Hver man ekki eftir þessum snillingum úr Fóstbræðrum – einum besta íslenska sketsaþætti frá uppafi!
Author: Nörd Norðursins
From Dust er guðaleikur (god game) þar sem spilarinn stjórnar og hefur áhrif á náttúruna og umhverfi ættbálks sem er í sífellu að fjölga sér og byggja fleiri þorp. Þeir sem hafa haft gaman að guðaleikjum hingað til ættu ekki að vera fyrir vonbrigðum með From Dust frá leikjarisanum Ubisoft, en leikurinn er fáanlegur í Xbox 360, PC og væntanlegur í PS3. Í sögu leiksins fylgir spilarinn ættbálki sem þarf að byggja upp lítið samfélag í viltri náttúru. Það er markmið spilarans að vernda meðlimi ættbálksins og samfélag þeirra frá hvers kyns hamförum sem kunna að skella á. Það er misjafn…
Við höfum ákveðið að leggja veftímaritið í salt, en heimasíðan mun haldast virk. Nú er nánast allt efni úr fyrstu fimm tölublöðunum komið yfir á heimasíðuna og nýtt efni er byrjað að bætast við síðuna. Ástæðan fyrir þessum breytingum er að ekki hefur gengið sem skyldi að fá nýja virka penna til liðs við okkur. Eldri tölublöðin verða að sjálfsögðu ennþá aðgengileg á netinu og er jafnframt hægt að sækja PDF útgáfur af þeim ókeypis. Við hvetjum áhugasama penna og snillinga að hafa samband við okkur og munum gera okkar besta til að halda heimasíðunni virkri og skemmtilegri! 🙂 Blöðin…
Við gerðum stutta og einfalda verðkönnun á netinu á tölvuleikjaverði í dag. Við völdum nokkra nýja og eldri leiki fyrir helstu leikatölvurnar í dag (auk PC) af handahófi og gerðum verðsamanburð út frá þeim upplýsingum sem voru birtar á heimasíðu BT, Elko, Gamestöðvarinnar og Skífunnar þann 28. ágúst 2011. Verðin miðast við ný eintök af tölvuleikjunum en ekki notuð. Bræðurnir Ormsson og Max voru ekki með könnuninni þar sem þeir birta ekki verð á tölvuleikjum á heimasíðum sínum. BT Þeir voru með þokkalega vel uppfærða heimasíðu og voru með 11 af þeim 16 titlum (69%) sem við skoðuðum.…
Kubbatónlist, eða chiptune eða chip music eins og það kallast á ensku, er raftónlist sem er búin til með hljóðkubbum úr gömlum tölvum eða með aðstoða herma (emulator) sem framkvæma sambærileg hljóð. Flestir þekkja til tölvuleikjatónlistar úr tölvuleikjunum í Nintendo Entertainment System (NES) sem flokkast sem kubbatónlist. Hægt er að nota margar gerðir af eldri tölvum til að ná fram þessum hljóðum, en NES, Game Boy og Commodore 64 eru sérstaklega vinsælar. Þeir sem ekki hafa aðgang að gömlum leikjatölvum geta nálgast herma fyrir ýmis tónlistarforrit í dag. Skiptar skoðanir eru á því hvort hermar flokkist í raun og veru…
Michelle Sternberger, eða ComputeHer eins og hún kallar sig upp á sviði, hefur verið að semja og spila kubbatónlist frá árinu 2005. Hún býr í Los Angeles Kaliforníu í Bandaríkjunum og hefur til þessa spilað á yfir 60 tónleikum. Vinsælasta lagið frá ComputeHer er Sysop sem er að finna á plötunni Modermoiselle (og í EVE Online Fanfest 2011 myndbandinu okkar á YouTube), en hún er auk þess annar helmingur hljómsveitarinnar 8 Bit Weapon sem spilar einnig kubbatónlist. Við hjá Nörd Norðursins náðum viðtali við hana í júlí þar sem við fengum að kynnast Michelle betur og ferli hennar. Hver er ComputeHer?…
Árið 2001 kom fyrsta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans út, með þeim Hermione Granger og Ron Weasly. Núna tíu árum seinna er loka kaflinn kominn í kvikmyndahús, átta kvikmyndir í heild (seinasta myndin er í tveimur pörtum). Sem mikill Harry Potter aðdáandi (oft verið kallaður Harry Potter og stundum ennþá af sumum) þá hef ég alltaf haft miklar væntingar til allra kvikmyndanna, og flestar stóðust þær. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fara alveg eftir bókinni en sem betur fer ákvað leikstjórinn, David Yates, að skipta seinustu bókinni upp í tvo parta, ég sé ekki eftir því að…
Atli Snær, eða AidBit, er nemi við Menntaskólann við Sund og hefur verið að semja og spila 8-bita tónlist (sem margir ættu að kannast við úr gömlu gráu Nintendo leikjavélinni (NES)) sem hægt er að nálgast á Soundcloud síðunni hans: www.soundcloud.com/aidbit. Hvernig kom það til að þú fórst að semja og spila 8-bita tónlist? Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikja tónlist og bara tónlist almennt. En þetta byrjaði fyrir nokkrum mánuðum þegar mér leiddist og ákvað að búa bara til 8-bit lag, svo einfalt er það. Hefur þú verið að spila/semja lengi? Ég hef verið að spila tónlist í svona…
Tapper, sem er einnig þekktur sem Rótar Bjórs Tapper, er spilakassaleikur frá árinu 1983, gefinn út af Bally Midway. Markmið leiksins er að bera fram bjór og ná í tómar könnur og þjórfé. Í leiknum eru fjórir barir. Gestir koma reglulega á barinn og heimta drykki. Spilarinn verður að bera fram drykki þar sem gestirnir færast alltaf nær spilaranum. Ef að einhver gestanna kemur nálægt spilaranum, grípa þeir í barþjóninn og henda honum yfir barinn, þar með missir spilarinn líf. Spilarinn þjónar viðskiptavinunum með því að fylla á könnurnar á einhverjum af fjórum börunum. Þegar kannan er full, sleppir spilarinn…
Pac-Man er aðalpersóna flestra leikjanna í Pac-Man seríunni. Japanska nafnið hans er „Pakku Man“. Hann var búinn til af Toru Iwatani, og er Pac-Man lukkudýr leikjafyrirtækisins Namco. Toru Iwatani, starfsmaður hjá Namco, bjó Pac-Man til þegar hann pantaði sér pizzu. Þegar fjórðungur pizzunnar hafði verið skorinn í burtu, líktist hún mest höfði með munninn opinn, og það var það sem hvatti hann til að búa til karakterinn sem var upphaflega þekktur sem Puck-Man. Hinsvegar var ekki hægt að nota nafnið Puck-Man, þar sem amerískir krakkar skemmdu spilakassana með því að breyta nafninu í dónalegt orð. Þar með varð Pac-Man ameríska…