Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Benedikt Jóhannesson skrifar: Hvað ef Bill Murray hefði verið í miðju stríði þegar hann upplifði sama daginn aftur og aftur í Groundhog Day? Maður sem er ekki fæddur stríðsmaður, er frekar sjálfumglaður sjálfs-sölumaður, vantar merkilegar tengingar í líf sitt til að gera það þess virði að lifa því. Þessi atburðarás er ekki alls ólíkt því sem Bill Cage (Tom Cruise) lendir í í kvikmyndinni Edge of Tomorrow. Bill er sölumaður stríðsins gegn geimverunum, sem birtust á lofsteini fyrir nokkrum tíma síðan. Hann mætir í viðtöl við þær sjónvarpsstöðvar sem eru ennþá starfræktar og hvetur fólk, með sínu Colgate brosi, til…

Lesa meira

Föstudaginn 12. september næstkomandi heldur Advania tuttugustu Haustráðstefnuna í röð í Hörpu. Í boði eru 27 fyrirlestrar sem tengjast þremur fyrirlestralínum; öryggi og tækni, stjórnun og nýsköpun. Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Jim Grubb, aðstoðarforstjóri Cisco Systems, Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla Games, Jesper Ritsmer Stormholt, Nordic Country Manager, Google Enterprise og Magnús Scheving, frumkvöðull. Auk þess eru fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við FBI, Microsoft og Samsung sem flytja erindi á ráðstefnunni. Gestir fá aðgang að sérstöku Expó sýningasvæði þar sem fyrirtæki í upplýsingatækni munu kynna lausnir og tæki. Hægt er að…

Lesa meira

Daganna 14. til 18. ágúst fór fram LonCon 3 sem er þriðja The World Science Fiction Convention (WorldCon) sem haldin hefur verið í London. Sumir hafa eflaust ekki heyrt af þessari hátíð sem hefur verið haldin árlega frá 1939 en þar hafa Hugo verðlaun verið afhent síðan árið 1956. Ráðstefna var haldin í Excel Centre í London en næst mun hún verða haldin á í Spokane í Washington fylki í Bandaríkjunum (Sasquan). Ég var svo heppinn að hafa tök á því að fara í ár og kynnast þeirri einstöku upplifun sem WorldCon býður upp á. Ég flaug út á fimmtudagsmorgni…

Lesa meira

Jökull Jóhannsson, sem er betur þekktur sem Kaldi í Esport heiminum, lenti í fyrsta sæti í Hearthstone á hinu breska Insomnia tölvuleikjamóti sem haldið var um síðastliðna helgi. Um 100 keppendur frá fjölmörgum löndum tóku þátt í mótinu sem var haldið í Ricoh Arena í bænum Coventry. Kaldi vann sig hratt og örugglega upp í útsláttarkeppni mótsins þangað til hann lenti í úrslitaleiknum þar sem hann spilaði gegn engum öðrum en Dignitas Greensheep. Kaldi sigraði Greensheep með þrem sigrum gegn tveim, og stóð því uppi sem sigurvegari mótsins, og fékk fyrir það 1.500 bresk pund í verðlaun sem gera u.þ.b.…

Lesa meira

Í maí síðastliðnum kom Minecraft út fyrir PS3 á diski (retail version) en hafði áður verið aðgengilegur í PSN búðinni sem niðurhal. Þessar útgáfur eru alveg eins að öllu leyti og eru þegar með nokkrar viðbætur sem breyta útliti hetjunnar (Skin pack 1 og 2 og Battle & Beasts Skin pack 1 og 2). Einnig geta neytendur fengið Playstation Vita útgáfuna ókeypis (og öfugt þ.e.a.s. PS3 útgáfuna ef Vita útgáfan er keypt) en ég hef ekki sannreynt þetta. PS3 útgáfan er eðlilega samt langt að baki Xbox 360 og PC hvað varðar viðbætur. Það myndi æra óstöðugan ef við skrifuðum…

Lesa meira

Watch Dogs var fyrsti leikurinn á nýju tölvurnar sem ég var spenntur fyrir, virkaði mjög skemmtilegur sandkassaleikur og leit mjög vel út í öllu sem ég hafði séð af leiknum áður en hann kom út. Ég er löngu búinn að komast að því að söguþræðir í Ubisoft leikjum eru ekki eitthvað til að hrópa húrra yfir og flestar sögupersónur þeirra eru nákvæmlega eins. Söguþráðurinn í þessum leik er eins og eftir formúlu: Hakkarinn Aiden Pearce kemst á radarinn hjá röngu fólki og þeir ráða leigumorðingja til að drepa hann. En litla frænka hans deyr í bílslysi af þeirra völdum og þá…

Lesa meira

Zoe Quinn hefur í hendinni NTAG216 örflögu sem inniheldur 888 bita af lesanlegum og skriflegum gögnum. Hún getur forritað örflöguna með því að halda á snjallsíma fyrir ofan hendina og virkar því eins og utanáliggjandi harður diskur. Hún er ekkert hrædd um að hakkarar komist í gripinn því það þarf að vera í tíu seintímetra fjarlægð svo hægt sé að tengjast, sem þýðir að þeir eru í góðu höggfæri. Zoe setti örflöguna sjálf í sig auk þess að hafa einnig sett segul í puttann á sér, en mælir ekki með að fólk sé að gera þetta sjálft. Þrátt fyrir að…

Lesa meira