Fréttir1

Birt þann 24. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Star Wars tónleikar með Sinfó í nóvember

Tvennir Star Wars tónleikar verða haldnir á Íslandi þar sem að kvikmyndatónlist John Williams úr Stjörnustríðsmyndunum verður spiluð. Fyrri tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 28. nóvember og þeir seinni daginn eftir, fimmtudaginn 29. nóvember 2012.
Hljómsveitarstjóri verður Lucas Richman.

Eflaust verður hart barist um miðana og því um að gera að taka dagana strax frá og tryggja sér miða í tæka tíð. Miðasala er ekki hafin en það verður hægt að kaupa miða á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og heimasíðu Hörpu þegar nær dregur.

Ætli Svarthöfði láti sjá sig aftur?

Dagskrárbækling Sinfóníuhljómsveitar Íslands má nálgast hér (pdf)

– BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑