Bíó og TV

Birt þann 18. nóvember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

5 myndir um tímaflakk (sem þú hefur líklega ekki heyrt um)

Primer (2004)

Primer er mjög ólík öðrum tímaflakksmyndum. Hún er að hluta til eins og heimildarmynd eða að því leyti að um 95% myndarinnar eru einfaldlega samtöl milli persóna. Allt er útskýrt í gegnum þessar samræður þannig að myndin gerir þær kröfur til áhorfandans að fylgjast vel með og reyna að fylla upp í eyðurnar. Það er engin hefðbundin kynning á persónum; myndin hefst á brainstorming session hjá metnaðarfullum verkfræðingum sem eru að hanna tæki utan vinnutíma og þeir tala eins og verkfræðingar myndu tala saman. Þannig að alveg frá byrjun er áhorfandinn að reyna finna út hvað sé í gangi. Við fáum aldrei línur eins og „Wait…explain this to me like I’m six years old“ sem eru algengir frasar í of mörgum myndum.

Aftur á móti getur þetta skiljanlega verið pirrandi og þessi mynd er ekki fyrir alla. En góð er hún, mjög vel skrifuð og úthugsuð ásamt góðum leik.

Það eru miklar líkur á því að það mörgum spurningum sé enn ósvarað við lok myndarinnar sama hversu vel þú fylgdist með. Þá er hægt að horfa á hana aftur (og aftur) eða lesa hvað aðrir segja um hana á netinu. Aðdáendur myndarinnar hafa lagt mikið á sig við að greina myndina t.d. eftir tímalínum.

Ég fann skemmtilegan lista á netinu sem tekur fyrir fimm myndir flóknari en Inception og þar er Primer efst á lista en hinar eru Donnie Darko (á mínum topp 10), Memento, 2001: A Space Odyssey og Mulholland Drive.

 

Triangle (2009)

Þetta er ein af þessum myndum þar sem bara það að lýsa söguþræðinum gæti skemmt fyrir. Ég læt eftirfarandi nægja: Einstæð móðir fer í örlagaríka bátsferð með vinum sínum. Það er ekki oft sem maður hefur tækifæri (sem ég gef ykkur núna!) til að sjá gæðamynd sem maður veit ekkert um því að þessi flaug algjörrlega undir radarinn hjá almenningi og reyndar hjá kvikmyndagagnrýnendum líka (fyrir utan Filmcast podcastið sem hrósuðu henni mikið). Ein aðalástæðan er sú að hún var markaðsett sem B hryllingsmynd (sjá mynd) en það er hún alls ekki (ok, bara smá).

Tímaflakkshluti þessarar myndar er mjög frumlegur (en byggir samt á þekktum grunni) og leikkonan Melissa George stendur sig mjög vel í aðalhlutverkinu en myndin sjálf fær 6.8 á IMDB sem mér finnst of lágt en hún er í góðum félagsskap því að Primer fær 6,9.

 

Idiocracy (2006)

Núna förum við í eitthvað léttara. Idiocracy kemur úr smiðju Mike Judge sem skapaði Beavis og Butthead og cult myndina Office Space. Idiocracy er svosem ekkert meistaraverk en er samt skemmtileg ádeila á nútímaþjóðfélag og hefur frumlegan söguþráð. Joe Bauers (leikinn af Luke Wilson) er meðalmaður á allan hátt og er valinn í leynilega tilraun sem endar með því, fyrir mistök, að hann er frosinn í 500 ár í stað eins árs (tæknilega séð er þetta ekki tímaflakk svo að þetta er smásvindl). Þegar hann vaknar 500 árum seinna er hann lang gáfaðastur því mannfólkið hefur smátt og smátt orðið heimskara.

 

Lola rennt (Run Lola Run) (1998)

Kvikmyndaspekúlantar kannast án efa við þessa mynd en fleiri þurfa að vita að henni því að þetta er gæðamynd. Myndin kemur frá Þýskalandi og í aðalhlutverki er leikkonan Franka Potente sem leikur þessa Lolu sem hleypur. Hún hefur aðeins 20 mínútur til að bjarga kærastanum sínum, sem er smákrimmi, frá því að gera stór mistök því hann er að falla á tíma við að borga skuld sína við glæpakóng. Tímaflakkshlutinn er sá að við fylgjumst með Lolu í þremur mismunandi víddum (alternative realities) og hvernig ákvarðanir hennar móta söguþráðinn.

Myndin hefur fengið mikið lof, sérstaklega fyrir klippingu og mikla spennu, og þó hún sé komin til ára sinna þá stendur hún enn fyrir sínu.

 

Frequently Asked Questions about Time Travel (2009)

Endum þetta á einni léttri mynd. Þessi fjallar um þrjá vini sem eru dálitlir nördar (IMDB lýsir þeim sem social outcasts sem mér finnst frekar hart!). Chris O’Dowd, sem margir þekkja úr IT Crowd þáttunum og Bridesmaids, leikur aðalhlutverkið en hann er sérfræðingur í tímaflakki. Hann þekkir allar myndir og bækur um tímaflakk og kann „reglurnar“. Þeir þrír vinirnir eru staddir á enskum bar þegar þeir uppgötva fyrir tilviljun leið til að ferðast fram og aftur í tímann. Þetta er ekki vandræðalaust því þeir þurfa að fylgja áðurnefndum reglum til að t.d. hitta ekki sjálfa sig og þar fram eftir götunum.

Þeir sem eru kunnugir tímaflakksmyndum munu taka eftir alls konar tilvísunum, þessari má hafa gaman af.

Steinar Logi

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑