Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Higgs bóseindin fundin?
    Fréttir1

    Higgs bóseindin fundin?

    Höf. Nörd Norðursins4. júlí 2012Uppfært:22. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Í dag á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna hafa evrópskir vísindamenn hjá CERN stofnunni skotið þeim bandarísku ref fyrir rass og tilkynnt mögulega uppgötvun Higgs eindarinnar eða „Higgs Boson“.

    Eðlisfræðingurinn Peter Higgs (og fleiri) spáði um tilveru þessarar eindar fyrir um 50 árum og þrátt fyrir að vísindamenn væru nokkuð vissir um tilveru hennar út frá öðrum þáttum, hefur hún ekki fundist fyrr en núna. Fundist er kannski ekki alveg rétta orðið; eindin hefur alla eiginleikasem Higgs eind á að hafa en vísindamenn munu staðfesta það endanlega síðar. Það má líkja þessu við að þeir hafi séð skugga risaeðlu og fótspor en ekki risaeðluna sjálfa. Það er ólíklegt en ekki óhugsandi að þetta sé ný eind, sem er ekki síður spennandi.

    Higgs eindin er merkileg fyrir þær sakir að þrátt fyrir hlutfallslega mikinn massa hverfur hún nánast samstundis og aðeins er hægt að „finna“ hana með eindahraðli eins og Stóra sterkeindahraðlinum hjá CERN (Large Hadron Collider). Hún er mikilvægur hluti staðallíkansins í eðlisfræði og útskýrir hvernig efni fá massa. Afar athyglisvert verður að fylgjast með skrifum um þessa eind á næstu dögum og vikum. Nú þegar er farið að tala um þetta sem uppgötvun aldarinnar í eðlisfræði.

    Fyrir áhugasama er hægt að leita eftir #Higgs á Google+ og Twitter.

    Heimild: CERN og Vísindavefurinn
    Mynd: CERN

    – Steinar Logi

    CERN Higgs bóseindin Peter Higgs Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEvrópuþingið fellir ACTA
    Næsta færsla Magic the Gathering: Magic 2013 forkynningarmót
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Out of the Loop fær uppfærslu fyrir jólin

    21. desember 2024

    Dr. Spil og Nörd Norðursins í samstarf

    26. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024

    Final Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“

    29. mars 2024

    Crew Motorfest

    3. október 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.