Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Tvær myndir byggðar á It eftir Stephen King í bígerð
    Bíó og TV

    Tvær myndir byggðar á It eftir Stephen King í bígerð

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason8. júní 2012Uppfært:22. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Tvær bíómyndir byggðar á metsölubók Stephen King, It, eru nú í bígerð. Cary Fukunaga, sem nýlega leikstýrði Jane Eyre, mun koma til með að leikstýra báðum myndunum og skrifa handrit þeirra í samstarfi við Chase Palmer, sem skrifaði handrit væntanlegrar Dune kvikmyndar.

    It var metsölubók þegar hún kom út árið 1986, og er af mörgum talin vera eitt af betri verkum Stephen King. Sagan fjallar um sjö krakka sem eru utangarðs í smáu samfélagi í Bandaríkjunum. Ill vera sem tekur jafnan á sig form trúðs að nafni Pennywise, herjar á þetta smáa samfélag og hræðir og drepur börn. Krakkarnir takast á við þessa illu veru og tekst þeim að lokum að sigra hana. 30 árum síðar birtist trúðurinn á ný, hópurinn kemur saman á ný og reynir að losa smábæinn við trúðinn fyrir fullt og allt.

    Tveggja hluta sjónvarpsmynd byggð á It var gefin út árið 1990, þá lék Tim Curry trúðinn Pennywise á eftirminnilegan máta. Myndin naut þó nokkurra vinsælda en fékk misgóð viðbrögð frá gagnrýnendum. Eftir stuttar umræður penna Nörd Norðursins var komist að þeirri niðurstöðu að öllum þótti sú mynd góð á sínum tíma, en að hún hafi ekki elst vel. Því má telja það til góðra frétta að It sé að koma í nýjum búningi á hvíta tjaldið, og við hjá Nörd Norðursins bíðum spenntir eftir að líta þennan gamla góða hrylling Stephen King nýjum augum.

    – KÓS

    Heimild: The Hollywood Reporter

    Cary Fukunaga Chase Palmer Horror Hryllingur IT Kristinn Ólafur Smárason stephen king
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSvona á að fagna marki [MYNDBAND]
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Reykjavík Whale Watching Massacre (2009)
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    Out of the Loop fær uppfærslu fyrir jólin

    21. desember 2024

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Dr. Spil og Nörd Norðursins í samstarf

    26. september 2024

    Silent Hill fréttapakki

    20. október 2022

    Draugar Tókýó

    6. apríl 2022
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.