Mad Max er hasar-ævintýraleikur sem byggir á Mad Max seríunni. Leikurinn gerist í opnum heimi þar sem spilarinn velur sjálfur hvað skal gera næst og hvert skal halda. Mad Max kom út árið 2015, sama ár og nýja Mad Max kvikmyndin, og er það sænska tölvuleikjafyrirtækið Avalanche Studios sem stendur á bak við gerð leiksins en það er sama fyrirtæki og gerir Just Cause leikjaseríuna. Helgi Freyr Hafþórsson gagnrýnir leikinn á PlayStation 4.
Author: Nörd Norðursins
Ný stikla úr X-Men: Apocalypse leit dagsins ljós í dag. Það er Bryan Singer sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara James McAvoy, Hugh Jackman, Michael Fassbender, Jennifer Lawrence og fleiri. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi 20. maí 2016.
Dagana 21.-23. apríl var EVE Fanfest hátíðin haldin í Hörpu. Þar fór CCP yfir fortíðina og um leið kynnti það sem framundan er í EVE heiminum. CCP hefur verið hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online sem kom út árið 2003 og er enn í gangi eftir öll þessi ár. Fyrirtækið hefur lagt aukna áherslu á VR undanfarin ár og gaf út EVE: Gunjack í fyrra og EVE: Valkyrie fyrr í þessum mánuði. Einnig kynnti CCP leikinn Project Arena sem er annað VR verkefni sem fyrirtækið er að vinna að um þessar mundir. Citadel viðbótin CCP kynnti nýja viðbót við EVE…
Leikur eftir íslenskan leikjahönnuð var að byrja hópfjármögnun á vefnum Kickstarter síðastliðinn miðvikudag. Leikurinn, Sumer, er byggður á menningu Súmera í Mesópótamíu til forna og er tölvuleikur með borðspilaívafi. Í janúar var sérstaklega minnst á Sumer sem framúrskarandi leik í flokki nemendaleikja hjá Indie Game Festival, stærstu verðlaunahátíðar sjálfstæðra leikjaframleiðenda í heiminum. Leikurinn var síðan einn af fimmtán nýjum „indie“ leikjum sem var sýndur af Indie Megabooth á GDC, stærstu ráðstefnu leikjaframleiðenda í heimi, í mars. Sumer hefur einnig vakið athygli í tölvuleikjasamfélaginu í New York og var tilnefndur í flokki Best Gameplay á verðlaunahátíð Playcrafting NYC. Leikurinn er nú kominn…
Miðvikudaginn 20. apríl kl. 12:00 – 14:00 mun Skýrslutæknifélag Íslands bjóða upp á hádegisfund sem ber yfirskriftina „Sýndarheimur – framtíð eða flótti?“ Á fundinum verður fjallað um möguleika sýndarheima og í hvaða átt þetta er að þróast. Auk þess verða tekin dæmi um hvað er að gerast í VR málum hér á Íslandi í dag en eins og lesendur okkar vita væntanlega þá hafa nokkur íslensk fyrirtæki sýnt VR málum áhuga, þar á meðal leikjarisinn CCP með EVE Valkyrie og EVE Gunjack og Sólfar með Everest VR. DAGSKRÁ: 11:50-12:05 Afhending gagna 12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram 12:20-12:50 VR…
Finnst þér gaman að spila spil? Áttu vígalegt spilasafn? Heldur þú upp á Tabletop Day á hverju ári? Langar þig að deila spilavisku þinni með öðrum? Við á Nörd Norðursins leitum að spilanörd sem hefur áhuga á því að skrifa um ýmislegt tengt heimi spilanna, þar á meðal fréttir, gagnrýnir og greinar. Æskilegt er að viðkomandi hafi góð tök á íslensku og brennandi áhuga á spilum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við ritstjórn með því að senda póst á netfangið nordnordursins(at)gmail.com. Myndir: Wikimedia Commons (blýantur / Oltre Mare)
Ódýr mynd frá 2013 í anda gamals Twilight Zone þáttar Undanfarin sirka tíu ár hafa komið út ansi óvæntar og góðar vísindaskáldskapsmyndir úr sjálfstæða geiranum á borð við The Triangle, Another Earth og Time Lapse. Allar þessar myndir eiga það sameiginlegt að vera byggðar á ansi stórum hugmyndum þrátt fyrir að í flestum tilfellum eru þetta sögur um fólk sem ákveður að taka örlögin í sínar eigin hendur þegar ótrúlegir hlutir gerast – og oftar en ekki uppskera það sem þau sáðu eftir hvaða hugarfari þau framkvæmdu sínar ætlanir. Coherence er lítil mynd þar sem 8 manneskjur hittast í matarboði til…
Í þessu 12 mínútna myndbandi tala Double Fine um hvernig ferlið var að endurgera Day of the Tentacle leikinn og hvaða hindranir þeir þurftu að komast yfir til að ná því. Daníel Páll Jóhannsson
Árið 1993 kom út stórmerkilegur leikur með nafnið Day of the Tentacle. Þessi leikur var gefinn út af LucasArts og náði þó nokkrum vinsældum. Núna er búið að endurútgefa leikinn og var það fyrirtækið Double Fine sem tók það að sér. Þeir fóru í gegnum gríðarmikið ferli til að fegra þennan æðislega leik til að við gætum spilað leikinn í háskerpu og með hágæða hljóði. Leikurinn byrjar á því að Purple Tentacle ætlar að fá sér að drekka úr læk til að svala þorsta sínum. Hann veit ekki að verið er að dæla eiturefnum í lækinn og hann stökkbreytist við…
Í dag, mánudaginn 4. apríl árið 2016, eru liðin heil fimm ár síðan að Nörd Norðursins fór fyrst í loftið! Fyrsta hálfa árið var Nörd Norðursins í formi veftímarits en eftir það var allt efni eingöngu birt á vefsíðunni okkar góðu. Að tilefni afmælisins höfum við endurræst vélarnar okkar og dustað rykið af heimsyfirráðar áformum okkar! MÚhahahaha! Við höfum breytt og endurbætt útliti síðunnar og stefnum á að birta haug af áhugaverðu efni á næstunni. Við viljum þakka lesendum okkar kærlega fyrir að fylgja okkur í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að miðla upplýsingum úr nördaheiminum til…