Vafra: Greinar
KYNNING Hvað gerir þú í daglegu amstri? Ég er hugbúnaðarsérfræðingur hjá Creditinfo og sinni allskyns viðhaldsvinnu og þjónustu í gagnagrunnum. Fyrir utan borðspil þá stunda ég mikla útivist og nýti hvert tækifæri til að hlaupa upp á fjöll. Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum? Ætli það hafi ekki verið fyrir um 10 árum síðan þegar ég keypti Risk 2210 eftir að hafa heyrt meðmæli frá vinnufélaga. Við skólafélagarnir spiluðum það annað slagið og færðum okkur síðan yfir í Catan. Þaðan stökk ég út í djúpu laugina og byrjaði að spila Twilight Imperium 3rd edition. Eftir það var ekki aftur…
Góðan dag kæru lesendur. Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að kynnast fleiri einstaklingum sem eru að spila borðspil í öllum sínum frítíma. Ég ákvað því að byrja með nýjan lið sem ég kýs að kalla Leikpeð Mánaðarins. Hugmyndinni er stolið (já stolið, #noshame) frá þráðum af /r/boardgames á Reddit sem kallast Meeple of the Week. Fyrsti viðmælandinn er Kristinn Haukur Guðnason en hann byrjaði nýlega með Snapchattið: spilasnap og ég hef haft gaman að fylgjast með því. Hann hefur m.a kynnt spilin Flick’em Up, Sushi Go Party og hið minna þekkta Kremlin. KYNNING Hvað gerir þú í daglegu…
Oft þegar maður er kominn á kaf í eitthvert áhugamál þá á maður það til að finna fyrir löngun til að halda utanum einhverskonar tölfræði af ýmsu tagi. Í mínu tilviki er það að halda utan um hve mörg spil ég á, hvenær ég spila, með hverjum og jafnvel hvar. Hversu mörg stig fékk ég í tilteknu spili og hvort mér hafi tekist að bæta mitt persónulega met. Síðan í maí 2016 hef ég notast við smáforrit (e. app) sem kallast BG Stats og er enn sem komið einungis fáanlegt á iOS ($2.99). Ég veit þó að verið er að…
Rob Daviau er nafn sem margir borðspilaunnendur hafa líklegast lagt á minnið en hann er þekktastur fyrir að gefa út ákveðna tegund af spilum undir Legacy nafninu. Rob hefur þó komið að fjölmörgum öðrum spilum og vann meðal annars hjá Hasbro í 14 ár og hannaði m.a titla eins og Axis and Allies: Pacific, Heroscape, Clue: Harry Potter en þar spratt hugmyndin að Legacy spili fyrst fram, Betrayal at the House on the Hill og að sjálfsögðu Risk Legacy! Auk þess hefur hann ritað fjölda greina sem snúa að hönnun borðspila og skrifaði m.a kafla í bókinni Kobold’s Guide to…
Gallinn við góð borðspil er að maður vill spila þau aftur og aftur, en eftir síendurteknar spilanir fer nýja brumið að fara af þeim – maður lærir öll spjöldin utanað, kann réttu viðbrögðin við öllum atburðunum, og spilið hættir að vera jafn spennandi og það var. Hvað er þá til ráða? Jú auðvitað að finna viðbót við spilið. Hér eru fimm viðbætur við vinsæl spil sem koma út síðar á árinu og við hlökkum til að sjá blása nýju lífi í gömlu góðu spilin… Betrayal at House on the Hill: Widow’s Walk Margir hafa beðið lengi eftir viðbót við klassíska…
Spunaspil hafa lengi vel verið með stimpil á sér, sem samanber að spilarar þess sé litlir bólugrafnir nördar sem ganga um skógvaxið lendi með atgeir í hendi og klæddir brynju, að því viðbættu að eiga heima í kjallaranum hjá mömmu sinni. Svipaður hugsunargangur hefur ríkt lengi um ýmis áhugamál, til dæmis tölvuleikjaspilun eins og margur hver lesandi Nörd Norðursins (fyrir utan atgeirinn og brynjuna kannski) stundar. En núna eru nýjir tímar og tölvuleikir hafa hlotið félagslegt samþykki (upp að vissu marki). Hinsvegar lifir nördalegi frændinn, spunaspilið, enn neðanjarðar lífi og það litla sem umheimurinn veit (eða heldur að hann viti)…