Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Sucker Punch
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Sucker Punch

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2011Uppfært:25. maí 2013Ein athugasemd3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sucker Punch fjallar um unga stúlku, Babydoll, sem hefur átt erfiða fortíð. Myndin gerist að mestu leyti innan veggja geðveikrahælis sem Babydoll og fleiri stúlkur hafa endað á. Stúlkurnar eru fengnar til að dansa fyrir og þóknast ríkum og siðspilltum karlmönnum. Í hvert skipti sem Babydoll byrjar að dansa hverfur hún inn í annan heim sem er fullur af ævintýrum, hasar og vísindaskáldskap.

    Sagan í Sucker Punch gerist þar af leiðandi í tveimur heimum; í raunverulega heiminum og fantasíu heimi Babydoll. Sagan í raunverulega heiminum byrjar ágætlega en þynnist mjög fljótt út í langdregna og óspennandi sögu. Aftur á móti er sagan sem gerist í fantasíu heiminum algjört augnakonfekt og hentar kvikmyndahúsum einstaklega vel. Þar er óspart fylgst með ferðum byssukúlna, hægt á tímanum, splæst í ansi margar sprengingar og er heimurinn bókstaflega troðfullur af tæknibrellum og öðru augnayndi. Aftur á móti er sagan álíka innihaldslaus og óspennandi í báðum heimunum.

    Auk tæknibrellna er ansi góð tónlist í fantasíu heimi Babydoll. Tónlist frá Björk og Emilíönu Torrinieru meðal annars notaðar í myndinni, en auk þeirra má heyra tónlist frá Skunk Anansie og Emily Browning. Mér fannst lagið hennar Bjarkar, Army of Me, í sérstakri Sucker Punch útgáfu gera sérstaklega góða hluti.

    Unga ástralska leikkonan og módelið Emily Browning fer með hlutverk Babydoll í myndinni, en hún lék áður í The Uninvited (2009) og lék Violet í Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events (2004). Aðrar leikkonur myndarinnar eru líklegar til að vera módel líkt og Emily og myndu flestar falla vel í kanínublað Heffners.
    Myndin er skrifuð af Steve Shibuya og Zack Snyder, sem leikstýrir henni þar að auki. Snyder hefur gert garðinn frægann meðal annars með því að skrifa og leikstýra 300 (2007), auk þess leikstýrði hann henni, Dawn of the Dead (2004) og Watchmen (2009). Þær kvikmyndir sem Snyder hefur  leikstýrt líta fáránlega vel út, en sumir vilja fá almennilega sögu samhliða því.

    Ég myndi hiklaust mæla með þessari mynd í stóra salnum í hvaða kvikmyndahúsi sem er – en heima í stofu í litla sjónvarpinu er ég ekki svo viss. Mér leið eins og að ég hefði verið að horfa á eitt langt, og fáránlega, flott tónlistarmyndband. Augun mín grétu af gleði, en heilinn fór heim í þunglyndi. Þeir sem fíla Snyder ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa mynd.

    Tvær stjörnur fyrir tæknibrellur og útlit myndarinnar, en hálf stjarna fyrir söguþráð og leik. – Það má jafmvel bæta aukastjörnu við ef viðkomandi fer á hana í bíó.

     

    Stikla fyrir Sucker Punch

    – Bjarki Þór Jónsson

    Bjarki Þór Jónsson Emily Browning kvikmyndarýni punch sucker suckerpunch
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMortal Kombat meistarmót
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Thor
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Leikjavarpið #26 – Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran

    13. ágúst 2021

    Ring Fit áskorun í febrúar!

    4. febrúar 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.