Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Sony kynnir uppfærðar PS5 vélar
    Fréttir

    Sony kynnir uppfærðar PS5 vélar

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson11. október 2023Uppfært:12. október 2023Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Eftir að ýmsar fréttir höfðu lekið út á síðustu vikum, þá hefur Japanski tæknirisinn Sony staðfest að það sé á leiðinni straumlínulagaðri útgáfa af PlayStation 5. Uppfærða útgáfan mun koma út í nóvember á heimsvísu og vera með sömu vélbúnaðar „spekka“ og núverandi vélar bara í smærra formi.

    Þessi smærri útgáfa mun verða fáanleg í tveimur útgáfum eins og er í boði í dag. PlayStation 5 sjálf með diska drifi og stafræna útgáfu vélarinnar. Þessar munu taka pláss eldri véla þegar þær eru uppseldar á markaðnum. 

    Í Bandaríkjunum mun diskadrifs vélin kosta $499 Dollara eða um 70 Þúsund krónur. Þá má gera ráð fyrir að verðin hérna heima á Íslandi verði nærri lagi og er nú í dag í helstu verslunum landsins. Stafræna útgáfan mun kosta $449 Dollara sem er $50 Dollara hækkun frá núverandi verði vélarinnar í Bandaríkjunum. 

    Það sem er helsta við þessar nýju útgáfur er að vélin hefur smækkað í ummáli um meira en 30% að sögn Sony og er einnig léttari. Hliðar vélarinnar eru nú fjórar í stað þeirra tveggja sem hafa verið. Hægt er að skipta þeim út eins og hefur verið hægt með eldri týpuna, Sony á eftir að kynna hvaða litir og slíkt verða í boði fyrir vélarnar. 

    Það sem er nýtt við stafrænu PS5 í ár er að það verður hægt að uppfæra vélina síðar með diskadrifi til að geta spilað PS4 og PS5 diska ásamt Blu-Ray og Ultra HD-Blu-Ray diska. Drifið mun kosta $80 í Bandaríkjunum, sem gerir þessar útgáfu dýrari en að kaupa bara strax PS5 vél með diskadrifi.  

    Láréttur standur mun fylgja með nýju PS5 vélunum. Það verður einnig í boði Lóðréttur standur sem verður hægt að kaupa stakann á 29.99 USD | 29.99 EURO | 24.99 GBP | 3,980 JPY eða um 4.200 krónur.

    Báðar útgáfur PS5 munu verða með 1TB innværan ssd disk, áður hafði bara verið 884GB í boði og af því var einungis 667GB laus fyrir leiki og annað slíkt. 

    Í raun er þetta að mestu útlits breyting á PlayStation 5 og er ólíklegt að núverandi eigendur vélanna munu vilja skipta þeim út, það á eftir að skýrast nánar þegar nær dregur hvernig Sony hefur náð að gera vélarnar smærri og ódýrari í framleiðslu. Má búast við að helstu tækni síður og youtube rásir verða snögg að rífa vélarnar í sundur þegar þær koma út í nóvember. 

    Við færum ykkur fréttir um staðfest verð hér á Íslandi þegar við vitum meira. 

    Heimild: Kotaku

    Digital PS5 Slim sony
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaCrew Motorfest
    Næsta færsla Hliðarspor til Bagdad borgar
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.