Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Pest – Spil með sjúklega flott þema
    Spil

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    Höf. Nörd Norðursins6. október 2024Uppfært:6. október 2024Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Útgefandi: Archona Games
    Fjöldi leikmana: 1-5

    Gangur spilsins 🎲

    Þið eruð héraðslæknar í fortíðinni sem þurfa að ferðast um sveitir lands sem liggur í pest. Þetta er vinnumannaspil þar sem þið veljið um að lækna fólk, rannsaka/kaupa búnað, ferðast milli þorpa, byggja upp þorpin og fleira. Plágan getur orðið erfið viðureignar þar sem spilið sendir á þig mismikið af sjúklingum og ef þú hefur ekki pláss í sóttvarnarhúsinu þínu þarftu að senda þá beint í líkhúsið ☠️

    Það sem okkur líkaði 😍

    ⦿ Þemað og útlitið er auðvitað æðislegt, myrkur og dauði sem getur alveg verið kósý að leika sér að.

    ⦿ Þetta er vinnumannaspil en þú ert samt líka að ferðast um borð og byggja byggingar, sem sagt sitt lítið af hverju þegar kemur að virkninni sjálfri sem er skemmtilegt.

    ⦿ Gott flæði og ekki of langt á milli umferða því aðgerðirnar eru flestar nokkuð einfaldar og fljótlegar.

    Það sem mætti útfæra betur 🧐

    ⦿ Það mætti vera meiri virkni á milli spilara, fólk er svolítið í sínum eigin heimi í þessu spili og spilið sjálf með sína sjúklinga erfiðasti mótspilarinn.

    ⦿ Spilið er mjög stórt og Auður þurfti til dæmis að standa upp og ganga hinum megin að borðinu okkar til að sjá hvaða lækningatæki voru í boði á markaðnum hverju sinni. Borðið tók hvern þumal af 8 manna borðstofuborðinu okkar og við vorum bara þrjú að spila.

    Á heildina litið 🤓

    Við erum bara búnar að spila þetta spil einu sinni svo þetta er það sem okkur finnst við fyrstu sýn. Værum alveg til í að grípa í það aftur því þetta er vel hannað, miðlungsþungt spil með sjúklega flottu þema (pun intended!).

    Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil

    Myndir: Doktor Spil og Archona Games

    Doktor Spil Pest Plága
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBardagaleikurinn Rivals of Aether 2 væntanlegur
    Næsta færsla Leikjavarpið #49 – The Plucky Squire og State of Play
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018

    Umfjöllun: Star Wars: Destiny – „fjölbreytt og spennandi spilun með góðum kokteil af kortum og teningum“

    16. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.