Birt þann 16. júní, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Útgáfu Island of Winds frestað til 2023
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity Games hefur ákveðið að fresta útgáfu tölvuleiksins Island of Winds til ársins 2023. Í stiklu leiksins sem frumsýnd VAR í fyrra kom fam að leikurinn væri væntanlegur einhverntímann á árinu 2022 en útgáfu hefur verið seinkað um eitt ár. Nýja útgáfuárið er sýnilegt á Steam-síðu leiksins, auk þess sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, grafískur hönnuður hjá Parity, staðfesti útgáfuárið í dag á Einu sinni var… í framtíðinni, stefnumóti um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs.
Island of Winds er væntanlegur á PC og PlayStation 5 árið 2023.
Parity Games hefur unnið að gerð Island of Winds frá árinu 2017. Island of Winds er ævintýraleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Söguhetja leiksins er – Brynhild the Balance Keeper – sem fer á flakk eftir að ráðist er á býli hennar og lærimeistara rænt.
Island of Winds er væntanlegur á PC og PlayStation 5 árið 2023.