Krúttlegi hopp og skopp leikurinn LocoRoco 2 hefur verið endurútgefinn á PS4 en hann kom upprunalega út árið 2008 á PSP. Fyrri leikurinn endaði á því að hið góða sigraði ill öfl sem vildu sölsa sig undir hreina og fallega plánetu. Þessi sömu illu öfl reyna að endurtaka leikinn í þessu framhaldi. Við fyrstu sýn þá virðist maður stjórna krúttlegum kúlum en svo kemur á daginn að maður er plánetan þar sem maður leiðbeinir kúlunum með því að halla umhverfinu til hliðar. Kúlurnar geta stokkið, stækkað með ákveðinni fæðu og deilt sér í litlar einingar. Í þessum framhaldsleik geta kúlurnar…
Author: Jósef Karl Gunnarsson
Síðasta svaðilförin með persónum úr Uncharted seríunni er loksins lent á PS4. Naughty Dog ætlaði að gera stutta sögu sem átti að vera í svipuðum sniðum og Left Behind fyrir The Last of Us. Svo vatt verkefnið upp á sig og sagan varð stærri í sniðum og ákveðið að þetta yrði leikur sem fengi að standa óstuddur frá Uncharted 4. Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross. Chloe var í Uncharted 2 og 3 á meðan Nadine kom við sögu í 4. leiknum. Chloe er á höttunum eftir fílabeini Ganesh og…
Wipeout er loksins kominn á PS4 en þó í formi safns af endurbættum útgáfum af eldri Wipeout leikjum: Wipeout HD, viðbótinni Wipeout Fury (PS3) og Wipeout 2048 (PS Vita). Í þokkabót eru Wipeout HD og Fury endurbættar útgáfur af Wipeout Pure og Pulse sem komu út á PSP á sínum tíma og Pulse var seinna eingöngu gefinn út fyrir PS2 í Evrópu. Wipeout er kappakstursleikur sem gerist í framtíðinni í heimi þar sem mannkynið hefur þróað tækni sem gerir farartækjum kleift að svífa um á ógnarhraða á sérhönnuðum brautum. HD og Fury gerast árið 2197 og ári síðar. Wipeout 2048…
Contradiction er morðgátuleikur þar sem spilarinn leikur rannsóknarlögreglumanninn Jenks sem hefur eina kvöldstund til að komast að því hvort nýlegt dauðsfall í þorpi einu sé sjálfsmorð eða morð. Leikurinn er rekinn áfram eingöngu af myndskeiðum og snýst leikurinn um að finna misræmi í sögum fólks sem þú tekur viðtöl við. Ef þú hefur gaman af því að horfa á breska morðgátuþætti sem gerast í litlum þorpum þá er óhætt að mæla með þessum leik. Leikurinn er sáraeinfaldur, maður notast við músina til þess að ferðast um þorpið og tala við fólk. Það er ekki hægt að gera mistök í leiknum…
Allt gengið er mætt aftur og allt hefur verið lagt í sölurnar til að gera framhaldið í það minnsta eins gott og fyrri myndin. Fyrri myndin sýndi okkur hvernig þessar ólíku persónur hittust og unnu saman til að bjarga vetrarbrautinni. Í þessari framhaldsmynd er talsvert auðveldara að fylgjast með sögunni þar sem við höfum kynnst persónunum áður og næsta ævintýri getur byrjað strax. Auðvitað nær hópurinn að espa upp lið og eru margir á eftir þeim. Í öllum hamaganginum hittir Peter Quill (Chris Pratt) alvöru föður sinn, Ego, en hann er leikinn af engum öðrum en Kurt Russell og er…
Það er kominn út nýr ævintýra smelluleikur frá LucasArts! Eða eins nálægt því og hægt er þar sem hér er á ferðinni glænýr leikur frá höfundum Maniac Mansion og Monkey Island leikjanna frægu. Leikurinn leit dagsins ljós í gegnum Kickstarter þar sem kringum 17.000 manns styrktu verkefnið. Það er ekki allt sem sýnist í smábænum Thimbleweed Park og það munu spilanlegu persónurnar fimm komast að þegar leiðir þeirra liggja saman. Tveir alríkislögreglufulltrúar koma á svæðið til að leysa morðmál en þau hafa aðra ástæðu fyrir að vera þarna. Trúðurinn Ransome má muna sinn fífil fegurri þar sem hann var á…
Sheep, Dog ‘n’ Wolf (einnig þekktur sem Looney Tunes Sheep Raider í Bandaríkjunum) er þrautaleikur sem gerist í Looney Tunes teiknimyndaheiminum. Leikurinn var framleiddur og gefinn út af Infogrames og kom út í september árið 2001 á bæði PlayStation og heimilstölvur með Windows stýrikerfi. Daffy Duck býður úlfinum Ralph að taka þátt í sjónvarpsþætti sem snýst um að stela kindum frá hundinum Sam. Eftir því sem kindurnar verða færri verða borðin stærri og umfangsmeiri; ekki nóg með það þá þarf að hætta sér ansi nálægt hundinum til að lokka kind frá hópnum. Í hverju borði eru hlutir sem úlfurinn þarf…
Ég var mikill Star Wars aðdáandi sem krakki eftir að pabbi minn fann VHS spólu af Return of the Jedi í ruslinu í sameigninni. Ég horfði óspart á hana í æsku. En eftir að maður eltist og sérstaklega eftir allar breytingarnar sem George Lucas gerði ásamt gæðum forleikjanna þremur þá minnkaði aðdáun mín á Star Wars í heildina. Maður var sáttur við Force Awakens en mundi samt ekki segja að hún væri eitthvað meistarastykki. Hún hélt boltanum rúllandi og altt var vissulega kunnuglegt hvað varðar söguframvindu. Nú er komin Rogue One: A Star Wars Story sem gerist skömmu fyrir fyrstu…
Deus Ex: Mankind Divided er fyrstu persónu skotleikur og notast við þriðju persónu þegar maður fer í skjól. Leikurinn er beint framhald Human Revolution og gerist 2 árum eftir atburði þess. Fyrir þá sem ekki hafa spilað fyrri leikinn þá er 12 mínútna myndskeið sem sýnir hvað gerðist í hinum leiknum. Adam Jensen starfar fyrir Interpol og hans verkefni er að stöðva hryðjuverkamenn sem hafa verið „betrumbættir“ með vélabúnaði og nýjustu tækni. Jensen er einnig „betrumbættur“ og eftir hræðilegan atburð, þar sem „betrumbætt“ fólk missti stjórn á vélabúnaðinum og sjálfum sér, er fólki skipt í tvo hópa. „Betrumbætt“ fólk er…
Það voru þó nokkrir leikir á PlayStation 2 leikjatölvunni sem ég spilaði mjög mikið en hvað varðar stíl og tónlist þá jafnast ekkert á við The Warriors frá Rockstar. Leikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 1979 þar sem eitt glæpagengi er ranglega sakað um morð og þarf að berjast alla leiðina heim. Í mínu tilfelli þá spilaði ég leikinn fyrst og sá myndina seinna og vissi allar línur enda er leikurinn nánast skot fyrir skot endurgerð á myndinni. Ég kolféll fyrir tónlistinni í leiknum enda fengu þeir að nota tónlistina eftir Barry DeVorzon ásamt lögum úr myndinni. Fleiri lögum…