Greinar

Birt þann 29. desember, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Þrír vinsælustu þættir Leikjavarpsins árið 2021

Árið 2021 voru þættirnir í fyrsta sinn gefnir út með reglulegu millibili, eða á tveggja vikna fresti. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og þakka þáttastjórnendur hlustendum kærlega fyrir gott og gefandi hlaðvarpsár.

Leikjavarpið, hlaðvarpsþáttur Nörd Norðursins, hóf göngu sína árið 2019 en voru upphaflega birtir með óreglulegu millibili þar sem gátu liðið mánuður á milli þátta. Árið 2021 voru þættirnir í fyrsta sinn gefnir út með reglulegu millibili, eða á tveggja vikna fresti. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og þakka þáttastjórnendur hlustendum kærlega fyrir gott og gefandi hlaðvarpsár. Samtals voru teknar upp um 31 klukkustund af tölvuleikjatengdu efni fyrir Leikjavarpið þetta árið og hafa klukkutímarnir aldrei verið fleiri. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir þrjá vinsælustu þætti Leikjavarpsins árið 2021.

1. Leikjavarpið #30 – Far Cry 6, FIFA 22 og Battlefield 2042 Beta

Tölvuleikjanördarnir Bjarki Þór, Steinar Logi, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Páll fara um víðan völl í þrítugasta þætti Leikjavarpsins. Steinar segir frá Alan Wake Remastered sem var gefinn út í byrjun mánaðar, Sveinn gagnrýnir Far Cry 6 sem hann kláraði nýlega en Sveinn hefur spilað allar Far Cry leikina og þekkir seríuna því mjög vel, einnig má benda á að hægt er að lesa leikjarýnina hér. Bjarki skellir sér í takkaskóna og tæklar FIFA 22 og Hypermotion-tæknina sem EA notaði við gerð leiksins, Daníel Páll heldur áfram með Leikjaklúbbinn og kynnir næsta leik sem klúbburinn ætlar að spila.

2. Leikjavarpið #24 – Afmæli, martraðir og pöddusnakk

Þríeykið, Sveinn, Daníel og Bjarki, halda upp á 10 ára afmæli Nörd Norðursins og spjalla um leikjaárið 2011 og hvernig tölvuleikir og leikjamenningin hefur þróast síðan þá. Meðal efni þáttar eru Sony fréttir og fjallað er um leikina Little Nightmares II, Outriders, Bugsnax, Maquette og Oddworld.

3. Leikjavarpið #21 – The Legend of Zelda 35 ára

Oddur Bauer og Gylfi Már eru gestir Daníels Rósinkrans í þessum sérstaka The Legend of Zelda þætti Leikjavarpsins. Liðin eru 35 ár frá útgáfu fyrsta Zelda tölvuleiksins en leikurinn var gefinn út í Japan árið 1986 samhliða Famicom leikjatölvunni. Í þættinum fara þeir Daníel, Oddur og Gylfi yfir sögu The Legend of Zelda leikjanna, ræða um tónlistina, framtíð seríunnar og margt fleira.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑