Síðasta ár var mjög gott kvikmyndaár. Kannski það besta í langan tíma. Kvikmyndir komu út sem brutu blað í kvikmyndasögunni. Í því samhengi má nefna Gravity og heimildarmyndina The Act of Killing, sem sýnir að heimildarmyndir eru að sækja í sig veðrið, en þetta síðasta ár var mjög gott fyrir það listform. Ég ætla að birta hér topp 10 lista yfir kvikmyndir sem munu vekja athygli á árinu og flestar eru þær í Sci-fi, stórsmells og ofurhetju flokknum. Það er líka af nógu að taka og því betra að afmarka sig við þessa flokka. Enda margar hverjar nördalegar myndir fyrir…
Author: Nörd Norðursins
Síðan að Nörd Norðursins fór í loftið árið 2011 hefur síðan haldið áfram að stækka og hafa aldrei fleiri heimsótt Nörd Norðursins en á árinu 2013! Við þökkum kærlega fyrir mótttökurnar og hlökkum til að nördast með ykkur á nýju ári. Hér er listi yfir það efni sem var vinsælast á árinu 2013. 1. Hvað mun PS4 og Xbox One kosta á Íslandi? 2. Topp 5 íslensk illmenni 3. Leikjarýni: Grand Theft Auto V 4. Ef leikjaframleiðendur væru ættir í Game of Thrones 5. Tölvuleikjanörd Íslands fundinn! 6. Íslenskur tölvuleikjastraumur á Nörd Norðursins 7. Kaldi gengur til liðs við…
Að eignast nýja leikjavél er eitt af því skemtilegasta sem leikjaunnandi getur hugsað sér og þegar að nýjar vélar koma út eru ávallt jólin hjá manni sama hvaða tími ársins er. Eins og aðrir þá sá ég PlayStation 4 í fyrsta sinn í febrúar á þessu ári þegar að Sony kynnti vélina fyrir heiminum. Ég var ekki alveg viss hvað mér ætti að finnast um línulögun vélarinnar og kanta hennar. Það var samt eitthvað við hvössu línurnar sem mér fannst nokkuð flott, það sem ég hafði þó mestan áhuga að sjá og snerta var Dualshock 4 fjarstýringin. Ég verð að…
5. Wonder Woman Aldrei datt okkur í hug að Wonder Woman geti verið áhugaverður karakter. Azzarello og Chiang hafa gert Wonder Woman að svo áhugaverði persónu að það hálfa væri nóg. Þessi titill snýr gjörsamlega að sögu hennar en ekki annarra ofurhetja. Semsagt, hann er algjörlega aðskilinn restinni af DC heiminum og er því hægt að lesa án þess að lesa aðra titla frá DC. Azzarello, sem skrifar söguna, breytti upruna Díönu örlítið og byggir hana upp frá þeim grunni . Þessi nýi uppruni hennar gefur lesendum nýja og ferska sögu þar sem Wonder Woman lætur engan segja sér fyrir…
Nú þegar nýtt ár er að ganga í garð þá er ekki úr vegi að líta aðeins á nokkrar af stærstu sprengingum kvikmyndasögunnar (að mínu mati), svona í ljósi þess að flestir Íslendingar elska að skjóta upp rakettum og öðrum bombum á gamlárskvöld. 10. Tropic Thunder 9. Star Wars 8. The Hurt Locker 7. Lethal Weapon 3 6. Die Hard 3 5. The Dark Knight 4. V for Vendetta 3. Blown Away 2. The Dark Knight Rises 1. Independence Day Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson, fastur penni á Nörd…
Spurning til íslenskra tölvuleikjaspilara Mynd: Wikimedia Commons
Í gær var Black Christmas, kanadísk hrollvekja frá 1974, sýnd í Bíó Paradís. Í tilefni þess fór einn penni Nörd Norðursins yfir DVD safnið sitt og dustaði rykið af þessum gullmola sem þessi mynd er. Eins og titill myndarinnar gefur til kynna þá gerist hún í jólafríinu í einni heimavist systrafélagsins Pi Kappa Sigma. Það stefnir í svört jól hjá þeim sem ekki fara heim til fjölskyldna sinna um jólin því óboðinn gestur hefur læðst upp á háaloft og ekki nóg með það þá hafa stúlkurnar fengið ansi gróf símtöl í dágóðan tíma sem síversna þegar á líður. Sagan er…
Stiklan úr Kung Fury tekur fram úr Iron Sky í súrleika. Hún inniheldur allt það sem aðrar kvikmyndir skortir; 80’s kung fu hasarhetju, risaeðlu, víkinga, vonda nasista, tímaflakk, tölvutæknibrellur úr framtíðinni, þrumuguðinn Þór, vélmenni, tölvusnilling sem er vopnaður mölletti og Nintendo Power Glove, kung fu útgáfu af Hitler (eða Kung Führer eins og hann er kallaður í myndinni), og er allt þetta matreitt á einstaklega skemmtilegan og frumlegan hátt. Kung Fury er ekki komin í almenna framleiðslu, en framleiðendur myndarinnar óska nú eftir $200.000 á fjáröflunarsíðunni Kickstarter svo hægt sé að búa til hálftíma útgáfu af Kung Fury sem yrði…
Frændi minn hann Gulli er tímaferðalangur… ja nei hann er það reyndar ekki en mikið væri nú gaman að þekkja einn frænda sem væri það og gæfi manni eitthvað mjög merkilegt úr fortíðinni. Hann myndi náttúrulega ekki virða „butterfly effect” þvæluna og allt þetta um að þú megir ekki breyta neinu ef þú ferðast aftur í tímann. Mikið hrikalega væri ég spenntur fyrir pökkunum frá honum. Shiiiiit! Hér er listi yfir topp 10 jólagjafir sem tímaferðalangar gætu gefið manni á aðfangadag. 10. Risaeðluegg Annað hvort risaeðluegg eða bara risaeðlu. Hún væri þá náttúrulega af einhverri tegund sem væri ekki…
Ég er ekki beint jólabarn og þó ég hafi gaman af einstaka jólamynd í desember, piparkökum og heitu súkkulaði þá er ég oft tregur til þess að komast í jólaskapið. Jólalög utan desembermánaðar eru t.d. algjört eitur fyrir mér og snjór minnir mig frekar á umferðarteppu en jól. Í gegnum árin hef ég hins vegar lært að plata mig í jólaskapið á réttum tímum með því að horfa á kvikmyndir sem geta hugsanlega vakið upp jólaandann í mér. Yfirleitt eru það ekki heilar myndir, heldur ákveðin atriði sem vekja upp þessa tilfinningu og mér finnst ég þurfa að deila þeim…