Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Quake II snýr aftur
    Fréttir

    Quake II snýr aftur

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson17. ágúst 2023Uppfært:24. ágúst 2023Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hinn klassíski skotleikur Quake II frá árinu 1997 hefur fengið uppfærða útgáfu sem er nú fáanleg á Game Pass á PC og Xbox Series X|S, Xbox One, Steam, Gog, Epic Game Store, Nintendo Switch, PlayStation 4 og PlayStation 5.

    Þessi nýja útgáfa er unnin af Nightdive Studios sem hafa síðustu árin sérhæft sig í að gera eldri klassíska leiki spilanlega á nýjum vélbúnði og oft uppfæra þá eitthvað í leiðinni.

    Fyrirtækið tók einmit fyrir upprunalega Quake leikinn fyrir tveimur árum með mjög góðum árangri.

    Hérna má sjá sýnishorn úr þessari nýju útgáfu:

    Upplifið upprunalega leikinn, nú enn betri

    Spilið upprunalegu útgáfu Quake II, nú með:

    • Stuðningur við allt upp að 4K* upplausn og í breiðtjaldsútgáfu 
    • Uppfærð módel persóna
    • Betrumbættar hreyfingar óvina og sprengingar
    • Lagfærð gervigreind andstæðinga
    • Endurbætt myndbrot, ný lýsing í leiknum ásamt nýjum grafískum viðbótum
    • Þungarokkstónlistin frá Sonic Mayhem o.fl
    • Fjölspilun og stuðningur við co-op

    *Hámarks upplausn í boði fer eftir hvar leikurinn er spilaður

    Quake II inniheldur nú báða upprunalegu aukapakka leiksins, „The Reckoning,“ sem inniheldur 18 söguborð og 7 fjölspilunarborð, og síðan „Ground Zero,“ með 15 söguköflum og 14 fjölspilunarborðum.

    Nýtt í pakkanum er „Call of the Machine“ aukapakkinn sem er hannaður af sænska fyrirtækinu MachineGames sem gerði nýjustu Wolfenstein leikina fyrir id Software og Bethesda.

    Quake II 64 fylgir með pakkanum og er uppfærð útgáfa af Nintendo 64 útgáfu leiksins, með sögunni og fjölspilun.

    *Styður 4-spilara staðbundinn „split-screen” á Xbox One, Nintendo Switch, PS4 og PS5. Styður 8-leikja staðbundinn „split-screen” á PC og Xbox Series S og X.

    Hægt er að spila í gegnum sögu Quake II og alla aukapakkana einn eða með vinum, óháð hvar þeir eru að spila. Leikurinn styður spilun á milli PC (með fjarstýringu), Xbox One, Xbox Series X/S, PS4, PS5 og Nintendo Switch.

    Fyrir þá sem eiga leikinn nú þegar á Steam, þá er þetta frí uppfærsla. Annars kostar hún $9.99/£7.99/€9.99 eða tæpar 1.400 krónur íslenskar krónur sem er ekki slor verð fyrir svona pakka. Ef þið eruð með PC eða Xbox Game Pass þá kostar ekkert að sækja leikinn aukalega.

    Það er bara spurning hvort að gamlir Quake spilarar fari að rifja upp Skjálfta LAN taktana á ný?

    Heimild: Bethesda

    Game Pass id Software Nightdive Studios pc ps4 PS5 Quake Quake 2 Quake II Quake II 64 xbox one Xbox Series S Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaThe Settled System stiklur kynna heim Starfield
    Næsta færsla Útgáfu Alan Wake 2 seinkað um 10 daga
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.