EVE Valkyrie er nýr geimskotleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP. Leikurinn er væntanlegur síðar á þessu ári, samhliða sýndarveruleikatækinu Oculus Rift. Fréttastofan Sky News prófaði leikinn og virðast hafa skemmt sér ansi vel. Til gamans má geta að þá var hægt að prófa leikinn á UTmessunni í ár og á EVE Fanfest í fyrra.
Author: Nörd Norðursins
Svartir sunnudagar munu sýna Near Dark klukkan 20 í kvöld í Bíó Paradís. Þetta er költ klassík frá 1987 og er önnur mynd hennar Kathryn Bigelow, sem var fyrst kvenna til þess að vinna Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn árið 2009 fyrir The Hurt Locker. Hún hefur sérhæft sig í hasarmyndum og ættu flestir að kannast við Point Break (1991) og Strange Days (1995). Near Dark er þó nokkuð frábrugðin myndunum sem hún er mun þekktari fyrir að því leiti að myndin fjallar um vampírur og það vottar fyrir vestra í henni. Þessi mynd var samstarfsverkefni þeirra Eric Red sem er…
The Congress er afar sérstök mynd sem blandar saman leikinni mynd (live action) og teiknimynd í „psychedelic“ stíl. Hún er leikstýrð af Ari Folman nokkrum (sem vakti athygli fyrir Waltz with Bashir) og er prýdd stjörnum eins og Robin Wright, Harvey Keitel, Paul Giamatti, Danny Huston og Jon Hamm. Myndin skiptist í tvo meginhluta; leikni hlutinn sem er fyrri hluti myndarinnar og sá teiknaði (sem reyndar er hægt að skipta í tvo aðra hluta). Það er talsverður munur á þessu tvennu. Sá leikni leggur áherslu á persónusköpun og hæga uppbyggingu fyrir það sem koma skal. Við fáum að kynnast Robin…
Handhelda Android leikjaspjaldtölvan S5110 frá JXD kom í verslanir árið 2012. Ári síðar kom endurbætt útgáfa á markað sem ber heitið S5110b sem er töluvert öflugri en eldri gerðin. Í þessari umfjöllun eru möguleikar nýrri útgáfunnar skoðaðir og kostir og gallar dregnir fram. Samblanda af spjaldtölvu og leikjatölvu Græjan keyrir Android 4.1 stýrikerfið og er með 5“ 5-punkta fjölsnertiskjá með 800×480 upplausn, Dual Core 1.3GHz ARM A9 Cortex örgjörva og Dual Core Mali 400MP HD 3D skjákjarna. Hægt er að tengjast netinu, meðal annars með WiFi stillingum. Tölvan er með USB tengi, mini HDMI tengi og pláss fyrir Micro…
Hver man ekki eftir Sub Attack tölvuspilinu?… Enginn? Það er svo sem skiljanlegt. En fyrir þá sem þyrstir í að spila meðal annars Sub Attack og Zelda á upprunalegu tækjunum þá er hægt að gera það í gegnum netið. Vefsíðan www.pica-pic.com er með marga skemmtilega leiki frá níunda áratugnum og því tilvalið að eyða leiðinlegum vinnudegi með því að spila yfirleitt leiðinlega leiki í lélegum gæðum. Sjón er sögu ríkari. Ég myndi líka skoða flippuðu vefsíðu Hipopotamstudio sem hönnuðu leikjavefsíðuna. Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson, fastur penni á Nörd Norðursins.
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Flottir taktar hjá trommara með vélhönd Skemmtileg leið til að panta pizzu GameTíví íslenskar God of War Tölvuleikjatónlist spiluð á bjórflöskur! Skál!
Batman: Arkham Knight Watch_Dogs Dragon Age: Inquisition
Transformers 4 Sin City: A Dame to Kill
QuizUp, hinn risavaxni spurningaleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla, hefur verið að gera einstaklega góða hluti frá því að leikurinn kom út í nóvember fyrra. Hingað til hefur leikurinn eingöngu verið fáanlegur á Apple tæki en í dag kom leikurinn (loksins) á Android netverslunina Google Play. QuizUp var lengi vel á topplistanum yfir mest sóttu öppin og í dag eru notendur leiksins orðnir fleiri en 10 milljónir! Í QuizUp geta þátttakenndur valið á milli 400 mismunandi spurningaflokka og keppt við aðra þátttakenndur í rauntíma. Leikirnir byggja á sömu hugmynd og eldri QuizUp leikirnir frá Plain Vanilla (sbr. Basketball QuizUp og…
Alvarpið er ný íslensk hlaðvarpsþáttasíða. Á hverjum degi er nýr þáttur settur á síðuna, til dæmis á laugardögum er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson með þáttinn Grínistar hringborðsins sem er óhætt að mæla með. Þátturinn Hefnendurnir í umsjón Hugleiks Dagssonar og Jóhanns Ævars Grímssonar er sérstaklega ætlaður nördum, en þar fjalla þeir félagar um nördalega hluti eins og Star Wars, teiknimyndasögur, kvikmyndir og fleira. Upptökurnar eru settar á netið alla mánudaga og eru nú þegar tveir þættir komnir hér á heimasíðu Alvarpsins. -BÞJ