Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    Fréttir

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    Höf. Bjarki Þór Jónsson5. desember 2025Uppfært:5. desember 2025Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Árið 2022 hætti Gzero starfsemi eftir að hafa boðið íslenskum spilurum upp á eftirminnilega tölvuleikjaaðstöðu í um tuttugu ár. Húsnæði þeirra á Grensás fór á sölu sama ár og lítil hreyfing hefur verið þar síðan Gzero hætti. Um þessar mundir er þó að færast aftur líf í staðinn þar sem VR Worlds mun opna föstudaginn 5. desember kl. 12:00.

    Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi.

    Um er að ræða nýjan sýndarveruleikasal sem býður upp á sýndarveruleikaupplifanir sem finnast ekki annarsstaðar á Íslandi. Meðal þess sem í boði verður er tæki sem heitir Super 360 Flight þar sem spilarar setjast í sérstakt tæki og setja á sig sýndarveruleikabúnað. Tækið skynjar hreyfingar og hristingar í sýndarveruleikanum og bregst við því sem er að gerast í leikjaheiminum með því að hristast og færast til og frá eins og sést í meðfylgjandi kynningarmyndbandi.

    VR Paraglider er annað tæki sem virkar á svipaðan hátt. Þar setjast spilarar í sérstök sæti en ólíkt Super 360 Flight þá hreyfist VR Paraglider fyrst og fremst upp og niður og sýnir valdar upplifanir í 360 gráðu sýndarveruleikaupplifun. Fleiri leikir verða í boði í VR Worlds, eins og til dæmis mótórhjólaleikur, skotleikur og samvinnuleik þar sem allt að fjórir geta spilað saman. Einnig verða nokkrir hefðbundnari spilarkassar á svæðinu sem eru ekki tengdir við sýndarveruleika.

    VR Worlds býður upp á sérstakt barnasvæði þar sem hver leikur kostar 500 kr. leikur per spilara. Á almenna VR svæðinu kostar hver leikur 1.000 kr. per spilara. Hægt er að leigja sérstakan VR-völl sem kostar 7.500 kr. per klukkustund þar sem nokkrir geta spilað saman á sama tíma. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VR Worlds.

    Á heimasíðu VR Worlds kemur fram að lágmarksaldur sé ýmist 6 ára eða 8 ára í tækin og að einhver tæki séu æskileg eldri börnum sem hafa náð 10-12 ára aldri. Við hjá Nörd Norðursins erum ekki með upplýsingar um hvaða sýndarveruleikabúnað (gleraugu) VR Worlds notar en fyrirspurn hefur verið send á VR Worlds og verður þessi frétt uppfærð þegar svar hefur borist. Þess ber að geta að þá er lágmarksaldur á Meta Quest 3 sýndarveruleikabúnaðinum 10 ára (var áður 13 ára), PSVR2 fyrir PlayStation 5 er með 12 ára lágmarksaldur og 13 ára lágmarksaldur er fyrir Apple Vision Pro. Börn geta verið viðkvæm og alls ekki æskilegt að nota sýndarveruleika lengi í einu. Mikilvægt er að foreldrar og forráðarmenn kynni sér almenn notkunarviðmið fyrir sýndarveruleika.

    @vrworld.is Við hlökkum til að sjá ykkur a föstudaginn 5 desember klukkan 12:00💗 📍Grensásvegur 16 #reykjavik #vrworld ♬ original sound – VR world

    Mynd: VRWorlds á Instagram

    Gzero sýndarveruleiki VR VR Worlds
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaThe Game Awards í beinni 11.-12. desember
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.