Vafra: Leikjarýni

Haustið er komið og það þýðir auðvitað að við fáum nýjan leik í FIFA seríu EA Sports. Hvað er nýtt þetta árið? Það er algengasta spurningin. Stóri hluturinn þetta árið að mati flesta er að EA Sports er loks komið með leyfin á ný fyrir UEFA Meistaradeildina, Evrópukeppnina og Súper Bikarinn af PES seríu Konami. Þessi viðbót við leikinn þetta árið er mjög áberandi þegar spilað er, hvort sem a í þeim leikstílum sem eru í boði eða í gegnum söguna í The Journey. Tónlistin og grafík er með helstu merki og lógó þegar er spilað í Meistaradeildinni og fá…

Lesa meira

Fyrst smá formáli þar sem við lítum yfir síðustu ár greinarhöfunds með NBA2K seríuna. NBA2K16 pirraði mig hrikalega og þar með fjölskyldu mína þegar ég var gargandi á sjónvarpið seint á kvöldin. En ég spilaði hann því að ég hef gaman af körfuboltaleikjum og hann var ekki alslæmur þrátt fyrir pirrandi galla. NBA2K17 fannst manni stökk framávið í spilun. Smágreiðslur eða “microtransactions” hafa lengi verið hluti af seríunni en það truflaði mig ekki, ég gat plumað mig áfram og þróun leikmanna og liða var ásættanleg. Þangað til núna. Ég spilaði ekki NBA2K18 en hef heyrt að hann sé jafnvel verri…

Lesa meira

„Just when I thought I was out they pull me back in again“ ætti að vera skrifað á legstein World of Warcraft þ.e.a.s. ef þessi nær fimmtán ára leikur deyr einhvern tímann. Þetta er ekki fyrsta sinn sem mér dettur þessi lína í hug í tengslum við WoW en núna var ég með frá upphafi nýs viðbótar, allt frá þegar Magni Bronsskeggur byrjaði að taka á móti hetjum í Silithus fyrir um mánuði síðan. Það var eitthvað við þessa viðbót sem kveikti í gamla „vanillu-wow“ spilaranum í mér, yfirleitt kaupi ég þessar viðbætur löngu eftir útgáfudag þegar Blizzard byrjar að…

Lesa meira

Ofurhetjan Spider-Man frá Marvel Comics hönnuð af Stan Lee og Steve Ditko á sér langa sögu, allt frá því að birtast í fyrsta sinn í Amazing Fantasy #15 árið 1962 yfir í ótal teiknimyndablöð, teiknimyndir, sjónvarpsþætti, þrjár mismunandi kvikmyndaseríur og ótal misgóðum tölvuleikjum í gegnum árin. Nú er komið að Insomniac Games sem hingað til hafa verið einna þekktastir fyrir Spyro, Ratchet & Clank og Resistance leikina. Þetta er ekki þeirra fyrsti leikur í opnum heimi, þeir gerðu einnig Sunset Overdrive sem kom út fyrir Xbox One árið 2014. Eitt af því sem fólk tekur eftir þegar byrjað er á…

Lesa meira

Haustið er að byrja og það þýðir bara eitt fyrir okkur sem spila tölvuleiki, og það er að nýir PES og FIFA fótboltaleikir koma út og fjörið í kringum allar þær leikjaútgáfur sem væntanlegar eru fram að jólum hefst fyrir alvöru. Eins og í fyrra þá er PES eða Pro Evo (Pro Evolution Soccer eins og hann heitir fullu nafni) fyrstur á teiginn, mánuði á undan FIFA 19. Hvernig mun það koma út fyrir Konami og er leikurinn nógu góður til að berjast við risann frá EA Sports? Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikil breyting á milli ára þegar…

Lesa meira

Warhammer 40.000 á uppruna sinn í borðspilun og fígúrum frá Warhammer fantasíu heiminum þar sem stríð er stanslaust og blóð ávallt flæðandi. Games Workshop fyrirtækið heldur utan um þennan gríðalega stóra og flókna heim og kemur að útgáfu efnis sem byggir á þessum heimi, hvort sem það eru bækur, tölvuleikir og jafnvel ein tölvugerð teiknimynd. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsælt form til að segja sögur og má helst nefna herkænskuleikina Dawn of War ásamt Warhammer 40k: Space Marine þriðju persónu hasar leik sem var hannaður af Relic Entertainment; þeim sömu og gerðu Dawn of War. Nú er komið af nýjum…

Lesa meira

Breska fyrirtækið Three Fields Entertainment var stofnað eftir að margir fyrrum starfsmenn Criterion Games yfirgáfu fyrirtækið og stofnuðu ný leikjastúdíó. Fyrir tveimur árum gaf fyrirtækið út sinn fyrsta leiki, Dangerous Golf, sem var blanda af Crash Mode úr gömlu Burnout leikjunum og PGA golfleik. Ári síðar kom út Danger Zone sem var nær Crash Mode og gerðist allur á lokaðri prufubraut. Nú er fyrirtækið mætt með Danger Zone 2 sem er opnari leikur en áður sem minnir mikið á það sem gerði Crash Mode svo skemmtilegt. Leikurinn keyrir á nýju Unreal 4 grafíkvélinni og keyrir í allt að 4k upplausn…

Lesa meira

The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Þannig að betra nafn væri keppnisleikur og keppnissvæðið þitt eru gervöll Bandaríkin en það er líka hægt að skoða sig um, taka myndir og uppgötva ýmislegt. The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Leikurinn reynir að gera marga hluti en það hefur verið talað um The Crew 2 sem „CaR-P-G“ með tilvísan í RPG leiki sem þýðir…

Lesa meira

Red Faction: Guerrilla kom upprunalega út árið 2009 á PC, PS3 og Xbox 360, leikurinn fékk fína dóma og seldist vel fyrir gamla THQ fyrirtækið. Leikurinn var hannaður af Volition sem höfðu áður gert leiki eins og FreeSpace, Summoner, Saint’s Row og fyrri Red Faction leikina. Fyrsti Red Faction leikurinn sem kom út árið 2001 kynnti til leiks „Geo-Mod“ nýjungina sem er eyðileggingartækni þar sem leikmenn gátu sprengt upp umhverfið til að opna fyrir nýjar leiðir. Red Faction: Guerrilla tók þetta skrefinu lengra með Geo-Mod 2.0 og bauð uppá eyðileggingu á stórum byggingum og nær öllu sem þú sást, það…

Lesa meira

Summerset er nýjasta viðbótin fyrir fjölspilunar- og hlutverkaleikinn The Elder Scrolls Online frá ZeniMax Online Studios. Um þetta leyti í fyrra gáfu þeir út hinn stórgóða Morrowind aukapakka sem bætti við vinsælum stað fyrir aðdáendur Elder Scrolls leikjanna til að heimsækja á ný. Með Summerset er aftur farið til eldri staðar, einhvers sem hefur ekki sést í tölvuleik síðan að The Elder Scrolls: Arena kom út árið 1994. Summerset Isles er stærra svæði en Vvanderfell eyjan sem stór hluti Morrowind gerist á. Svæðið sem um ræðir er heimkynni Álfanna og er gamalt og dularfullt svæði sem drottningin Ayrenn hefur ákveðið að opna…

Lesa meira