Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Nú þegar sumarið er komið, eiga nördar á hættu að lenda í þeim erfiðu aðstæðum að þurfa að spila golf. Hérna eru tíu atriði sem gætu hjálpað til við að gera leikinn skemmtilegri. Í stað þess að garga „FORE!“ skal hrópa „may the FORCE be with you“ – „FORCE” þarf að vera hrópað hátt en hávaðastuðull „may the“ og „be with you“ fer eftir geðþótta nördans hverju sinni (stoltustu nördarnir hrópa þó öll orðin jafnhátt). Stattu á miðri braut, rífðu þig úr að ofan, búðu þig undir að grípa golfkúlur með munninum og öskraðu „SHO’NUFF” með reglulegu millibili. Í…

Lesa meira

Starhawk er þriðju-persónu skotleikur sem var framleiddur af LightBox Interactive í samvinnu við SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Það hafa áður verið gefnir út leikir undir svipuðu nafni, Warhawk, en þrátt fyrir það tengjast þeir ekkert sögulega séð. Leikurinn er áframhaldandi þróun á leiknum sem kom út árið 2007 og var eingöngu fjölspilunarleikur. Leiknum er skipt í tvennt, hins vegar einspilun og svo fjölspilun í gegnum netið. Með leiknum fylgir netpassi og Warhawk frá 1995, sem er flugskotleikur og var meðal fyrstu leikjanna fyrir upprunalegu PlayStation tölvuna, en þá þarf að nálgast í gegnum…

Lesa meira

Í árdaga leikjatölvunnar var yfirleitt einn aðili eða smátt teymi sem sá um hönnunina. Þegar á leið fór fólk að sjá gróðann í tölvuleikjum/tölvum og fyrirtæki stækkuðu til muna og núna er ekki óalgengt að þúsund eða fleiri manns séu á bak við stóra leiki. Það eru þó alltaf einhverjir sem eru nógu klikkaðir til að gera þetta allt saman sjálfir og síðustu ár hefur verið nokkurs konar endurvakning á þessu sviði. Sjálfstæðir leikjahönnuðir geta nýtt sér markaðssetningu stóru fyrirtækjanna t.d. í gegnum Xbox Live Arcade, PSN eða iTunes Store og skipt gróðanum sín á milli. Indie Game: The Movie…

Lesa meira

Í Abraham Lincoln: Vampire Hunter er stiklað á stóru í lífi Abraham Lincolns, 16. forseta Bandaríkjanna. Það eru fáir sem vita þó að forsetinn barðist ekki aðeins gegn þrælahaldi í Bandaríkjunum, heldur einnig gegn blóðþyrstum vampírum! Í stuttu máli snýst söguþráður myndarinnar, sem er byggð  á samnefndir skáldsögu eftir Seth Grahame-Smith frá árinu 2010, um vampírubanann Abraham Lincoln. Sem ungur drengur verður Abraham vitni að því þegar að vampíra myrðir móður hans og verður það til þess að Abraham verður heltekinn hefndarþorsta. Í myndinni fylgjumst við svo með ferðalagi Abrahams og baráttu hans við þessar yfirnáttúrulegu verur. Sem sagnfræðinörd og…

Lesa meira

Ég ætla að fjalla um nokkuð grófa gamanmynd sem hefur ef til vill ekki fengið mikla athygli hér á landi, en mun eflaust gera það bráðlega. Myndin heitir God Bless America og var frumsýnd seinasta haust í Bandaríkjunum á kvikmyndahátíð í Toronto. Hún var svo sýnd á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum í vor og í gegnum VOD sjónvarpsleigur. Myndin er ekki komin í bíó hér á landi og ég veit ekki hvort það muni gerast. Vonandi samt, því þegar þetta er skrifað er mynd í bíó með 1,8 í einkunn á IMDb. Ef það er pláss fyrir slíkar myndir í…

Lesa meira

Síðastliðinn mánudag hafði Nörd Norðursins samband við alla forsetaframbjóðendurna og lagði fram fjórar mikilvægar spurningar sem tengjast málefnum sem snertir okkur öll – eins og hvernig myndi verðandi forseti bregðast við uppvakningaárásum á Íslandi? Þrír af sex forsetaframbjóðendum svöruðu spurningunum, en svör þeirra frambjóðenda sem hafa ekki svarað verða birt um leið og þau berast. Svör forsetaframbjóðenda eru birt í þeirri röð sem þau bárust. Forsetakosningarnar verða haldnar 30. júní 2012. Hannes Bjarnason Sem forseti Íslands, hvernig myndir þú bregðast við ef Svarthöfði og hans nánasta fylgdarlið myndi óska eftir kvöldverði með forsetanum á Bessastöðum? Bessastaðir væru ekki nóg fyrir…

Lesa meira

Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar þriðji viðmælandi er Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og byrjaði ungur að árum að syngja. Eftir hann liggja fjölmargar hljómplötur sem ná til breiðs hóps hlustenda. Páll Óskar er einnig þekktur fyrir að halda uppi hörkustuði á tónleikum, bæði sem tónlistarflytjandi og plötusnúður. Lögin „Allt fyrir ástina“, „International“, „Betra líf“ og „Er þetta ást?“ eru meðal þeirra fjölmörgu laga sem hafa náð miklum vinsældum hér á landi. Páll Óskar hefur farið um víðan völl og hefur m.a. stýrt útvarpsþáttunum Dr.…

Lesa meira