Í gær lagði ég leið mína, eins og svo oft áður, í Góða Hirðirinn. Félagi minn hafði lýst yfir áhuga að koma með mér eftir að ég sagði honum að stundum væri hægt að finna ágætis borðspil þarna í misgóðu ástandi, þannig að ég sótti hann og við rúntuðum upp í Fellsmúla. Eins og ég hef sagt áður í annari færslu fer ég aldrei í Góða Hirðirinn með neinar væntingar, enda hef ég hingað til aldrei fundið neitt markvert þar. Spennan við að finna mögulega eitthvað skemmtilegt og upplifunin af því að skoða gamalt drasl er venjulega nægileg fyrir mig.…
Author: Kristinn Ólafur Smárason
Í seinustu viku fékk ég sendan pakka frá Bretlandi og í honum var bókin Family Computer 1983 – 1994. Mig hefur langað til að eignast þessa bók allt frá því ég byrjaði að safna Famicom leikjum. Mér skilst að bókin hafi verið gefin út í Japan í tengslum við ljósmyndasýningu sem ljósmyndasafnið í Tokyo stóð fyrir. Í bókinni er að finna myndir af öllum Famicom leikjum sem voru gefnir út á árunum 1983 – 1994, en það eru jú árin sem Famicom tölvan og leikir fyrir hana voru í sölu í Japan. Þetta er því kjörin bók fyrir þá sem…
Í seinustu færslu lýsti ég vonbrigðum mínum yfir því að hafa óvart keypt bandaríska NES leiki í Geisladiskabúð Valda. Ég, og sennilega flestir sem eiga NES tölvu á Íslandi, erum með evrópsku útgáfuna sem notast við PAL kerfið, en bandarísku tölvurnar og leikirnir notast við NTSC kerfið. Án þess að ég fari út í of tæknilegar útskýringar á mismuninum á þessum kerfum, þá get ég sagt að þau virka jafnan ekki með hvor öðru. Sem sagt PAL leikir virka ekki á NTSC tölvu og NTSC leikir virka ekki á PAL tölvu. Þegar NTSC leikur er settur í PAL tölvu, sér…
Í gær kom ég við í Geisladiskabúð Valda. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Geisladiskabúð Valda lítil búð við Laugarveg sem selur notaða geisladiska, vinylplötur, DVD, VHS spólur, kassettur og að sjálfsögðu gamla tölvuleiki! Það er voðalega sérstakt að koma þarna inn. Gangvegurinn er rétt svo nægilega breiður svo tvær manneskjur geti smokrað sér fram hjá hvorri annarri, og á gólfinu og á veggjunum eru rekkar sem eru troðfullir af hulstrum og kössum utan af geisladiskum og fleiru. Ætli smiðurinn sem setti upp hurðina hafi verið fullur? Það má í raun segja að hver rúmmeter sé nýttur í Geisladiskabúð…
Af þeim sirka 100 Famicom leikjum sem ég á eru tæplega 30 þeirra svo kallaðir pirate leikir. Eins og ég er búinn að koma inn á áður þá eru pirate leikir, að vissu leiti, ólögleg framleiðsla í óþökk Nintendo. Flestir pirate leikir eru framleiddir í Asíu og A-Evrópu, og ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að alla vegana 90% af pirate leikjum, voru og eru, framleiddir í Kína. Í dag virða flest lönd alþjóðleg höfundarréttarlög, þannig að verslun með varning sem er greinilega einhverskonar eftirlíking getur verið varasöm. Sum pirate fyrirtæki reyna að nýta sér frægð þekktra merkja…
Í færslu seinasta mánudags kom ég örstutt inn á munin á Family Computer (Famicom) og Nintendo Entertainment System (NES). Það var samt aðeins toppurinn á ísjakanum eins og er sagt, því fjölmargir fleiri hlutir greina þessar tölvur að. Í rauninni mætti segja að Famicom og NES tölvurnar séu eins og tvíburar sem voru skildir að við fæðingu. Einn tvíburinn var alinn upp í fátækrahverfi þar sem hann var daglega misnotaður og rændur, en lærði þó heilmikið af reynslu sinni og varð við það að betri manneskju. Hinn tvíburinn aldist upp hjá ríkum foreldrum sem ofvernduðu hann. Hann fékk allt flottasta…
Ég reyni að fara alla vegana einu sinni í mánuði í Góða Hirðirinn til að skoða hluti sem fólk hefur hent í nytjagámana í Sorpu, eflaust hugsandi að viðkomandi hlutur sé ekki alveg kominn yfir í þann flokk að vera rusl. Fyrir þá sem ekki vita hvað Góði Hirðirinn er þá er það skransala sem starfar undir Sorpu. Fólk getur sett heillega hluti í sérstaka nytjagáma í Sorpu og þaðan eru þeir fluttir í Góða Hirðirinn þar sem starfsfólk vegur og metur hvort viðkomandi hlutir eiga skilið framhaldslíf á öðrum heimilum, eða séu í raun sorp sem eigi að henda.…
Þegar það ber á góma að ég safni gömlum tölvuleikjum og ég segist aðallega safna Famicom leikjum, þá eru viðbrögðin yfirleitt þau sömu: Manneskja: „Famicom? Hvað er það?“ Ég: „Famicom er sem sagt stytting á Family Computer, sem er japanska Nintendo tölvan.“ Manneskja: „Já ok, ertu sem sagt að safna leikjum fyrir gömlu gráu NES tölvuna?“ Ég: „Já líka, en samt aðallega fyrir Famicom tölvuna. Samt er japanska tölvan ekki grá, heldur hvít og rauð.“ Manneskja: „Ha? Af hverju? Eru leikirnir samt ekki sömu? Gráu plasthlunkarnir sem þarf alltaf að blása í?“ Ég: „Ja sko, ekki beint, leikirnir eru sumir…
Ég heiti Kristinn og ég safna gömlum tölvuleikjum. Síðastliðin mánuð hef ég verið að halda úti bloggi, sem ég kalla Leikjanördabloggið, þar sem ég skrifa um þetta áhugamál mitt. Leikjanördabloggið hefur fengið léttvægar en góðar móttökur hingað til, en það er auðvitað mjög hvetjandi að skrifa meira þegar maður sér að fólk hefur áhuga á að lesa röflið í manni. Bjarki, ritstjóri Nörd Norðursins, var einn af þessum fáu sem höfðu gaman af blogginu mínu, og bauð hann mér nú fyrir stuttu að flytja bloggið alfarið yfir á Nörd Norðursins. Mér leist mjög vel á þessa hugmynd af tveim ástæðum.…