<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Author: Nörd Norðursins
Hvernig ætli sætrúllurnar úr Skyrim smakkist? Ætli sítrónukökurnar séu eins góðar í raun og veru og Sansa heldur fram? Eða er áhugi fyrir því að smakka Elixir súpuna úr The Legend of Zelda? Ef svarið er já þá ætti www.geekychef.com að vera eitthvað fyrir þig! Cassandra Reeder er með frekar áhugaverða og öðruvísi heimasíðu fyrir okkur sem hafa áhuga á nördamenningu. Hún er mikill bloggari, finnst gaman að elda og hefur veri nörd alla sína ævi. Hugmyndin á bakvið Geeky Chef er að gera tölvuleikja fæði að veruleika. Allir réttir á heimasíðunni eru rækilega rannsakaðir til þess að ná hinu…
Spilavinir héldu Íslandsmeistaramót í spilinu Dominion í fyrra og nú er komið aftur að því. Að þessu sinni fer mótið fram þriðjudaginn 1. júlí 2014 kl. 18:30 hjá Spilavinum, Suðurlandsbraut 48. Sigurvegarinn vinnur sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti Dominion sem verður á GenCon í Indiana í Bandaríkjunum í ágúst. Á heimasíðu Spilavina er fjallað nánar um spilið og mótið: Fyrir þá sem ekki þekkja er Dominion skemmtilegt og krefjandi borðspil sem byggir á spilastokkum. Hver leikmaður byrjar með 10 spil en smátt og smátt kaupa leikmenn spil inn í stokkinn til að stækka og bæta sitt „konungsveldi“. Einn leikur af…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Mario Kart 8 er kominn og ég búinn að spila hann þó nokkuð. Áður en ég tala um hann vil ég skrifa smá um reynslu mína af Mario-Kart seríunni. Ég átti Mario kart á N64 og er það mögulega besti bílaleikur sem ég hef spilað, þannig að Mario Kart 8 hafði mikið að sanna þegar ég setti hann í vélina. Leikurinn er sem sagt bílaleikur þar sem maður keppir við 11 aðra, annað hvort alvöru fólk eða tölvustýrða ökumenn. Hver braut er venjulega þrír hringir og getur maður fengið mismunandi vopn eða hluti sem fleyta manni áfram til að gera…
Enn einn Call of Duty leikurinn er kominn í fyrstu persónu skotleikjaflóruna og í þetta sinn er það nýr undirtitill, Ghosts, í nýjum heimi. Það er stríð milli Bandaríkjanna og Suður-Ameríku og eftir skæða árás úr geimnum er landið lamað og í tætlum. Maður spilar sem Logan Walker sem berst með bróður sínum, David (Brandon Routh), í gegnum þetta stríð. Faðir þeirra, Elias (Stephen Lang), leiðir sérstaka leynisveit sem berst við óvini á þeirra svæði í laumi. Meðlimir sveitarinnar eru kallaðir draugar og markmið þeirra á þessari stundu er að stöðva fyrrverandi draug að nafni Gabriel Rorke (Kevin Gage) og…
Rannsókn, sem var hluti af B.Sc verkefni við Læknadeild Háskóla Íslands, var framkvæmd til þess að kanna aðlögun af völdum hreyfinga í sjónsviði við tölvuleikjaiðkun annars vegar og hreyfinga um borð í skipi hins vegar. Hreyfingar í sjónsviði við iðkun tölvuleikja getur valdið misræmi þar sem augun skynja hreyfingu á skjá meðan jafnvægisskynfærin skynja enga hreyfingu, slíkt getur einnig framkallað vanlíðunareinkenni sem oft er kallað sýndarveruleikaveiki. Skjáskot úr Call of Duty: Black Ops 2 Líkami okkar býr yfir stöðustjórnunarkerfi. Þetta kerfi fær boð frá sjón, jafnvægis- og stöðuskyni og gerir okkur kleyft að skynja þríviða umhverfið okkar. Stundum getur það gerst…
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikir fyrirtækisins eru í aðahlutverki í júlí hefti PC Gamer, einu vinsælasta tímariti heims helguðu PC tölvuleikjum. Forsíðu tímaritsins prýða karakterar úr leikjum CCP – EVE Online, DUST 514 og EVE: Valkyrie – sem ítarlega er fjallað um í blaðinu ásamt EVE Fanfest hátíð fyrirtækisins sem fram fer árlega í Hörpu, Reykjavík. Alls eru 12 síður lagðar undir umfjöllunina í blaðinu. Júlí hefti PC Gamer ætti nú að vera fáanlegt í öllum helstu bókaverslunum og öðrum verslunum landsins sem selja tímarit. Það er einnig fáanlegt í stafrænu formi gegnum App Store Apple, Google Play og Zinio. …
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
EVE: Valkyrie, nýr tölvuleikur sem væntanlegur er frá CCP, hlaut mikið lof á E3 ráðstefnunni sem nýlokið er í Los Angeles. Leikurinn hlaut meðal annars hin eftirsóttu E3 Official Selection viðurkenningu tímaritsins PC Gamer og USA Today, útbreyddasta dagblað Bandaríkjanna, valdi hann annan besta leik ráðstefnunnar. Dagblaðið fór jafnframt lofsamlegum orðum um um leikinn í bæði prent og netútgáfu sinni (sjá hér og hér). Þetta þykja nokkur tíðindi í tölvuleikjaiðnaðinum, enda EVE: Valkyrie leikurinn ekki enn kominn út og aðeins sýndur í prufuútgáfu á E3 ráðstefnunni. Auk áðurnefndra viðurkenninga útnefndi græju- og afþreygingar síðan Nerdist.com EVE Valkyrie E3: Editor’s Choice,…