Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Eins og allir vita reis Jesú upp frá dauðum og breyttist í zombí kanínu á þessum degi fyrir mörgum áratugum síðan. Að því tilefni ætlum við að borða alltaf mikið af súkkulaðieggjum, spila tölvuleiki, horfa á skrítnar költ myndir og skreyta fallegar zombí kanínur. Við hjá Nörd Norðursins óskum ykkur gleðilegra páska!! Mynd: Criminal Crafts.

Lesa meira

Já, fötin skapa svo sannarlega hetjuna. Það mætti jafnvel segja að búningurinn sé það mikilvægasta í fari hetjunnar – manneskja sem hefur aldrei lesið myndasögur eða horft á kvikmyndir þekkir þó til að mynda búning Superman. Það sama má segja um Batman, Spider-Man, og ótalmargar ofurhetjur, en jafnvel goðsagnakenndustu ofurhetjurnar eru ekki óhultar þegar kemur að breytingum. Hvort sem það eru vel heppnaðar uppfærslur eða misheppnaðar yfirhalningar þurfa ofurhetjur reglulega að ganga í gegnum breytingar á búningum sínum, en hér fyrir neðan getið þið séð þá búninga sem….tjah, lesið áfram. SUPERMAN Maður hefði haldið að fyrsta, stærsta og vinsælasta…

Lesa meira

Í vikunni svipti Google hulunni af nýjum tæknigleraugum sem fyrirtækið hefur verið að þróa undir nafninu „Project Glass“. Tæknimöguleikar gleraugnanna eru kynntir í stuttu kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan, en gleraugun virka sem tilkynningar- og upplýsingarkerfi fyrir notandann, sem notar raddskipanir til að framkvæma ýmsar aðgerðir. Út frá myndbandinu að dæma ættu tæknigleraugun að gagnast mörgum og auk þess bjóða upp á skemmtilega upplifnu. Heimild: Google+ Tengt efni: Google snjallgleraugun mátuð [MYNDIR] – BÞJ

Lesa meira

Kæri lesandi, Fyrir nákvæmlega ári síðan sat ég sveittur fyrir framan tölvuskjáinn að pússla saman efni í fyrsta tölublað Nörd Norðursins – en fyrir þá sem ekki vita það þá byrjaði Nörd Norðursins sem veftímarit. Viðtökurnar voru vægast sagt frábærar og létu margir hvatningarorð falla í kjölfarið, sem virkuðu eins og nítró á vel smurða nördavél. Eftir fimmta tölublaðið ákváðum við að gera efnið okkar aðgengilegra með því að birta það beint á heimasíðunni okkar. Í kjölfarið hefur heimsóknum á síðuna fjölgað jafnt og þétt og eru sífellt fleiri  lesendur að bætast í hópinn. Auglýsing fyrir 1. tbl. Nörd…

Lesa meira

Hvar verða illmenni á borð við Svarthöfða, Freddy Krueger og Jason Voorhees á sínum eldri árum, og hvernig munu þau líta út? Ítalski ljósmyndarinn Federico Chiesa er með nokkrar skemmtilegar hugmyndir. Carolina Trotta sá um förðun. Heimild: Laughing Squid Beinn hlekkur á ljósmyndaseríuna: Horror Vacui, Federico Chiesa – BÞJ

Lesa meira

Leikurinn Journey er nýjasta afurð Thatgamecompany sem gerði leikina Flow og Flower (fyrir þá sem sjá mynstur alls staðar þá er ég sammála ykkur; leikurinn hefði átt að heita Flowerer). Fyrirtækið er samningsbundið Sony Computer Entertainment og því hafa leikirnir aðeins komið út fyrir PS3. Leikir þeirra þykja öðruvísi en aðrir og koma iðulega upp þegar talað er um leiki og list. Í Journey er engin breyting þar á og færir hugsanlega sterkustu rök fyrir því að leikir geta verið (eru) list. Thatgamecompany hefur það að leiðarljósi að vekja upp tilfinningar hjá spilaranum fremur en að byggja á hefðbundinni leikhönnun…

Lesa meira

Þáttaröð byggð á Fallout tölvuleikjunum vinsælu er nú í framleiðslu. Guillermo del Toro (Pan‘s Labyrinth, Hellboy) mun koma til með að leikstýra þáttunum, en hann og Alfonso Cuarón (Children of Men) unnu saman að gerð handriti þáttanna. Um er að ræða svokallaða mini-seríu, sem þýðir að þættirnir verða eflaust ekki fleiri en tíu talsins. Tökur hefjast í Úkraínu í sumar, en Guillermo telur að þar sé að finna heppilegar staðsetningar fyrir upptöku þáttanna. Enn er á huldu hver söguþráður þáttanna mun vera, en mikil leynd virðist enn vera yfir verkefninu. Það er þó búið að tilkynna að þættirnir munu ekki byggjast…

Lesa meira