Author: Magnús Gunnlaugsson

Íslendingar eru að einhverju leyti heimsfrægir fyrir að tapa sér í gleðinni á gamlárskvöld dúndrandi upp rakettum, veifandi stjörnuljósum og blysum . Við söfnumst saman og horfum á skipulagðar flugeldasýningar og dáumst að litadýrðinni sem skipuleggjendur hafa lagt á sig að gera sem stórfenglegasta. Þetta getur þó allt saman verið hægara sagt en gert því slíkt krefst skipulags og samvinnu en í Hanabi gefst leikmönnum tækifæri á að setja saman sína eigin flugeldasýningu. Hanabi er samvinnu spil fyrir tvo til fimm leikmenn. Markmið leiksins er að setja saman flugeldasýningu úr fimm mismunandi litum með spilum merktum frá einum og uppí…

Lesa meira

Árið 2014 kom út lítill indie tölvuleikur að nafni This War of Mine á Steam. Leikurinn naut gríðarlega vinsælda og nældi sér í þónokkur verðlaun. Leikurinn er byggður á raunverulegum atburðum eða nánar tiltekið í Bosníu stríðinu í kringum 1990 í borginni Sarajevo. Í stað þess að spilarinn spili hermann sem tekur þátt í stríðinu stjórnar hann óbreyttum borgurum sem hafa holað sig saman í niðurníddu húsi og þurfa að vinna saman til að lifa af kaldan veturinn og þar til að vopnahlé næst. Leikurinn setur þig í þær ömurlegu aðstæður sem fórnarlömb stríðs þurfa að kljást við. Ég spilaði þennann…

Lesa meira

Laugardaginn 30.apríl verður Alþjóðlegi borðspiladagurinn haldinn í fjórða skiptið um heim allann. Borðspiladagurinn er hugarsmíð Wil Wheaton, þáttastjórnanda Youtube þáttanna Tabletop sem notið hafa mikilla vinsælda, þar sem hann hvetur fólk til að hittast og spila sín uppáhalds borðspil eða prófa ný. Viðburðurinn hefur stækkað ár frá ári og í ár ætlar verslunarrisinn Barnes & Noble að vera með viðburði í öllum 640 verslunum sínum samtímis þann 30.apríl! Hér á Íslandi hafa tvær verslanir verið duglegar að bjóða uppá viðburði en sem fyrr eru það Spilavinir í bláu húsunum Faxafeni og Nexus í Nóatúni. Samkvæmt Facebook viðburð Spilavina er nóg…

Lesa meira

Fjórða þáttaröðin af Tabletop er nú í tökum en Wil Wheaton þáttastjórnandi og erkinörd hefur tilkynnt hvaða spil verða spiluð í þáttaröðinni sem mun hefjast í júní/júlí. Þriðja þáttaröðin olli nokkrum einstaklingum vonbrigðum þar sem ítrekað kom það fyrir að leikreglunum í spilunum hafði ekki verið fylgt nægilega vel eftir sem glöggvir áhorfendur tóku eftir og létu óánægju sína í ljós. Wheaton baðst afsökunar á þessum mistökum og hefur nú, til þess að koma í veg fyrir sömu mistök, fengið til liðs við sig einstaklinga frá útgefendum spilanna til að sjá til þess að farið verði eftir settum reglum. Nýja þáttaröðin…

Lesa meira