Fyrir nokkrum dögum færðum við ykkur fréttir af því að Grand Theft Auto VI hefði fengið útgáfudag og það yrði ekki á þessu ári eins og allir héldu, í stað þess kæmi leikurinn út þann 26. Maí 2026. Mögulega til að sefa sárustu sorg Internetsins þá gáfu Rockstar Games út sjóðheitan trailer fyrir GTA 6 fullan af nýju efni að skoða og meira af sögu leiksins og aðalpersónum hans. Í texta undir myndbandi leiksins þá stendur; „Jason og Lucia hafa alltaf vitað að spilin eru þeim ekki í hag. En þegar auðvelt rán fer úrskeiðis lenda þau á myrkustu hlið…
Author: Sveinn A. Gunnarsson
Í desember í fyrra leikurinn Indiana Jones and the Great Circle kom út á PC og Xbox Series og fékk fína dóma með um 86 af 100 á Metacritic vefnum. Við tókum fyrir PC útgáfu leiksins hérna á Nörd Norðursins og gáfum honum 4 af 5 mögulegum í einkunn. “Það var ljóst að The Great Circle var gerður af fólki sem hefur séð myndirnar um Indiana Jones örugglega svipað oft og ég í gegnum árin. Ást þeirra á viðfangsefninu var mjög sjáanleg í gegnum spilun mína á leiknum og margir skemmtilegir nostalgíu-partar í leiknum fyrir þá sem hafa haft gaman…
Rockstar Games og Take Two voru að tilkynna að einn eftirstóttasti leikur fyrr og síðar, Grand Theft Auto VI muni nú koma út þann 26. Maí 2026. Það hafði verið búist lengi við að leikurinn kæmi út næsta haust/vetur og höfðu margir leikja útgefendur verið hikandi að negla niður tímasetningar á leiki þeirra til að forðast risann sem er GTA serían. GTA V sem kom fyrst út fyrir PlayStation 3 og Xbox 360 og síðar á PS4, Xbox One og síðan á ný á fyrir PS5 og Xbox Series hefur selt í yfir 210 Miljón eintök á öllum þessu tölvum…
Í vikunni staðfesti Sony og Sucker Punch Productions og leikurinn Ghost of Yōteihafi fengið útgáfudag og muni koma út þann 2. október á þessu ári. Leikurinn er sjálfstætt framhald af Ghost of Tsushima sem við höfum áður fjallað um hérna á vef Nörd Norðursins. Fyrsti leikurinn kom hressilega á óvart á sínum tíma og varð fljótt einn af uppáhalds PlayStation 4 leikjum margra. Hann fékk síðar PlayStation 4 Pro uppfærslu og síðar PlayStation 5 útgáfu og útgáfu á PC sem við höfum einnig fjallað um. Bjarki gaf leiknum 4,5 af 5 mögulegum í gagnrýni sinni og sagði um leikinn; “Með…
Clair Obscur: Expedition 33 frá Sandfall Interactive og útgefandanum Kepler Interactive hefur náð miklum árangri síðan hann kom út þann 24. apríl síðastliðinn, með yfir 1 milljón seldum eintökum á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S. Leikurinn er einnig aðgengilegur í áskriftarþjónustunni Game Pass á PC og Xbox Series X/S, en sá spilunarfjöldi telst ekki með í opinberum sölutölum. Leikurinn skartar þekktum raddleikurum á borð við: Sandfall Interactive er nýstofnað leikjastúdíó skipað um 30 manns, þar á meðal mörgum fyrrverandi starfsmönnum frá Ubisoft.Samkvæmt stofnanda og yfirmanni fyrirtækisins, Guillaume Broche, var ein helsta hvatningin að þróa Clair Obscur sú tilfinning…
Eftir ótal orðróma og leka þá virðist Bethesda fyrirtækið loksins tilbúið að svipta hulunni af endurgerðinni af The Elder Scrolls IV: Oblivion með kynningu á morgun. Í pósti á Twitter/X í dag þá var staðfest tímasetning fyrir kynningu á morgun um 15:00 að Íslenskum tíma á Twitch og Youtube rásum Bethesda. Þó að það hafi ekki verið staðfest hvaða leik það ætti að kynna nákvæmlega, þá var ekki beint erfitt að giska hvað gæti verið kynnt. Miðað við að það var stórt IV merki á miðri myndinni og myndefni undir því sem minnti óneitanlega á opinbert efni úr Oblivion. Við…
Norska fyrirtækið Funcom hefur tilkynnt að MMO „Survival“ leikur þeirra, Dune Awakening þurfi aðeins lengri tíma í vinnslu og á nú að koma út í byrjun Júní á þessu ári. Leikurinn er einning í vinnslu fyrir PlayStation 5 og Xbox Series vélum, en ekkert hefur verið staðfest með þær útgáfur eins og er. Þýdd Fréttatilkynning frá Funcom og Legendary Entertainment Kæru notendur, Þetta eru spennandi tímar – við nálgumst útgáfu leiksins og höfum nýlega hafið umfangsmikla forspilunar beta þar sem hundruð fjölmiðla og samfélagsmiðla fólk prófuðu fyrstu hluta leiksins, til að birta umfjallanir þeirra þann 25. apríl. Undanfarin vikur höfum…
Þýdd Fréttatilkynning frá Bethesda og Xbox Game Studios Þann 17. apríl mun MachineGames, í samstarfi við Lucasfilm Games, gefa út hinn margverðlaunaða leik Indiana Jones and the Great Circle™ á PlayStation 5. Leikuinn hlaut D.I.C.E. Ævintýraleikur ársins, sem náði yfir 40 fullkomnum umsögnum og kom fram á meira en 50 „Best of“ og „Leikur ársins“ listum árið 2024, forpantanir eru nú fáanlegar á PlayStation 5. Þeir sem kaupa Premium Edition eða Collector’s Bundle fá tveggja daga forskot og geta byrjað að spila 15. apríl. Raddleikararnir, Troy Baker og Nolan North, sem eru fólki vel kunnugir og fagna öllu því sem…
Eftir nokkra seinkun þá er leikurinn Assassin’s Creed: Shadows loksins kominn út á PS5, PC/Mac og Xbox Series vélarnar. Það er ekki annað hægt að segja en að franski leikjaútgefandinn Ubisoft sé búinn að eiga nokkur erfið ár og er von að nýjasti leikurinn í AC seríunni bæti hag þeirra. Ubisoft Quebec leiðir vinnuna á þessum leik með aðstoð hvorki meira né minna en 17 annarra deilda Ubisoft. Fyrirtækið leiddi vinnuna við AC: Syndicate og AC: Odyssey. Leikur sem gerist í Japan er eitthvað sem aðdáendur seríunnar hafa lengi óskað eftir, þar á meðal ég. Þetta land og ótal sögusvið…
Fyrir stuttu síðan kom út hlutverka- og ævintýraleikurinn Avowed frá Obsidian Entertainment og Xbox Game Studios. Leikurinn er fáanlegur á Xbox Series X/S, Microsoft Store á Windows og Steam. Fyrir þá sem eru með áskrift af Game Pass á PC og eða Xbox þá er hægt að nálgast leikinn þar sem hluti af áskriftinni. Obsidian Entertainment er þekkt leikjastúdíó sem komið hefur að mörgum þekktum ævintýra- og hlutverkaleikjum síðustu áratugina. Má þar helst nefna, Star Wars: Knights of the Old Republic II, Neverwinter Nights 2, Alpha Protocol, Fallout: New Vegas, South Park: The Stick of Truth, The Outer Worlds og…