Tajemnicze Domostwo, eins og það heitir á frummálinu (spilið er einnig til í mjög svipaðri útgáfu á ensku og heitir þá Mysterium, en hér verður notast við pólsku frumútgáfuna), er samvinnuspil fyrir 2-7 spilara sem gengur út á að koma nákvæmum upplýsingum til skila eingöngu með fjölbreyttum myndspilum. Spilarar taka að sér hlutverk miðla sem reyna að leysa morðgátur með aðstoð „draugs“ sem sendir þeim vísbendingar í formi mynda. Nái þeir að túlka myndirnar rétt á nógu fáum umferðum komast þeir að því hver framdi morðið, hvar og með hvaða morðvopni, og hafa þá leyst morðgátuna og unnið spilið. Spilið…
Author: Þóra Ingvarsdóttir
Hvern hefur ekki innst inni dreymt um að fá að prófa að vera eitt af skrímslunum sem hafa gegnum kvikmyndasöguna herjað á stórborgir og lagt þær í rúst? Höfundar borðspilsins Terror in Meeple City (einnig þekkt sem Rampage), gefið út af Repos Production fyrir nokkrum árum, kannast a.m.k. greinilega við þá tilfinningu. 2 til 4 spilarar taka að sér hlutverk skrímslis sem vill leggja í rúst borgina Meeple City og éta íbúa hennar. Svona eins og skrímsli gera. Hver spilari velur sér skrímsli og fær handahófskennt úthlutað einum opinberum hæFileika og einum leyndum hæfileika, sem er oft öflugri en sjaldnar…
Gallinn við sum spil er að þau henta oft best fyrir tiltekinn fjölda spilara, og ef maður er ekki með réttan fjölda geta þau virkað verr eða jafnvel verið óspilanleg. Eitt dæmi um þetta, sem ég hef oft lent í því, er þegar maður er með tiltölulega stórum hóp af fólki sem vill spila saman, en þar sem ekkert spil tekur nógu marga spilara verður hópurinn að skipta sér og spila tvö eða jafnvel þrjú spil, hvert í sínu horni. Hér eru nokkur spil sem hefðu bjargað málunum í þessum kringumstæðum, þar sem þau henta betur eftir því sem spilararnir…
Carcassonne er Spiel des Jahres verðlaunað spil fyrir 2-5 spilara frá Rio Grande Games sem flestir ættu að kannast við. Það kom fyrst út fyrir um 15 árum og hefur lítið dalað í vinsældum síðan þá. Spilarar skiptast á að draga reiti (e. tiles) og úr þeim mynda þeir saman nokkurskonar landakort með borgum, vegum, klaustrum og engjum. Sigurvegarinn er síðan sá sem nær að ljúka sem flestum af þessum hlutum á kortinu á gefinn hátt. Umferðin hefst á því að spilari dregur reit af handahófi. Reitirnir eru næstum allir mismunandi, en innihalda allir hluta af a.m.k. einu landfræðilegu fyrirbæri…
Drekar, dýflissur, galdrar og illir andstæðingar sem eiga alltof mikið af svörtum fötum – klassískir fantasíuheimar hafa alltaf verið mikilvægur hluti af nördakúltúrnum, og borðspilin eru þar engin undantekning. Hér eru fimm frábær borðspil fyrir þá sem vilja draga galdrasverð sitt úr slíðri og leggja í hættuþrungna fantasíuför … Lord of the Rings Það væri ótækt að gera nokkurn fantasíulista án þess að Hringsdróttinssaga Tolkiens kæmi að minnsta kosti einu sinni fyrir. Það þarf væntanlega ekki að kynna efni þessarar frumstoðar fantasíuheimsins fyrir lesendum Nörd Norðursins, og að sjálfsögðu eru til ótal borð- og kortaspil byggð á henni. Þeirra vinsælast…
Machi Koro er tiltölulega nýlegt spil (kom fyrst út 2012) fyrir 2-4 spilara, þar sem keppst er um að smíða sem stærsta og glæsilegasta borg. Hver bygging sem byggð er gefur eiganda hennar undir mismunandi kringumstæðum mismunandi fjölda gullpeninga, sem síðan eru notaðir til að kaupa fleiri byggingar. Sá sem er fyrstur að byggja fyrirfram ákveðið sett af dýrum byggingum vinnur síðan spilið. Machi Koro er ekki flókið í uppbyggingu – það samanstendur af spilastokki, slatta af pappírspeningum, og nokkrum teningum. Spilin sýna mismunandi tegundir bygginga sem hægt er að setja upp í borginni, allt frá hveitiökrum til verslunarmiðstöðva og…
Íþróttir eru mörgum sérstaklega ofarlega í huga þessa dagana þar sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur verið að leika listir sínar í Frakklandi við góðar undirtektir. Í tilefni þess ákvað ég að fjalla aðeins um íþróttatengd borðspil. Það kemur hinsvegar í ljós við nánari skoðun og yfirlit að þrátt fyrir að bæði íþróttir og borðspil séu og hafi lengi verið hluti af vestrænni afþreyingarmenningu, hefur furðu lítill samruni orðið milli þeirra. Það er hægt að finna borðspil sem ganga út á allt milli himins og jarðar, en það er lítið úrval af góðum íþróttaborðspilum. Það eru vissulega til spil með…
Discworld fantasíubækurnar eftir hinn sáluga Terry Pratchett eru næstum jafn vinsælar og þær eru margar – þær þykja ákaflega góðar og eru ómissandi í fantasíubókasafnið. Eins og gildir um margar vinsælar bóka- eða þáttaseríur hafa komið út ýmis borðspil byggð á þeim; með nýlegri Discworld spilum er The Witches, borðspil frá Treefrog Games fyrir 1-4 spilara. Þeim sem þekkja til Discworld heimsins verður það augljóst að The Witches byggir á sögunum um nornirnar í Lancre, göldróttar konur sem kalla ekki allt ömmu sína (þó ein þeirra heiti vissulega Granny Weatherwax). Í bókunum kljást nornirnar við ýmis vandamál, náttúruleg sem yfirnáttúruleg,…
Miðað við gífurlegar vinsældir ævintýra galdrastráksins hafa furðu fá stór borðspil komið út sem tengjast Harry Potter, flest hafa verið fyrir börn. USAopoly tilkynnti á dögunum að von er á meira „fullorðins“ stokkaspili (e. deck-building game) um Harry Potter frá þeim síðar á þessu ári. Mjög lítið hefur verið sagt um spilið á þessu stigi, en aðdáendur Harrys geta hlakkað til að prófa það í september.
Ég á við tvö vandamál að stríða – í fyrsta lagi þekki ég aldrei nógu marga sem eru til í að taka borðspil með mér, og í öðru lagi þekki ég svo margt fólk sem hefur ekki áhuga á borðspilum. Auðveldasta lausnin á þessu vandamáli er kannski augljós, en hvernig er best að sýna nýju fólki hversu skemmtilegt borðspilaáhugamálið getur verið? Hér eru nokkur ráð sem hafa reynst mér vel. Að horfa á myndband er góð skemmtun Það eru ekki allir sem treysta sér beint í að spila strax sjálfir flóknari borðspil, sérstaklega ef þeir hafa ekkert spilað síðan lúdó…