Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel
    Spil

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    Höf. Nörd Norðursins2. nóvember 2024Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Útgefandi: Schmidt Spiele
    Fjöldi leikmana: 2

    Gangur spilsins 🎲

    Við spilum sem skottulæknar sem keppumst við að brugga seyði til að selja á markaðnum. Spilið er að mörgu leyti líkt upprunaútgáfunni. Við drögum litla bita úr poka til að leggja í flöskuna okkar og reynum að fá stig og annan ávinning (með því að draga litaða bita) áður en flaskan springur (ef við drögum of marga hvíta bita). En það eru mikilvægar breytingar sem gera spilið aðeins ferskara og nýstárlegra fyrir þau sem þekkja hitt vel.

    Við erum t.d. ekki bara að brugga seyði heldur einnig að laða viðskiptavini að söluborðinu okkar. Við skiptumst á að draga úr pokanum og safna stigum til að færa viðskiptavininn í áttina til okkar. Við erum því meira fylgjast með því sem andstæðingurinn gerir. Á móti þá eru umferðirnar stuttar og við getum skiptst á að draga úr pokanum nokkrum sinnum áður en flöskurnar springa.

    Það sem okkur líkaði 😍

    ⦿ Við elskum pokauppbyggingarspil og allir litríku bitarnir sem við kaupum í pokann okkar eru æði

    ⦿ Áhættan gerir spilið mjög spennandi því hver veit nema að allar hvítu flísarnar komi upp úr pokanum svo flaskan springi

    ⦿ Að skiptast á að taka úr pokanum og fylgjast með því sem hin er að gera í staðinn fyrir að pæla bara í eigi leikborði eykur spennuna jafnvel enn meira.

    ⦿ Spilið er breytilegt því þótt flísarnar séu eins þá getum við stjórnað því hvaða ávinning þær hafa

    Mögulegir ókostir 🧐

    ⦿ Heppni skiptir frekar miklu máli í spilinu en þó kemur gangverk spilsins í veg fyrir að önnur valti yfir hina

    Á heildina litið 🤓

    Skemmtilegt, taugatrekkjandi og nokkuð stutt spil sem við sjáum fyrir okkur að spila oft. Ef þið eigið upprunalega Quacks þá þurfið þið kannski ekki þetta líka. Breytingarnar frá upprunaspilinu eru samt það miklar að heitir Quacks aðdáendur gætu haft gaman af því að eiga bæði.

    Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil

    Myndir: Schmidt Spiele og Dr. Spil

    Doktor Spil Quacks of Quedlinburg Quacks of Quedlinburg The Duel Schmidt Spiele skottulæknar
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPS5 Pro uppfærslulistinn stækkar
    Næsta færsla Leikjavarpið #51 – Black Ops 6 og Dragon Age: The Veilguard
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018

    Umfjöllun: Star Wars: Destiny – „fjölbreytt og spennandi spilun með góðum kokteil af kortum og teningum“

    16. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.