Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Ert þú eða þekkiru einhvern sem er með nördalegt húðflúr? Nördavefurinn Nörd Norðursins í samstarfi við húðflúrstofuna Bleksmiðjuna hefur leitina að nördalegasta flúri Íslands! Veglegir vinningar eru í boði Bleksmiðjunnar fyrir vinningshafa. Sigurvegarinn fær 25.000 kr. inneign upp í húðflúr hjá Bleksmiðjunni, auk þess fær annar vinningshafi 10.000 kr. inneign. Það er einfalt að taka þátt! Þú tekur einfaldlega mynd af flúrinu þínu og sendir myndina ásamt upplýsingum á nordnordursins(at)gmail.com fyrir 23. mars 2012. Þann 23. mars verða allar myndirnar settar inn á Facebook síðuna okkar þar sem kosningin um fyrsta sætið mun fara fram. Það flúr sem fær flest…

Lesa meira

Fimmtudaginn 22. mars verður haldin tölvuleikjaráðstefna á vegum Icelandic Gaming Industry (IGI) í Hörpu með yfirskriftinni The Future is Bright, eða framtíðin er björt. Hið risavaxna EVE Online Fanfest mun standa yfir á sama tíma í Hörpu og má því segja að tónlistar- og ráðstefnuhúsið öðlist sína fyrstu nördabólu í mars. Það verður boðið upp á þétta og áhugaverða dagskrá sem hefst kl. 9:30 og lýkur kl. 16:00. Dagskrá 09:30 – Registration begins 10:00 – 10:10 Opening speech –Hilmar Veigar Pétursson CEO CCP 10:15 – 11:00 Session 1 – The significance of unity – Lorna Evans 11:10 – 12:00…

Lesa meira

Við hjá Nörd Norðursins höfum tekið okkur saman og skrifað um bestu tölvuleikina 2011. Hver og einn okkar hefur valið einn leik sem er að okkar mati besti leikur ársins og segir í stuttu máli frá valinu og leiknum. Hvaða tölvuleikur er besti leikur ársins 2011 að þínu mati? BJARKI ÞÓR: L.A. NOIRE Leikjaárið 2011 var ótrúlega öflugt og langt síðan ég hef fengið jafn marga spennandi leikjatitla í hendurnar á einu ári. Leikirnir Portal 2, Mortal Kombat og From Dust, indí leikirnir Blocks That Matter og ilomilo (kom út 2010 fyrir Windows Phone 7, en 2011 á Xbox…

Lesa meira

Project Nim er bresk heimildarmynd frá árinu 2011 sem fjallar um simpansann Nim Chimpsky sem var tekinn ungur frá móður sinni og alinn upp af mennskri fjölskyldu á sjöunda áratugnum í tilraunaskyni. Tilgangurinn með þessari tilraun var að kanna færni simpansa í mennsku umhverfi og hvort þeir gætu lært táknmál til að tjá sig. Nim var alinn upp af  vinalegri og og vægast sagt frjálslegri fjölskyldu , mamman var meðal annars með hann á brjósti – mjög hippalegt. Herbert S. Terrace hjá Columbia University var með yfirumsjón yfir verkefninu og heimsótti Nim af og til á meðan hann óx úr…

Lesa meira

Margir hafa beðið eftir Star Wars: The Old Republic með mikilli eftirvæntingu. SWTOR, eins og hann kallast, er hlutverka-fjölspilunarleikur á netinu eða MMORPG (Massively Multiplayer Online Role-Playing Game). Leikurinn gerist þúsundum ára fyrir atburði kvikmyndanna sem er skynsamleg ákvörðun hjá leikjahönnuðinum BioWare því að saga þessa alheims nær yfir þúsundir ára og því af nógu að taka. Spilarinn getur valið að vera hluti af Alheimsveldinu (Galactic Empire) eða Sith Lýðveldinu (Sith Republic). Alheimsveldið eru hinir góðu en Sith Repúblikanarnir eru eðlilega þeir vondu. Þetta minnir óneitanlega á Alliance og Horde í World of Warcraft en það er varla hægt að…

Lesa meira

Í kvöld voru bresku BAFTA kvikmyndaverðlaunin, eða The British Academy Film Awards, afhent og var ofursnillingurinn og alvitringurinn Stephen Fry kynnir kvöldsins. Líkt og á Golden Globe hlaut The Artist fjölda verðlauna, meðal annars sem besta myndin. Vinningshafar kvöldsins voru: BESTA KVIKMYNDIN THE ARTIST THE DESCENDANTS DRIVE THE HELP TINKER TAILOR SOLDIER SPY FRAMÚRSKARANDI BRESK KVIKMYND MY WEEK WITH MARILYN SENNA SHAME TINKER TAILOR SOLDIER SPY WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN FRAMÚRSKARANDI FRUMRAUN BRESKRA HÖFUNDA, LEIKSTJÓRA EÐA FRAMLEIÐANDA ATTACK THE BLOCKR BLACK POND CORIOLANUS SUBMARINE TYRANNOSAUR KVIKMYND SEM ER EKKI Á ENSKU INCENDIES PINA POTICHE A…

Lesa meira