Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Kannast þú við að hafa spilað nýlegan Bethesda leik, og þá sérstaklega Oblivion eða Skyrim og fengið löngun til að prufa hinn fræga forvera þeirra, Morrowind? Ef svo er þá eru miklar líkur á því að hafir þú fljótlega gefist upp á leiknum, ef miða má við spjallborð á netinu. Það er líklegast vegna þess að hann býður, að margra mati, upp á „of mikið frelsi“ – allavega til að byrja með. Til að mynda byrjar leikurinn á því að þér er hent út í risastórann heim án útskýringa og þér sagt að skemmta þér. Þó svo að flestir hlutverkjaleikja…

Lesa meira

Hver man ekki eftir gömlu góðu Turtles teiknimyndunum sem tröllriðu öllu á tíunda áratugnum? Kyle Roberts hefur alla vegana ekki gleymt þeim, en í þessu stutta Stop Motion mynbandi hefur hann endurgert upphafsstefið í þessum vinsælu teiknimyndaþáttum með handteiknuðum bakgrunnum og Turtles leikföngum. Þetta myndband ætti að setja nostalgíubeinið á fullann snúning í öllum gömlum Turtles aðdáendum. – KÓS

Lesa meira

Leitin að nördalegasta flúrinu er nú hálfnuð og eru tvær vikur þar til Facebook kosningin hefst. Hingað til hefur fjöldi fólks sýnt leitinni áhuga og hjálpað til við að dreifa orðinu um keppnina um sveitta og dimma undirheima nördanna – og við viljum þakka kærlega fyrir það! Hingað til hafa 25 einstaklingar með 34 húðflúr sótt um þátttöku í keppninni og stefnir allt í spennandi kosningar milli fjölbreyttra flúra. Við viljum hvetja þá sem eru með nördaleg húðflúr, eða þekkja aðra með nördaleg flúr, að taka þátt í leitinni okkar að nördalegasta flúrinu. Veglegir vinningar eru í boði Bleksmiðjunnar…

Lesa meira

Þættirnir Leikjatal hófu göngu sína á Kvikmyndir.is í febrúar. Í þáttunum gagnrýna leikjanördarnir Hilmar Finsen og Arnar Steinar tölvuleiki með aðstoð mynda og myndskeiða. Þættirnir eru á léttu nótunum og hafa þeir drengir meðal annars gagnrýnt og spjallað um Skyrim, League of Legends og The Darkness II. Þættina er hægt að nálgast frítt á tölvuleikjasvæði Kvikmyndir.is, og fá nýtt efni beint í æð á Facebook-síðu Leikjatals. – BÞJ

Lesa meira

Ert þú einn af fjölmörgum aðdáendum kvikmyndarinnar The Big Lebowski? Þá ættir þú að mæta á Big Lebowski Fest 2012 þar sem fólk klæðir sig upp sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, keppa í keilu og spurningakeppni, horfa á myndina saman og slappa af! Þetta er í sjötta skipti sem hið árlega Big Lebowski Fest er haldið og má búast við miklu fjöri. Big Lebowski Fest 2012 verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 10. mars og er miðaverð 2.800 kr. (innifalið í verðinu er þátttaka í hátíðinni, keila, stór bjór og Lebowski-bolur). Miðasala er hafin á Bolur.is. …

Lesa meira

Í fyrra hélt ÓkeiBæ bókaútgáfa myndasöguáskorun í tengslum við Ókeypis Myndasögudaginn og birti myndasögur sigurvegaranna í tímaritinu ÓkeiPiss. Nú geta myndasöguteiknarar yddað blýantinn sinn þar sem Ókeibæ ætla að endurtaka leikinn: Síðasta ár hélt ÓkeiBæ myndasögukeppni fyrir tímaritið ÓkeiPiss sem var gefið á „Ókeypis Myndasögudaginn“. Bestu sögurnar voru birtar í blaðinu ásamt efni frá helstu myndasöguhöfundum landsins. Nú er komið að því aftur! Þann 5.maí næstkomandi verður hinn alþjóðlegi „Free Comic Book Day!“ Nexus mun gefa blöð (ég skrifaði næstum „gefa blóð“) og ÓkeiBæ gefur út ÓKEIPISS #2! Vilt ÞÚ vera með? Nú skorum við á þig að…

Lesa meira

Eins og flestir íslenskir leikjanördar vita að þá mun MMOFPS (Massively Multiplayer First-person Shooter) leikurinn Dust 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP tengjast hinum risavaxna EVE Online heimi. Leikurinn er væntanlegur í sumar og verður eingöngu fáanlegur fyrir PlayStation leikjavélina. Samkvæmt nýjustu fregnum verður ókeypis að sækja og spila Dust 514, en upphaflega stóð til að selja leikinn fyrir u.þ.b. $20 í gegnum PSN og fengi kaupandinn þá $20 virði af gjaldmiðli leiksins með í kaupæti. Leikurinn mun enn styðjast við smákaup í gegnum leikinn, þar sem spilarinn getur keypt ýmsa hluti í leiknum, en enginn þeirra mun hafa bein áhrif…

Lesa meira

VARÚÐ – GREININ INNIHELDUR SPILLA (SPOILERS)! – Á næstu vikum mun ég taka fyrir Dead-seríu Romeros þar sem ég fer yfir sögu þeirra og greini þær. Ég hef nú þegar farið yfir Night of the Living Dead (1968) og Dawn of the Dead (1978) og í þessari grein mun ég fara yfir þriðju Dead-myndina, Day of the Dead, eftir George A. Romero. Að sögu lokinni dembum við okkur í greiningu á myndinni. SAGAN Uppvakningar hafa tekið yfir jörðina og er fylgst með hópi fólks sem vinnur fyrir herinn neðanjarðar í skjóli frá uppvakningum. Hefðbundin vopn hafa ekki dugað í…

Lesa meira