Fréttir

Birt þann 26. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Slush Play 2016 á Íslandi staðfest

Bjarki Þór Jónsson skrifar:

Á seinasta ári var Slush Play ráðstefnan haldin í fyrsta skipti. Ráðstefnan var haldin í Gamla bíó í lok apríl á seinasta ári en þar var sérstök áhersla lögð á sýndarveruleika og framtíð hans. Á Nýsköpunarhádegi sem haldið var á vegum Icelandic Startups 16. febrúar síðastliðinn með yfirskriftinni Ísland sem vettvangur fyrir VR fyrirtæki staðfesti Magnus Thor Torfason, lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Viðskiptafræðideild HÍ, að Slush Play yrði haldið aftur þetta árið á Íslandi dagana 29. og 30. september.

Stemningin í fyrra var mjög góð og mörg áhugaverð fyrirtæki, þar á meðal CCP og Solid Clouds, sem kynntu sín verkefni. Nánari umfjöllun Nörd Norðursins um Slush Play 2015 má nálgast hér.

Mynd: Slush Play 2015

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑