Spil

Birt þann 6. október, 2024 | Höfundur: Nörd Norðursins

Pest – Spil með sjúklega flott þema

Útgefandi: Archona Games
Fjöldi leikmana: 1-5

Gangur spilsins 🎲

Þið eruð héraðslæknar í fortíðinni sem þurfa að ferðast um sveitir lands sem liggur í pest. Þetta er vinnumannaspil þar sem þið veljið um að lækna fólk, rannsaka/kaupa búnað, ferðast milli þorpa, byggja upp þorpin og fleira. Plágan getur orðið erfið viðureignar þar sem spilið sendir á þig mismikið af sjúklingum og ef þú hefur ekki pláss í sóttvarnarhúsinu þínu þarftu að senda þá beint í líkhúsið ☠️

Það sem okkur líkaði 😍

⦿ Þemað og útlitið er auðvitað æðislegt, myrkur og dauði sem getur alveg verið kósý að leika sér að.

⦿ Þetta er vinnumannaspil en þú ert samt líka að ferðast um borð og byggja byggingar, sem sagt sitt lítið af hverju þegar kemur að virkninni sjálfri sem er skemmtilegt.

⦿ Gott flæði og ekki of langt á milli umferða því aðgerðirnar eru flestar nokkuð einfaldar og fljótlegar.

Það sem mætti útfæra betur 🧐

⦿ Það mætti vera meiri virkni á milli spilara, fólk er svolítið í sínum eigin heimi í þessu spili og spilið sjálf með sína sjúklinga erfiðasti mótspilarinn.

⦿ Spilið er mjög stórt og Auður þurfti til dæmis að standa upp og ganga hinum megin að borðinu okkar til að sjá hvaða lækningatæki voru í boði á markaðnum hverju sinni. Borðið tók hvern þumal af 8 manna borðstofuborðinu okkar og við vorum bara þrjú að spila.

Á heildina litið 🤓

Við erum bara búnar að spila þetta spil einu sinni svo þetta er það sem okkur finnst við fyrstu sýn. Værum alveg til í að grípa í það aftur því þetta er vel hannað, miðlungsþungt spil með sjúklega flottu þema (pun intended!).

Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil

Myndir: Doktor Spil og Archona Games

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑