyrir pirrandi galla. NBA2K17 fannst manni stökk framávið í spilun. Smágreiðslur eða “microtransactions” hafa lengi verið hluti af seríunni en það truflaði mig ekki, ég gat plumað mig áfram og þróun leikmanna og liða var ásættanleg. Þangað til núna. Ég spilaði ekki NBA2K18 en hef heyrt að hann sé jafnvel verri…
„Just when I thought I was out they pull me back in again“ ætti að vera skrifað á legstein World of Warcraft þ.e.a.s. ef þessi nær fimmtán ára leikur deyr einhvern tímann. Þetta er ekki fyrsta sinn sem mér dettur þessi lína í hug í tengslum við WoW en núna var ég með frá upphafi nýs viðbótar, allt frá þegar Magni Bronsskeggur byrjaði að taka á móti hetjum í Silithus fyrir um mánuði síðan. Það var eitthvað við þessa viðbót sem kveikti í gamla „vanillu-wow“ spilaranum í mér, yfirleitt kaupi ég þessar viðbætur löngu eftir útgáfudag þegar Blizzard byrjar að…
Ofurhetjan Spider-Man frá Marvel Comics hönnuð af Stan Lee og Steve Ditko á sér langa sögu, allt frá því að birtast í fyrsta sinn í Amazing Fantasy #15 árið 1962 yfir í ótal teiknimyndablöð, teiknimyndir, sjónvarpsþætti, þrjár mismunandi kvikmyndaseríur og ótal misgóðum tölvuleikjum í gegnum árin. Nú er komið að Insomniac Games sem hingað til hafa verið einna þekktastir fyrir Spyro, Ratchet & Clank og Resistance leikina. Þetta er ekki þeirra fyrsti leikur í opnum heimi, þeir gerðu einnig Sunset Overdrive sem kom út fyrir Xbox One árið 2014. Eitt af því sem fólk tekur eftir þegar byrjað er á…
Haustið er að byrja og það þýðir bara eitt fyrir okkur sem spila tölvuleiki, og það er að nýir PES og FIFA fótboltaleikir koma út og fjörið í kringum allar þær leikjaútgáfur sem væntanlegar eru fram að jólum hefst fyrir alvöru. Eins og í fyrra þá er PES eða Pro Evo (Pro Evolution Soccer eins og hann heitir fullu nafni) fyrstur á teiginn, mánuði á undan FIFA 19. Hvernig mun það koma út fyrir Konami og er leikurinn nógu góður til að berjast við risann frá EA Sports? Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikil breyting á milli ára þegar…