Já, það er föstudagur! R2D2 endurfæddur sem páfagaukur! Nokkrir góðir fyrir Nintendo spilarana Ef Tetris væri bíómynd! Samantekt mistaka fyrir júlí mánuð
Author: Nörd Norðursins
Icelandic Gaming Industry stækkar með tilkomu þess að Meteor Entertainment, bandarískur dreifingaraðili tölvuleikja, ákvað nú í vor að fá Írisi Kristínu Andrésdóttur til liðs við sig og aðstoða fyrirtækið með markaðs- og kynningarmál í Evrópu en þó sérstaklega á Norðurlöndunum, fyrir tölvuleikinn HAWKEN sem framleiddur er af Adhesive Games. Íris Kristín er einn af aðaleigendum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic og hefur auk þess starfað þar síðastliðin sex ár, nú síðast sem aðalframleiðandi. HAWKEN er fríspilunar (e. free-to-play) fyrstu persónu vélmenna skotleikur sem verður aðgengilegur í opinni betu prufuútgáfu þann 12. desember 2012, eða 12.12.12. Mikil eftirvænting ríkir fyrir útgáfu leiksins sem…
Tvennir Star Wars tónleikar verða haldnir á Íslandi þar sem að kvikmyndatónlist John Williams úr Stjörnustríðsmyndunum verður spiluð. Fyrri tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 28. nóvember og þeir seinni daginn eftir, fimmtudaginn 29. nóvember 2012. Hljómsveitarstjóri verður Lucas Richman. Eflaust verður hart barist um miðana og því um að gera að taka dagana strax frá og tryggja sér miða í tæka tíð. Miðasala er ekki hafin en það verður hægt að kaupa miða á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og heimasíðu Hörpu þegar nær dregur. Ætli Svarthöfði láti sjá sig aftur? Dagskrárbækling Sinfóníuhljómsveitar Íslands má nálgast hér (pdf) – BÞJ
Myndasögur eru sérstætt bókmenntaform. Reyndar vilja margir meina að þær séu hreint ekki bókmenntir, heldur list. Flestir sem þekkja til geta þó verið sammála um að í myndasögum tvinnast bókmenntir og myndlist svo vel saman að erfitt er að greina hvar eitt endar og annað byrjar. Myndasögur eru til í ótal greinum, af öllum stærðum og gerðum og frá flestum heimshornum. Með samspili mynda og texta gefa þær lesendum svo góða innsýn inn í hugarheim höfundar að næstum er hægt að tala um hugsanaflutning. Eftir að hafa lesið þennan inngang myndi mann væntanlega þyrsta í nánari kynni af myndasöguheiminum og…
Þar sem að Diablo 3 er búinn að vera meðal okkar dauðlegu mannvera í nokkurn tíma hefur skaparinn, Blizzard, haft tíma til að slípa þennan hráa demant í skínandi fínann demant. Leikurinn seldist í rúmlega 6.3 milljónum eintaka fyrstu vikuna eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á áætluðum tíma (15. maí 2012) og kom það á óvart þar sem að Blizzard eru þekktir fyrir það að seinka áætluðum útgáfudögum. SAGA Leikurinn á sér stað um tuttugu árum eftir fyrri leikinn, Diablo 2 og byrjar í bænum New Tristram. Furðulegur hlutur féll úr himnum og lenti á fornri…
Leikjaframleiðendurnir WayForward hafa tilkynnt að Double Dragon: Neon verði fáanlegur í september og er búið að gefa út verðmiðann á endursköpun þessa klassíska tölvuleiks. Tölvuleikurinn, sem er framhald af leikja seríunni Double Dragon, mun innihalda ýmiskonar nýjungar. Double Dragon: Neon verður fáanlegur á PSN (PlayStation Network) frá og með 11. september 2012 og mun kosta $9.99, leikurinn verður einnig fáanlegur á XBLA (Xbox Live Arcade) degi seinna og mun fást fyrir 800 Microsoft punkta. Um leikinn Double Dragon: Neon er nýjasti leikurinn í Double Dragon seríunni og fylgir tvíburunum Billy og Jimmy Lee í baráttu þeirra við andstæðinga sína. Leikurinn…
Góða helgi kæru nördar! Nei, ÉG er Batman! Stórfurðulegt atriði úr Batman þáttunum Batman og Flintstones-mótorhjólið Ef Pappírs Pési hefði leikstýrt Prometheus Hræðsla við tæknina!
Ritstjóri Nörd Norðursins var á röltinu um miðbæ London í gær og varð var við fjölmenni í grennd við Leicester Square. Við nánari athugun kom í ljós að stórstjörnur úr The Dark Knight Rises voru væntanlegar á Evrópufrumsýningu myndarinnar í Empire Cinemas og Odeon sem eru tvö kvikmyndahús sem eru staðsett við Leicester Square. Þegar ritstjóri mætti var búið að setja upp stórt líkan af grímu Leðurblökumannsins á torgið og rauði dregillinn var tilbúinn fyrir gesti. Mikil gæsla var á svæðinu enda mikið af æstum aðdáendum. Á svæðið mættu stærstu nöfnin úr The Dark Knight Rises; Christopher Nolan, Christian Bale, Tom Hardy, Morgan Freeman, Anne Hathaway, Joseph Gordon-Levitt…
Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar fjórði viðmælandi er Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca. Erpur (Blaz Roca) er tónlistar-, útvarps- og sjónvarpsmaður og jafnframt er hann talsmaður og umboðsaðili Johnny NAZ sem er væntanlegur á Skjá Einn í lok september, þar sem hann leysir úr öllum vandamálum íslensku þjóðarinnar frá upphafi landnáms. Blaz Roca hefur gefið frá sér fjölmarga slagar, þar á meðal „Stórasta land í heimi“ og „Stikluvík“. Erpur er einnig liðsmaður rappsveitarinnar XXX Rottweiler hundar sem hafa meðal annars gefið frá sér breiðskífurnar Þú skuldar og XXX Rottweiler hundar, en…
Ritstjórar Nörd Norðursins fóru á kvikmynda- og teiknimyndasöguhátíðina London Film & Comic-Con sem fór fram 6.-8. júlí síðastliðinn. Gillian Anderson, Hayden Panettiere, Jeri Ryan, Adam Baldwin, Holly Marie Combs og Tom Skerritt ásamt leikurum úr Star Wars og Game of Thrones voru meðal þeirra þekktu andlita sem sáust á hátíðinni. Fjöldi gesta mætti í glæsilegum búningum (cosplay) og var fullur salur af fjölbreyttum básum sem veittu nördum gott úrval af ýmiskonar varningi. Klæddu sig upp sem ofurhetjur Líkt og á MCM Expo London Comic Con voru fjölmargir sem klæddu sig upp í búninga. Mikill metnaðar var lagður í búningana…