Tölvuleikir

Birt þann 22. júní, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Nýjir leikir í gömlum búning

Margir aðdáendur gömlu góðu NES tölvunnar hafa lengi látið sig dreyma um að Nintendo fari aftur að gefa út leiki á stóru gráu leikjahylkjunum sem við flest öll þekkjum. Endrum og sinnum gefa áhugamenn út nýja NES leiki í takmörkuðu upplagi, sem þá hafa verið forritaðir af bæði ást og nostalgíuþörf í garð tölvunnar sem mótaði æsku þeirra. En hvernig myndi það vera ef allir nýjustu leikirnir sem gefnir eru út fyrir Playstation 3,  Xbox og PC, kæmu líka út fyrir NES? Aðstandendur heimasíðunnar 72 Pins hafa á vissan hátt svarað þeirri spurningu. Á heimasíðu þeirra er hægt að kaupa gamla NES leiki, prýdda nýjum stílfærðum límmiðum sem sýna hvernig nýjustu leikirnir hefðu mögulega litið út ef þeir hefðu komið út á níunda áratug síðustu aldar. Leikjahylkin innihalda reyndar ekki nýja leiki, heldur er einungis um að ræða handahófskennda gamla NES leiki í nýjum búning. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá helstu leiki sem við hjá Nörd Norðursins hefðum gjarnan viljað spila á NES fyrir 20-30 árum síðan.

Hvað af þessum leikjum vildir þú hafa spilað á gömlu NES tölvunni þinni?

– KÓS

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑