Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Sony hækkar verð PlayStation 5
    Fréttir

    Sony hækkar verð PlayStation 5

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson25. ágúst 2022Uppfært:25. ágúst 2022Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sony hefur tilkynnt um væntanlega verðhækkun á PlayStation 5 leikjavélinni og þessi hækkun mun taka gildi strax í flestum mörkuðunum víðsvegar um heiminn.

    Vélin mun hækka um £30 um 5000 ísl kr í Bretland og €50 7000 ísl kr í Evrópu, í heildina £480/€550. Verð stafrænu vélarinnar án diskadrifs verður £390/€450.

    Núverandi verð PlayStation 5 er um 99.999.kr og 79.999.kr fyrir stafrænu útgáfu vélarinnar.

    Aðrir markaðir eins og Japan, Kína, Ástralía, Mexíkó og Kanada munu sjá verðhækkanir en Bandaríkin munu ekki sjá neina hækkun eins og er. 

    Sony ákvað að kynna ekki þessa hækkun á byrjun Gamescom leikja hátíðarinnar sem stendur nú yfir í Köln í Þýskalandi, í stað þess sýndu þeir nýju Premium DualSense fjarstýringuna.

    Forstjóri PlayStation Jim Ryan staðfesti þessar hækkanir í morgun og kenni hárri verðbólgu í heiminum ásamt óhagstæðum gengissveiflum sem hefðu slæm áhrif víðsvegar og einnig á tækni heiminn.

    Ryan sagði að þetta hefði verið erfið ákvörðun og að forgangsverkefni Sony væri að bæta úr birgðarstöðu PS5 þannig að sem flestir gætu náð að upplifa allt það sem PS5 hefur að bjóða upp á.

    Það er ekki búist við að þessi hækkun muni hafa of mikil áhrif á eftirsókn fólks eftir leikjavél Sony að mati sérfræðinga. Það er ekki langt síðan að Meta móðurfyrirtæki Facebook, hækkuðu verðið á Quest 2 VR tæki þeirra um $100 og bættu við leiknum Beat Saber til að gera hækkunina aðeins auðveldari að melta fyrir fólk.

    Hvað samkeppnisaðilar Sony þ.e.a.s. Microsoft með Xbox Series vélarnar og Nintendo með Nintendo Switch munu gera er óvitað eins og er. Ekki er ólíklegt að Microsoft muni setja aukinn kraft í boðskap þeirra hvað varðar  virði vélar þeirra og Gamepass áskriftarþjónustu þeirra sem Sony svaraði loks nýlega með breytingum á PS Plus áskrift þeirra. 

    Við vitum ekki eins og er hvort eða hvernig þessar breytingar á verði PlayStation 5 munu skila sér eða ekki. Vélin er nú þegar dýrari en annars staðar og er erfitt að segja til hvernig verðið gæti breyst hér á landi og hvaða áhrif það myndi hafa ef einhver. Nörd Norðursins hefur sent Senu umboðsaðila PlayStation á Íslandi spurningar í sambandi við þessar hækkanir og munum við uppfæra frétt okkar með svörum frá þeim.

    Það er síðan óskandi að þegar að hlutirnir skána í heiminum og verðbólgan lækkar að við sjáum hlutina lækka á ný í stað þess að haldast í stað. 

    Heimild: Eurogamer

    DualSense playstation PlayStation 5 PS5 sony
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpider-Man sveiflar sér yfir á PC
    Næsta færsla Football Manager 2023 kemur út 8. Nóvember
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.