Author: Jósef Karl Gunnarsson

Ef þú ert að pæla í hvað eigi að gera við afganginn af PlayStation inneigninni þinni þá eru þó nokkrir leikir undir 5 dollurum í bandarísku búðinni og þar á meðal er Galaga, klassíski spilakassaleikurinn sem mun fagna 35 ára afmæli næstkomandi september. Það er alveg magnað hvað þessi leikur er tímalaus, hann hefur aldeilis ekki elst illa. Þessi leikur er ekki flókinn, drepa óvinaflotann en það er hægara sagt en gert að ná góðu skori í leiknum. Þess vegna er leikurinn svo ávanabindandi, spilarinn vill alltaf gera betur, ná betra skori og setja bókstafi sína á topp fimm listann.…

Lesa meira

Það er ekki oft sem maður heyrir tónlistina úr kvikmynd áður en maður sér hana. Svo var raunin með The Slumber Party Massacre, ódýr slægjumynd frá 1982 framleidda af Roger Corman. Death Waltz Recording Company, nú þekkt sem Mondo, endurgaf tónlistina eftir Ralph Jones úr myndinni á vínyl með flottu umslagi. Var þó of seinn að nálgast hana þar en gat þó heyrt hana á YouTube til þess að heyra þessa snilld. Nýlega var Blu-ray diskurinn keyptur til þess að sjá hvort myndin væri eins góð og tónlistin. Plottið er ekki upp á marga fiska, táningur er einn heima yfir…

Lesa meira

Fyrir rúmlega mánuði síðan birtist myndband á YouTube þar sem Wes nokkur Copeland sýndi heiminum nýtt stigamet í spilakassaleiknum Donkey Kong frá 1981. Hvorki meira né minna en 1.218.000 stig. Það sem er merkilegast við þetta er að hann náði þessu með sama kallinum allan tímann. Fátt virðist benda til þess að þetta met verði slegið á næstunni. Margir hafa slegist um stigametið alveg frá því að leikurinn kom út árið 1981 og var efniviðurinn í heimildarmyndinni King of Kong: A Fistful of Quarters, þar sem Billy Mitchell og Steve Wiebe börðust um toppsætið árið 2007.

Lesa meira

Nidhogg er lítill leikur eftir Mark Essen þó svo að Messhoff sé nafnið á fyrirtækinu sem gaf leikinn út og er hann fáanlegur á bæði Windows og Makka. Code Mystics færðu leikinn yfir á PlayStation 4 og PS Vita. Leikurinn inniheldur tónlist frá tónlistarmanninum Daedelus. Takmark leiksins er að skylmast við andstæðing sinn og halda áfram för sinni þangað til maður kemst á leiðarenda… í ginið á risastórum ormi. Níðhöggur er nefnilega nafnið á orminum sem hægt er að lesa um í norrænni goðafræði. Það eru fjögur umhverfi sem hægt er að berjast í. Það eru 16 óvinir sem maður…

Lesa meira

Þegar fyrsti Uncharted leikurinn kom út árið 2007 þá kom fyrst upp í huga minn sú staðreynd að tölvuleikir væru að líkjast kvikmyndum meira og meira. Það var endalaust gaman að spila í gegnum þessi ótrúlegu ævintýri og upplifa það samhliða persónunum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan þriðji leikurinn kom út og rúmlega þrjú ár síðan The Last of Us kom út; eðlilega spurði maður sjálfan sig hvort Naughty Dog gætu toppað það. Nathan Drake hefur skilið við sitt gamla líf og er kvæntur Elenu. Heimilislífið og vinnan er klárlega ekki eins spennandi og ævintýrin sem hann var…

Lesa meira

Home er stuttur og einfaldur leikur frá árinu 2012 eftir Benjamin Rivers. Leikurinn er fáanlegur á PS4, PSVita, Steam (fyrir bæði PC og Makka) og iOS stýrikerfið (iPhone/iPad). Leikurinn minnir mann á þessa gömlu ævintýraleiki sem studdust við texta. Grafíkin endurspeglar það líka. Takmarkið er einfalt, að koma sér heim. Maður rankar við sér í ókunnugu húsi og man ekkert hvernig maður komst þangað. Maður finnur strax vasaljós við hlið sér og rambar á blóðugt lík. Honum líst ekkert á blikuna og vill ólmur komast heim til konunnar sinnar, Rachel. Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað…

Lesa meira

Flestir geta ekki hugsað sér að fara í gegnum daginn án þess að hlusta á tónlist og margir hlusta á útvarpið í vinnunni. Það geri ég ekki en hef lítinn iShuffle með mér sem ég fylli á af og til með hjálp forritsins SharePod því ég neita að nota iTunes. Oftast er ég með raftónlist, oftar en ekki, frá níunda áratugnum á græjunni minni. Undanfarið hef ég verið með tónlist úr tölvuleikjum í gangi og ákvað því að deila með lesendum Nörd Norðursins hvað ég hef verið að hlusta á. Í þessu tilfelli er ég að tala um frumsamin tónverk…

Lesa meira

Stundum koma skemmtilegar hugmyndir upp í kvikmyndum sem eru það góðar að oft ná þær að heilla mann upp úr skónum. Leikstjórinn og hinn handritshöfundurinn voru með sniðuga hugmynd sem sameinuðu tvær Michael Mann myndir frá níunda áratugnum: hvað ef þjófurinn úr The Thief hefði brotist inn til Tannálfsins í Manhunter? Arkin (Josh Stewart) er fyrrverandi fangi og vinnur sem smiður fyrir Chase fjölskylduna sem býr í stóru húsi úti í sveit. Hann er í smá vanda þar sem konan hans skuldar vafasömum mönnum háar fjárhæðir og þarf að útvega peninga fyrir miðnætti. Hann vill ekki að hún og litla…

Lesa meira

Last of Us var leikur síðasta árs á mínum lista og hjá ófáum öðrum spilurum og leikjagagnrýnendum enda vann hann til margra verðlauna. Einn af styrkleikum hans voru eftirminnilegar persónur og vel uppbyggð saga. Left Behind fylgir sama mótinu en nú beinist sviðsljósið af Ellie. Ef þú vilt ekki vita neitt um atburði aðalleiksins hættu þá að lesa núna. Sem viðbót þá er Left Behind mjög einföld; sagðar eru tvær litlar sögur samtímis sem fylla upp í söguþráð aðalleiksins. Ellie er að ná í lyf fyrir Joel sem liggur fyrir dauða sínum eftir atburðina á spítalanum en til þess þarf…

Lesa meira