Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

VR-geimskotleikurinn EVE Valkyrie sem CCP kynnti fyrst til sögunnar á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík árið 2013 er nú fáanlegur fyrir Oculus Rift á PC – sama dag og Oculus Rift VR-gleraugun eru gefin út. EVE Valkyrie fylgir frítt með Oculus Rift forpöntunum en kostar annars 59,99 dali í Oculus Rift Store, eða u.þ.b. 7.500 kr. Síðar í ár mun leikurinn svo einnig koma út fyrir PlayStation VR. Leikurinn byrjaði upphaflega sem gæluverkefni innan veggja CCP en þróaðist hratt í eitthvað meira og stærra. EVE Valkyrie er fjórði tölvuleikur CCP og er hannaður frá grunni fyrir nýja tækni sýndarveruleika. Fyrirtækið hefur…

Lesa meira

Kristinn Ólafur Smárason skrifar: Yngvi Thor Jóhannsson er maðurinn á bak við Tölvunördasafnið sem er nýtt verkefni sem snýr að því að safna öllu því er viðkemur sögu tölvuleikja saman, og þegar fram líða stundir að reisa safn utanum herlegheitin svo almenningur geti kynnt sér sögu leikjatölvna nánar. Yngvi setur reglulega saman myndbönd þar sem hann fjallar um og sýnir þá hluti sem berast Tölvunördasafninu. Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Yngvi Retron 5 Emulator tölvuna sem er fær um að spila tölvuleiki úr Nintendo Entertainment System, Famicom, Sega Mega Drive, Sega Genesis, Super Nintendo, Super Famicom, Gameboy og Gameboy…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Eftir aðeins meira en þrjár vikur eiga EVE Online spilarar og starfsmenn CCP eftir að sameinast í Hörpu þar sem EVE Fanfest fer fram dagana 21.-23. apríl. EVE Fanfest er árlegur viðburður sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP stendur fyrir þar sem hönnuðir leiksins og spilarar hans mætast og ræða saman um framtíð leiksins og um leið fer CCP yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í EVE Online og kynna hvað er væntanlegt frá fyrirtækinu. EVE Fanfest snýst ekki eingöngu um EVE Online (þó sá leikur er augljóslega í aðalhlutverki) heldur eru aðrir leikir CCP einnig…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Á seinasta ári var Slush Play ráðstefnan haldin í fyrsta skipti. Ráðstefnan var haldin í Gamla bíó í lok apríl á seinasta ári en þar var sérstök áhersla lögð á sýndarveruleika og framtíð hans. Á Nýsköpunarhádegi sem haldið var á vegum Icelandic Startups 16. febrúar síðastliðinn með yfirskriftinni Ísland sem vettvangur fyrir VR fyrirtæki staðfesti Magnus Thor Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Viðskiptafræðideild HÍ, að Slush Play yrði haldið aftur þetta árið á Íslandi dagana 29. og 30. september. Stemningin í fyrra var mjög góð og mörg áhugaverð fyrirtæki, þar á meðal CCP og…

Lesa meira

Védís Ragnheiðardóttir skrifar: „Einlæg, vægðarlaus og átakanlega mannleg … jafnfersk og hún er hræðileg. Perla.“ Þessi orð lét Josh Whedon falla um Stúlkuna með náðargjafirnar (Upprunalegur titill The Girl with all the Gifts) samkvæmt kápu bókarinnar. Ekki voru aðrir gagnrýnendur neikvæðir, einn kallaði bókina meistaraverk, annar sagði hana frumlega, æsispennandi og magnaða. Ég er alltaf hrædd þegar ég hef lestur á bókum sem fá svona rosaleg ummæli, ég hef of oft upplifað það að verða fyrir algjörum vonbrigðum með bók sem gagnrýnendur halda ekki vatni yfir, eða sem vinir og kunningjar hafa hrósað í hástert. Lofi bók því að hún…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Netið logar núna af fréttum varðandi nýja útgáfu af PlayStation 4, sem er annaðhvort kölluð PlayStation 4k eða PlayStation 4.5. Samkvæmt Kotaku þá töluðu leikjaframleiðendur við þá á Game Developers Conference og margir sögðu að Sony hafi haft samband við sig og kynnt fyrir þeim nýja ítrun á PlayStation 4 vélinni, og þá hvaða eiginleika hún eigi eftir að bjóða upp á. Sony hefur ekki staðfest opinberlega að þessi úgáfa sé væntanleg. Það sem mest er talað um er möguleikinn á 4k upplausn í tölvuleikjum úr þessari útgáfu af leikjatölvunni. Það myndi gjörbreyta framtíðinni varðandi hvað…

Lesa meira

Kristinn Ólafur Smárason skrifar: Tiny Knight er hopp og skopp leikur með ævintýralegu ívafi sem var nýlega gefinn út á Steam af hinu íslenska leikjafyrirtæki Convex. Tiny Knight sigraði Game Creator keppni IGI árið 2015, og hafa meðlimir Convex unnið að og þróað leikinn enn frekar síðan þá. Í leiknum tekur spilarinn á sig hlutverk hins smávaxna kappa; Tiny Knight, sem leitar hefnda eftir að hinn dularfulli skúrkur; The Skeleton King, ræðst á og brennir þorpið hans til grunna. Til þess að elta skúrkinn uppi þarf Tiny Knight að sigrast á óvinum, þrautum og lífshættulegum stökkvum, sem á vegi hans…

Lesa meira

Steinar Logi Sigurðsson skrifar: Batman v Superman: Dawn of Justice hefur verið lengi í bígerð og er stórt skref í ofurhetjumyndamarkaðinum því að nú á bæði að kynna Justice League til sögunnar og stilla upp hinum fræga bardaga milli Batman og Superman. Það er Zack Snyder sem er aftur við stjórnvölinn, eins og í Man of Steel, og sagan heldur áfram eftir að bardagi General Zod og Superman leggur Metropolis nánast í rúst. Margir gagnrýndu Snyder fyrir að láta Superman valda svona mikilli eyðileggingu, að alvöru Superman hefði dregið Zod úr borginni og barist þar. En annað hvort er Snyder…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: The British Academy of Film and Television Arts (BAFTA) hafa tilkynnt hvaða tölvuleikir hafa fengið tilnefningu til verðlauna fyrir árið 2016. Alls eru 44 leikir tilnefndir í 16 flokkum, og hver tilnefning sýnir að leikurinn hefur staðið uppúr á sínu sviði og á skilið að vera tilnefndur til verðlauna. Flestar tilnefningar fær leikurinn Everybody’s Gone to the Rapture, en hann er með í heilum 10 flokkum. Næst flestar tilnefningar fá leikirnir The Witcher 3: Wild Hunt og Her Story, en þeir eru í 7 flokkum. Það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður en BAFTA Games Award verður…

Lesa meira

Þriðjudaginn 5. apríl verður aðalfundur IGI haldinn á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16 – 18. Á fundinum verður farið yfir starf vetrarins og kosin ný stjórn félagsins. IGI stendur fyrir Icelandic Game Industry, eða Samtök leikjaframleiðanda, og samanstendur af íslenskum leikjafyrirtækum, þar á meðal CCP, Plain Vanilla, Radiant Games, Lumenox Games og fleiri fyrirtækjum. Dagskrá aðalfundar lítur svona út: Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP og formaður IGI – ræðir tækifærin í leikjaiðnaði Þorsteinn Baldur Friðriksson – ræðir áhugaverð tímamót og stefnubreytingar hjá Plain Vanilla Kjartan Emilsson hjá Sólfari – gefur okkur innsýn inn í þeirra veruleika David…

Lesa meira