Birt þann 2. nóvember, 2024 | Höfundur: Nörd Norðursins
Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel
Útgefandi: Schmidt Spiele
Fjöldi leikmana: 2
Gangur spilsins 🎲
Við spilum sem skottulæknar sem keppumst við að brugga seyði til að selja á markaðnum. Spilið er að mörgu leyti líkt upprunaútgáfunni. Við drögum litla bita úr poka til að leggja í flöskuna okkar og reynum að fá stig og annan ávinning (með því að draga litaða bita) áður en flaskan springur (ef við drögum of marga hvíta bita). En það eru mikilvægar breytingar sem gera spilið aðeins ferskara og nýstárlegra fyrir þau sem þekkja hitt vel.
Við erum t.d. ekki bara að brugga seyði heldur einnig að laða viðskiptavini að söluborðinu okkar. Við skiptumst á að draga úr pokanum og safna stigum til að færa viðskiptavininn í áttina til okkar. Við erum því meira fylgjast með því sem andstæðingurinn gerir. Á móti þá eru umferðirnar stuttar og við getum skiptst á að draga úr pokanum nokkrum sinnum áður en flöskurnar springa.
Það sem okkur líkaði 😍
⦿ Við elskum pokauppbyggingarspil og allir litríku bitarnir sem við kaupum í pokann okkar eru æði
⦿ Áhættan gerir spilið mjög spennandi því hver veit nema að allar hvítu flísarnar komi upp úr pokanum svo flaskan springi
⦿ Að skiptast á að taka úr pokanum og fylgjast með því sem hin er að gera í staðinn fyrir að pæla bara í eigi leikborði eykur spennuna jafnvel enn meira.
⦿ Spilið er breytilegt því þótt flísarnar séu eins þá getum við stjórnað því hvaða ávinning þær hafa
Mögulegir ókostir 🧐
⦿ Heppni skiptir frekar miklu máli í spilinu en þó kemur gangverk spilsins í veg fyrir að önnur valti yfir hina
Á heildina litið 🤓
Skemmtilegt, taugatrekkjandi og nokkuð stutt spil sem við sjáum fyrir okkur að spila oft. Ef þið eigið upprunalega Quacks þá þurfið þið kannski ekki þetta líka. Breytingarnar frá upprunaspilinu eru samt það miklar að heitir Quacks aðdáendur gætu haft gaman af því að eiga bæði.
Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil
Myndir: Schmidt Spiele og Dr. Spil