Hópur ungra villinga úr blokk í suður Lundúnarborg hafa það að iðju að ræna aðra og slæpast um stefnulaust, en bregður þó heldur betur í brún þegar loftsteinn hrapar hjá þeim þegar þeir eru í miðju ráni. Áður en þeir vita af ræðst geimvera á þá og þeim tekst að drepa hana í æsingnum. Þeir komast þó brátt að því að geimveran er einungis upphafið af innrás úr geimnum sem virðist beinast aðallega að blokkinni þeirra. Nú er tími til að standa saman, halda lífi og verjast þessari ógn, en það reynist erfiðara en þeir bjuggust við. Myndin er óður…
Author: Nörd Norðursins
Hin árlega Haustráðstefna Skýrr verður haldin föstudaginn 9. september á Hilton hótel við Suðurlandsbraut. Ráðstefnan, sem er sú stærsta frá upphafi, snýr að upplýsingatækni og verða 60 fyrirlestrar í 6 mismunandi fyrirlestralínum. Meðal annars mun Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP ræða um tengsl tölvuleikjanna EVE Online (PC) og Dust 514 (PS3) og Jeff Weiland hjá Facebook mun fjalla um „The Facebook Process“. Á kynningarsíðu ráðstefnunnar segir: Föstudaginn 9. september 2011 verður hin árlega Haustráðstefna Skýrr haldin á Hilton-hótelinu við Suðurlandsbraut. Þetta er stærsta ráðstefna Skýrr um upplýsingatækni frá upphafi, enda um 60 fyrirlestrar í boði á 6 mismunandi fyrirlestralínum.…
Kall Cthulhu H.P. Lovecraft Þýðing: Þorsteinn Mar HRYLLILEGA LEIRMYNDIN Ég held að mesta miskunn sem mannkyninu hafi verið sýnd er vangeta þess að setja alla vitneskju sína í samhengi. Við erum stödd á friðsælli eyju þekkingarleysis, í miðju svartahafi eilífðarinnar og okkur var ekki ætlað að ferðast langt þaðan. Vísindagreinar halda kappsamar hver í sína átt og hafa hingað til ekki verið okkur til mikilla ama, en dag einn munum við púsla saman brotakenndri þekkingu okkar og uppgötva hve veruleikinn er hræðilegur. Þá fyrst munum við sjá hve staða okkar er ógnvekjandi og við það missum við…
Hvar er sólin? HA! Er umferðarteppa? Er byrjað að snjóa? Hver er að pissa móti vindi?! Hvar er Valli? Með snjallsímaforritinu Icecams 2K11 er hægt að fylgjast með Íslandi í beinni. Víðsvegar um landið eru myndavélar sem forritið tengist og birtir myndir úr þeirri myndavél sem notandinn velur. Auk þess birtir forritið einfaldar veðurupplýsingar fyrir hvern stað fyrir sig. Hægt er að fylgjast með myndavélunum dag og nótt allan ársins hring. Forritið er hannað af íslenska fyrirtækinu Open.is sem sérhæfir sig í lausnum fyrir snjallsíma á Windows Phone 7, en Icecams 2K11 er eingöngu fáanlegt í WP7. Open.is hafa selt ýmis…
Leikjavík mun standa fyrir fyrirlestrum og vinnustofum um borðspil í vetur um hvernig er hægt að búa til spil. Kynningarfurndurinn mun fara fram í Leikjavík (Barónsstíg 3) fimmtudaginn 8. september kl. 20:00. Á Facebook síðu viðburðarsins stendur: Allir sem hafa minnsta áhuga á því að gera spil eða í raun bara allir sem hafa gaman að spilum hafa nú tækifæri og aðstöðu til að læra hvernighægt er að búa til leiki og spil. Borðspilamiðstöð Reykjavíkur mun í vetur halda fyrirlestra og vinnustofurum borðspilahönnun, auk þess sem við munum bjóða upp áaðstöðu og tól til að gera prufueintök af spilunum…
Þrumukettirnir birtust aftur í imbakassann í ágúst á Cartoon Network sjónvarpsstöðinni, en þessi endurgerð af hinum samnefndu þáttum frá níunda áratugnum hafa vakið mikla athygli og lof vestanhafs. Að þessu sinni hefur stíllinn gjörbreyst og alvarlegri tónn tekur við af þeim gamla sem einkenndi flestar sjónvarpsteiknimyndir á níunda áratugnum. Flestir kannast við þættina og persónurnar að einhverju leyti nú til dags- hvort sem fólk sá þættina hér á Stöð Tvö á seinni hluta níunda áratugsins, eða nýrri kynslóðirnar sem þekkja til þáttanna á hæðnislegan hátt á borð við Family Guy tilvísanir (enda nóg til að grínast með), en ansi…
Hvað gerist þegar þú ýtir á flipann á tilgangslausasta tæki í heimi? Tækið er hægt að kaupa tilbúið á netinu – eða þú getur búið til þitt eigið eintak með þessum leiðbeiningum!
Jóhann Þórsson fjallar um FIMM BESTU VÍSINDASKÁLDSÖGUR ALLRA TÍMA. Bókin Dune kom út árið 1965 og vann bæði Hugo og Nebula verðlaunin það árið. Reyndar var þetta í fyrsta skipti sem Nebula verðlaunin voru gefin út, en þau hafa reynst ágætis mælikvarði á gæði vísindaskáldsagna. Atburðirnir í Dune eiga sér stað á eyðimerkurplánetunni Arrakis sem er þakin því sem kallast melange. Melange er kallað krydd í bókinni („spice“) en er í raun hálfgert eiturlyf og veitir þeim sem taka það inn lengra líf, meiri þrótt og bætta vitund. Í heiminum sem Dune gerist í telst melange dýrmætasta efni sem völ…
Það helsta í september 2011! 2. sept. Driver: San Francisco 2. sept. Madden NFL 12 9. sept. Warhammer 40.000: Space Marine 9. sept. Dead Island 9. sept. Resistance 3 9. sept. El Shaddai: Ascension of the Metatron 20. sept. Gears of War 3 23. sept. F1 2011 30. sept. FIFA 12
Icelandic Gaming Industry (IGI) verða með fyrsta hittinginn sinn eftir gott sumarfrí annað kvöld, 1. september, kl. 20 á Hvítu Perlunni þar sem tölvuleikjakeppnin Game Creator verður meðal annars kynnt til sögunnar. Game Creator er keppni í tölvuleikjagerð (Game Developer Competition), þar keppendur notað snilligáfu sína og frumleika til að koma leikjahugmyndum sínum á framfæri. Ferlið hefst 3. september og stendur yfir í 2. mánuði, eða þar til 29. október. Game Creator er lýst svona á heimasíðu keppninnar: Game Creator is a competition for the best computer game, starting with brainstorming good ideas and, by the end of the competition,…