Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Aðsend grein: Breivik og byssurnar
    Greinar

    Aðsend grein: Breivik og byssurnar

    Höf. Nörd Norðursins19. apríl 2012Uppfært:27. ágúst 201318 athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Vinur minn sagði mér eitt sinn að hann væri til í að vera sendur til Afghanistan til að hjálpa NATO-mönnum að skjóta lýðræði inn í fólkið. Hann væri nefnilega svo góður að miða.

    Þetta var laukrétt hjá honum. Hann hefði í raun skotið óteljandi hryðjuverkamenn í gegnum tíðina af ótrúlegum færum. Hann hafði meira að segja séð vini sína liggja í valnum og sjálfur hafði hann slasast oft í bardögum. Að geta haldið áfram að berjast eftir að hafa misst sína nánustu félaga er ótrúlegt. Að berjast við hræðilegar aðstæður í fjarlægu landi, aftengja sprengjur og útrýma heilu hryðjuverkasellunum á kannski aðeins heima í bíómyndum en þetta gerði hann.

    Í tölvuleik.

    Við vorum þrettán ára og hann var svo góður að miða í Counter-Strike. Það þarf varla að taka fram að ég tók hann ekki alvarlega.

    Undanfarna daga hafa birst fréttir af réttarhöldunum yfir viðbjóðnum Breivik í Noregi. Í einni þeirrar segir m.a.:

    … Hinsvegar hafi hann spilað tölvuleikinn Modern Warfare til þess að æfa sig fyrir morðin á Útey.

    Tölvuleikurinn sé stríðshermir og þar hafi hann getað þjálfað sig í að miða á skotmark á hreyfingu, lifandi fólk. Hann sagði að tölvuleikurinn væri hannaður þannig að hver sem er gæti notað hann, hvaða amma sem er gæti orðið leyniskytta með því að spila leikinn.

    Mbl.is, „Breivik þjálfaði miðið í tölvuleikjum“, 19. apríl 2012.

    (Það skal tekið fram að þessi grein er ekki skrifuð til að gera lítið úr þessum harmleik sem ómennið olli.)

    Að halda því fram að Breivik hafi lært bardagaaðferðir í MW er gjörsamlega fáránlegt. Þessar yfirlýsingar hans eiga eftir að draga dilk á eftir sér og eru þær ekki tölvuleikjaiðnaðinum til framdráttar. Andstæðingar ofbeldisleikja fá nóg að gera núna.

    Breivik lærði að færa músina í átt að vondu köllunum og hreyfa vísifingur til að hleypa af. Hann hlóð svo byssuna aftur með því að ýta á einn takka. Ef hann var með Sleight of hand „perkinn“ var hann ennþá sneggri að því. Ef hann vantaði fleiri skot þurfti hann aðeins að labba yfir byssur á víðavangi.

    Atburðarrásin sem hann fylgdi í leiknum var fyrirfram ákveðin og hann keppti annaðhvort við gervigreind eða 12 ára krakka í Þýskalandi sem kalla mann hinum ýmsu nöfnum yfir netið á meðan spilað er.

    Stríðshermir lýsir leiknum aldrei. Ekki frekar en að Saving Private Ryan sé heimildarmynd. Leikurinn er afþreying.


    Skjáskot úr Call of Duty: Modern Warfare 3.

    Tölvuleikur kenndi Breivik ekki að miða. Tölvuleikir kenndu honum aldrei hvernig hann ætti að beita sér. Tölvuleikir kenndu honum ekki að hlaða byssu. Hans eigin brenglaði hugur gerði honum kleift að sækja sér þessa þekkingu til þess eins að taka saklaus líf.

    Ef MW kenndi honum að miða værum við öll verkfræðingar eftir síendurtekna Tetris-spilun.

    Ef MW kenndi honum að miða værum við öll verkfræðingar eftir síendurtekna Tetris-spilun.

    Sjálfur hef ég spilað leikinn sem á að hafa kennt fíflinu að miða. Ég þyki nokkuð góður í þessum leik en mér hefur aldrei dottið í hug að hann kenni mér meðferð skotvopna. Sem dæmi er ég með ör fyrir ofan hægra augað eftir að hafa hleypt úr riffli, kíkirinn skaust í andlitið á mér. Ég er viss um að ég hafi ekki hitt skotmarkið sem var ekki einu sinni á hreyfingu. Girðingastaur í 200 metra fjarlægð.

    Tímarnir sem ég hef varið í þennan leik kenndu mér ekki að færa andlitið fjær kíkinum. Í tölvuleiknum þarf maður bara að passa að miðið sé nálægt vonda kallinum og hleypa af. Verði maður skotinn er nóg að fara í skjól í nokkrar sekúndur.

    Stríðsleikir eru hin mesta skemmtun, rétt eins og ofbeldisfullar bíómyndir, en þeir ala ekki upp ofbeldismenn. Tölvuleikjanördar væru hættulegasta fólk veraldar.

    Breivik er fífl sem á ekkert gott skilið en hann lærði aldrei að miða í tölvuleik eins og hann heldur fram. Ég leyfi mér að fullyrða það.

    – Gísli Sveinn Gretarsson
    Höfundur er nemandi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

    aðsend grein byssur fjöldamorð fjöldamorðingi Gísli Sveinn Gretarsson noregur ofbeldi ofbeldisfullir tölvuleikir skotvopn tölvuleikir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Fíaskó – íslenska partýspilið
    Næsta færsla Diablo 3 spilaður: Kynning
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.