28 Spoons Later er nýr leikur fyrir iPhone og iPad frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu MindGames. Í leiknum fer spilarinn í hlutverk fórnarlambs uppvaknings sem kann mannasiði og ætlar sér að borðar heila eins og sannur fagmaður. Sem betur fer borðar uppvakningurinn ekki heilann nema með skeið og þarf spilarinn því að halda sér á lífi eins lengi og hann getur með því að beygja skeiðina með hugarorkunni. Leiknum er í raun og veru stjórnað með hugarorku og þarf að tengja PLX XWave, sem er sérstakt höfuðtól sem skynar heilabylgjur, við tækið til að spila leikinn. MindGames sendi frá sér stutt myndskeið þar sem…
Author: Nörd Norðursins
EVE Fanfest er árleg hátíð tileinkuð fjölspilunarleiknum EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Við hjá Nörd Norðursins heimsóttum hátíðina í fyrra í Laugardalshöll og ekki annað hægt að segja en að stemningin hafi verið frábær og mikill metnaður lagður í verkefnið. Skákboxið var epískt! Hátíðin er fyrst fremst ætluð þeim sem spila EVE Online þar sem starfsmenn CCP fara yfir nýlegar og væntanlegar breytingar og uppfærslur á leiknum. En auk þess er boðið gestum upp á (djamm)ferðir, svaðalega (bjór)drykkju og sveitt partý. EVE Fanfest 2012 verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana 22. – 24. mars. Hér eru tvö…
Þessi grein er unnin út frá kafla úr lokaritgerð minni í sagnfræði, Nörd Norðursins, frá 2008 þar sem ég fjalla um helstu leikjatölvusamfélögin á Íslandi. Samfélögin hafa m.a. séð um tölvuleikjakeppnir á borð við Skjálfta, spjallsíður fyrir áhugamenn leikjatölva og fleira. Einnig mun ég skoða hvaða hópur/hópar það er/u sem nota leikjatölvur helst, en til að komast að því safnaði ég saman upplýsingum yfir 3.400 notendur á spjallborðum Íslenska PlayStation Samfélagsins og Íslenska Xbox Samfélagsins. En til gamans má geta að þegar upplýsingunum var safnað saman árið 2008 voru 2.200 skráðir notendur í Íslenska PlayStation Samfélaginu en þeir eru orðnir 7.205 í…
Þann 4. apríl 2011 kom fyrsta tölublað veftímaritsins Nörd Norðursins út. Síðan þá hafa fimm tölublöð komið út með mánaðar millibili. Í ágúst kom 5. tölblaðið út og var ákveðið að leggja veftímaritið í salt og efla heimasíðu Nörd Norðursins þess í stað. Á árinu höfum við birt yfir 230 færslur af fréttum, gagnrýni á tölvuleikjum og kvikmyndum, umfjöllun á spilum, viðburðum, tónlist og bókum, lengri greinum, séríslensku efni, bleiku efni, leikjanördabloggi, tæknifréttum, viðtölum og fleira. 15 mest lesnu færslur ársins 2011 er hægt að nálgast hér. Þrátt fyrir að Nörd Norðursins hafi byrjað sem veftímarit en er nú í formi…
gAtari og Chipophone eru ansi merkileg hljóðfæri. Þau eru bæði sérstaklega hönnuð af eigendum þeirra og gefa frá sér ansi áhugaverða kubbatóna. gAtari er hljóðfæri sem er búið til úr gamalli Atari 2600 tölvu og nokkrum aukahlutum og minnir svolítið á gítar í útliti, en Chipophone er orgel sem hefur verið breytt svo það gefi frá sér undurfagra 8-bita tóna. Með því að smella hér getur þú séð hvernig Chipophone-inn var búinn til. En hvernig virka hljóðfærin og hverskonar tónar koma úr þeim. Hér fyrir neðan eru myndbönd þar sem skaparar hljóðfæranna spila nokkur valin lög. – BÞJ
Þá er árið 2011 að líða undir lok. Að því tilefni höfum við tekið saman 15 mest lesnu færslurnar yfir árið! Byrjum á númer 15… #15 8 sjónvarpsþættir fyrir veturinn Þegar vetur er genginn í garð eykst sjónvarpsefni til muna og fyrir þá sem vilja þættina sína með yfirnáttúrulegu og/eða nördalegu ívafi er af nógu að taka. Lesa #14 Óvæntur glaðningur í Góða Hirðinum Leikjanördið lagði leið sína í Góða Hirðirinn og fann hrúgu af spennandi hlutum fyrir tölvuleikjasafnarann. Meðal annars leyndist hrúga af gömlum Sinclair Spectrum leikjum þar! Lesa #13 DOOM 18 ára!…
Laugardaginn 31. desember mun íslenska leikjafyrirtækið Gogogic loka fyrir samfélagsleikinn Vikings of Thule. Að því tilefni höfum við ákveðið að kveðja leikinn með því að spila hann í síðasta sinn og fjalla um hann samhliða því. Vikings of Thule er MMORPG (Massively Multiplayer Online Role Playing Game) fjölspilunarleikur sem hefur verið hægt að spila ókeypis á Facebook og hi5. Í leiknum stjórnar spilarinn víkingi sem er á höttunum eftir völdum, en markmið leiksins er að verða ein/n af þeim 39 sem stjórna landinu og eru með atkvæðisrétt á Alþingi. Á leið sinni til valda þarf spilarinn að berjast við ýmsa…
Hveru magnað væri að geta notað FUS RO DAH úr Skyrim í raunveruleikanum?! Hér koma nokkrar ansi fyndnar útgáfur af þessu magnaða drekaöskri, en byrjum á því að sjá hvernig öskrið virkar í leiknum.
Við hjá Nörd Norðursins óskum ykkur gleðilegra jóla! Með aðstoð Sierra On-Line og stafrænna töfra sem áttu sér stað í grafík og hljóði í tölvum árið 1988 bjóðum við upp á sannkallaða jólastemningu af gamla skólanum. Njótið!
Árið 1994 gaf tölvuleikjaútgefandinn Bethesda Softworks frá sér tölvuleik að nafni The Elder Scrolls: Arena. Leikurinn átti í fyrstu erfitt uppdráttar því kaupendur gerðu sér ekki grein fyrir gæðum hans þar sem Bethesda hafði upp að þessu verið þekkt sem lítil íþróttaleikjaútgáfa og þótti þetta því frekar óvenjulegt skref, að fara yfir í þessakonar leik. Hægt og rólega fór þó orðrómur að berast út um gæði leiksins og hann byrjaði að fá þá viðurkenningu sem hann átti skilið. Frá þeim degi hafa verið gefnir út fjórir aðrir leikir í Elder Scrolls seríunni, og vinsældir leikjanna vaxa með hverjum nýjum leik.…