Author: Magnús Gunnlaugsson

Fyrir skömmu síðan ritaði ég frétt um að Fantasy Flight Games hefðu stofnað dótturfyrirtæki sem ætlaði að útbúa tölvuleiki byggða á spilum sem þeir hafa gefið út. Nú hefur verið opinberað hvaða spil verður hið fyrsta fyrir valinu en það mun vera samvinnuspilið The Lords of the Rings: The Living Card Game. Í því spili vinna einn til fjórir leikmenn saman í að berjast gegn herjum Sauron með því að notast við spilastokk sem samanstendur af 30 spilum. Spilaðar eru mismunandi senur og þurfa leikmenn ýmist að ákveða hvort þeir vilji klára það verkefni sem senan setur fyrir þeim á…

Lesa meira

Það hefur ekki verið skortur á spilum sem byggja á Cthulhu Mythos úr hugarheimi H.P Lovecraft. Fantasy Flight Games hafa verið iðnir við að gefa út margskonar spil sem tengjast því og hafa byggt upp sinn eigin heim sem þeir kalla The Arkham Files. Auk þeirra hafa verið gefin út fjöldamörg önnur spil einsog Cthulhu Love Letter, Cthulhu Fluxx, Mythos Tales, sem er Lovecraft útgáfan af Sherlock Holmes: Consulting Detective, Pandemic: Reign of Cthulhu og svo má áfram telja. Fyrir þá sem ekki þekkja til söguheims Lovecraft þá fjalla þær oftar en ekki um einhverja yfirnátturlega atburði, fórnir af ýmsum toga…

Lesa meira

Wizards of the Coast (WotC) og Rob Daviau hafa tekið höndum saman og tilkynntu að spilið Betrayal: Legacy sé væntanlegt í lok árs 2018, en þetta var tilkynnt á PAX Unplugged hátíðinni sem fram fór um helgina. Rob Daviau aðstoðaði við hönnun Betrayal at the House on the Hill árið 2004 þegar hann vann fyrir Hasbro. Í Betrayal: Legacy koma leikmenn til með að skoða hús fullt af reimleikum rétt einsog í grunnspilinu. Spilið mun innihalda forsögu (e.prologue) og því næst þrettán kafla sögu sem mun spanna nokkra áratugi. Leikmenn setja sig í hlutverk fjölskyldumeðlima sem flytja inn í húsið sem…

Lesa meira

Kynning Hvað gerir þú í daglegu amstri? Ég var með sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem sérhæfði sig í borðspila-grafík, svo eignaðist ég barn þannig að núna er ég að leita að starfi sem grafískur hönnuður. Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum? Ég man alltaf eftir því þegar ég fann Útvegsspilið í sumarbústaðnum hennar ömmu þegar ég var lítil. Mér fannst þetta þvílíkur fjársjóður (öll þessi peningabúnt!) og ég fékk að eiga það. Reglubókin fylgdi ekki með í kassanum svo þær voru byggðar á minni frænda míns og við fylltum í eyðurnar. Ég elskaði þetta spil og við spiluðum það…

Lesa meira

Fantasy Flight Games hafa undanfarið verið duglegir að blanda saman borðspilum og smáforritum til að auka upplifun spilara og einhverjum tilfellum einfalda reglur. Nú hafa þeir í samstarfi við Asmodee ákveðið að stofna nýtt dótturfyrirtæki sem ber nafnið Fantasy Flight Interactive (FFI héðan af). „Við stofnuðum nýja fyrirtækið ekki eingöngu til þess að færa borðspil yfir á stafrænt form. Við einblínum á stærri myndina og þá upplifun sem aðdáendur okkar myndu njóta góðs af með mismunandi útgáfuformi, auk þess að taka FFG í nýjar áttir.“  segir Christian T. Petersen, stofnandi FFG og og framkvæmdarstjóri Asmodee í N-Ameríku. FFG munu því…

Lesa meira

Eftir rúma viku hefst stærsta borðspilaráðstefna í heiminum, Spiel Essen, en þar koma saman hundruð útgefanda borðspila víðs vegar úr heiminum og kynna þúsundir nýrra spila sem eru nýlega komin út eða væntanleg í lok árs eða á fyrsta ársfjórðung næsta árs. Boardgamegeek heldur utan um stóran lista af væntanlegum og eftirsóttum spilum sem skoða má hér. Við skulum líta á fimm vinsælustu spilin (með flesta þumla) og skoða hverskonar spil það eru. NR. 5 – GAIA PROJECT Endurútgáfa af Terra Mystica nema nú í Sci-fi búningi. Í stað trölla, álfa og dverga koma mismunandi geimverur hver með sinn…

Lesa meira

KYNNING Hvað gerir þú í daglegu amstri? Ég er hugbúnaðarverkfræðingur hjá Svarma ehf. og vinn þar að því að þróa hugbúnað og stýringar fyrir flygildi (e. Drones). Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum? Sennilega þegar eldri systir mín eignaðist Verðbréfaspilið en í framhaldi af því eyddum við mörgum stundum í verðbréfabrask og að svíkja peninga úr höndum hvors annars í þessari eftirhermu af íslenskum hlutabréfamarkaði. Eintóm skemmtun og saklausar systkinadeilur! Eftir það var maður sífellt í þessum klassísku borðspilum: Monopoly, Hættuspil, Sjávarútvegsspilið, Jenga o.fl. Það var samt fyrst eftir Catan þar sem að þetta fór að vera talsvert ágengara áhugamál…

Lesa meira

Asmodee tilkynnti í gær að þrjú ný herbergi/ævintýri séu væntanleg á fjórða ársfjórðungi 2017 eða á bilinu október til desember. Unlock er flóttaleikur (e. Escape the Room) tegund af spili þar sem leikmenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir í kappi við tímann. Hægt er að lesa umfjöllun um fyrstu þrjú Unlock ævintýrin nánar hér. Fyrsta ævintýrið læsir leikmenn inn í yfirgefnu draugahúsi eftir að tal um mikla reimleika hafi átt sér stað undan farna þrjá daga. Rauði þráðurinn snýst í kringum úrklippu úr bók sem kallast „Bók hinna dauðu“ (e. Book of the Dead). Keppast leikmenn við að finna…

Lesa meira

Boardgamestats er nú loksins fáanlegt fyrir Android síma en forritið kom út fyrir skömmu á Google Play Store. Ég ritaði grein þar sem ég fór yfir alla helstu eiginleika BG-Stats og hversvegna þetta er algjörlega frábært forrit fyrir borðspila nörda. Forritið kostar litlar 2,99 evrur og svo er hægt að kaupa litlar viðbætur líka sem auka notkunar mögleika ennfremur. Hægt er að ná í forritið með því að smella á þessa slóð: BG-Stats á Play Store

Lesa meira

KYNNING Hvað gerir þú í daglegu amstri? Ég er hugbúnaðarsérfræðingur hjá Creditinfo og sinni allskyns viðhaldsvinnu og þjónustu í gagnagrunnum. Fyrir utan borðspil þá stunda ég mikla útivist og nýti hvert tækifæri til að hlaupa upp á fjöll. Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum? Ætli það hafi ekki verið fyrir um 10 árum síðan þegar ég keypti Risk 2210 eftir að hafa heyrt meðmæli frá vinnufélaga. Við skólafélagarnir spiluðum það annað slagið og færðum okkur síðan yfir í Catan. Þaðan stökk ég út í djúpu laugina og byrjaði að spila Twilight Imperium 3rd edition. Eftir það var ekki aftur…

Lesa meira